Monday, February 28, 2005

 

Million $

Jæja þá er Óskarinn á enda, og endaði hann bara framar væntingum lang-besta mynd ársins vann Besta myndin, besti leikstjórinn, besta leikkonan og besti aukaleikari,,,Million Dollar Baby,,,ég var fegin að Aviator fékk ekki fleiri verðlaun, og ekki stóru verðlaunin, enda myndin stórlega ofmetin....Hefði samt langað að Sideways hefði líka fengið verðlaun...Núna byrjar maður að telja niður fyrir næsta ár, svona eins og Vestmanneyjingarnir byrja að telja niður eftir að þjóðhátíðin er búin....einmitt

Spilaði á Jack n´Dan´s um helgina, fyrsta live gítargigg í sögu barsins, var helvíti gaman,,,svo reif Tucker mig á fætur til að fara hiking með honum á Laugardagsmorguninn,,fórum í fjallið þar sem ég og Þuríður sáum björninn í fyrra,, ég var hálf - nevous til að byrja með,,svo gleymdi ég þessu smátt og smátt, enda held ég að birnirnir séu sofandi núna,,,gæti samt verið að þeir séu að vakna vegna þess að veðrið er búið að vera svo gott undanfarið..Þuríður fór ekki með í þetta skiptið enda var hún í Seattle alla helgina að skoða listasöfn og heimsækja vinkonu sína.

Monday á morgun, og ég verð mættur á Starbucks fyrir 6.00 í fyrramálið til að vinna upp skóla-vinnuna sem ég ætlaði að nota helgina í, gerði ekki rassgat alla helgina nema hlusta á geisladiska, enda fékk ég 9 glænýja diska senda hérna heim á föstudaginn, ég er í einhverjum geisladiskaklúbbi, og borgaði $50 fyrir 13 geisladiska,,,ekki slæmur díll.,,Franz Ferdinand diskurinn, Duran Duran, og Snoop Dogg eru að koma sterkir inn eftir hlustanir helgarinnar,, Kanye West ekki sami snillingur og látið er af honum, viss vonbrigði með College Dropout..

Góða nótt
AIP
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?