Wednesday, May 24, 2006

 

PDX-SFO-KEF

Ljónið orðið klárt fyrir heimferðina, búinn að prumpa og allt það....nema að selja bílinn....

En það á eftir að reddast eins og allt annað.......

Annars ætla ég að óska bróður mínum til hamingju með að ná stúdentsprófunum hjá Versló...sem er nú ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að hann hefur ekki mætt í einn tíma, eitt skyndipróf eða neitt síðan síðasta vor 2005. Hann ákvað að vera utanskóla og ekki mæta í einn tíma 2005-06 (hann er ekki eins og ljónið sem fór eingöngu í menntaskóla til að leika sér í félagslífinu), útkoman var 1 hærri í meðaleinkunn en árið áður hjá honum.......!!! Hvað segir það um Íslenska mentakerfið? eða hann???

Sjáumst á klakanum, svöl að sjálfsögðu, ég á eftir að fljúga like a motherfucker á næstu sólarhringum og er búinn að undirbúa mig vel, Gnarls Barkley, Best of Chris Farley og Old School verða í tækinu á leiðinni heim.........og jafnvel að það verði einn kaldur á leiðinni heim, ég hef nú ekki verið þekktur fyrir annað en að vera ákaflega skemmtilegur farþegi hjá Icelandair og ætla ekki að fara að breyta út af vananum

Rauður

Tuesday, May 23, 2006

 

Heima ljón

Ljónið að gera sig ready að flytjast burt frá USA.

Nokkrir hlutir sem á eftir að ganga frá:
1. Selja Bílinn
2. Senda allt til Íslands
3. Reka við
4. Pissa á frelsisstyttuna
5. Fá mér Taco Bell (hell)
6. Drekka Síðasta BUD-LIGHT-in
7. Koma okkur uppá flugvöll
8. Finna Íslenska GSM símann
9. Pakka farangrinum niður

Þetta er svona það mikilvægasta sem á eftir að gera á næstu 48klst.

Ferðin í Seattle um helgina var kannski ekki sú gáfulegasta, spilaði 3 fótboltaleiki á 2 dögum og spilaði póker alla föstudagsnóttina, græddi smá pening....hefði betur eitt tímanum í að reyna selja bílinn....Það er ómögulegt að selja bílinn hérna vegna þess að hann er beinskiptur, markaðurinn samanstendur eingöngu af evrópubúum og over-educated ameríkunum sem kunna að keyra beinskiptann...

Peace out og ljónið verður komið á fimmtudaginn til Íslands, partý á föstudaginn, kosningar á laugardaginn og kannski ljónið tékki á stemningunni í bænum, sjá hvort maður eigi eitthvað í þetta lengur.

RED

Thursday, May 18, 2006

 

Ljónið í táfýlu

Ekki beint sá hressasti núna,,
Ég ætlaði að nota tækifærið og pakka á morgun vegna þess að ég er með frí í vinnunni og er að fara til Seattle á föstudaginn þannig að þetta var alveg kjörið...Ég ætlaði að henda út fullt af drasli og flytja hitt og þetta til Hjálpræðishersins til að gefa.....en hvað haldið þið...

Jú, gamla kellingin sem bjó á móti íbúðinni minni drapst fyrir þónokkru síðan og voða sorglegt og allt það, nema að kellingin var þvílíkur hluta safnari og íbúðin hennar er full af drasli, tölvum, bókum, skjölum, styttum og ég veit ekki hvað og hvað,,þetta er hálf creepy hvað hún á mikið af tilgangslausu drasli.....(Mitt mat, eyddu frekar peningunum þínum í að fara út að borða, fá þér einn - tvo kalda bjóra eða í bíó, því þetta drasl sem maður hleður inná sig í tíma og ótíma á bara eftir að valda lifendum vandamálum þegar maður er dauður)...................
Af hverju er þetta slæmt fyrir mig????? Jú, það er búið að ráða inn hóp manna til að hreinsa út íbúðina hennar núna næstu tvo daga og þeir hertaka freight lyftuna í húsinu, þar af leiðandi get ég ekki flutt út draslið mitt, og verð að bíða með það þangað til á Mánudaginn þegar ég loksins fæ að nota lyftuna.....alveg týpískt.

Svo er ég internetlaus og sjónvarpslaus núna...hálvitarnir í capall þjónustunni köttuðu á internetið þrátt fyrir að ég hafi sérstaklega beðið þá um að kötta bara á sjónvarpscapalinn.....stíga ekki í vitið þessir bjánar.

Allavega, þetta var pistill ljónsins í dag.
Ljónadrasl

Wednesday, May 17, 2006

 

Ljónið á heimleið

Ljónið á heimleið, eftir margra ára dvöl, (marga hringi, marga hringi, eins og maðurinn sagði við mig)....

Ég mun enda dvöl mína hérna í USA eins og ég byrjaði hana, stefnan er sett á Seattle með Nike fótboltaliðinu og mun ég spila þar 4 leiki á 3 dögum. Þannig að ég enda dvöl mína hérna meðþví að spila fótbolta og það fyndna er að herbergisfélaginn minn frá því fyrsta árið sem ég kom til USA, Trevor Yost, er sá sem mun hýsa mig í Seattle á meðan keppninni stendur.....skondið.

Að vísu er ég ekkert að vinna inn alltof marga punkta hjá kærustunni með að skella mér til Seattle í fótbolta mót síðustu helgina í USA, þegar ég á eftir að gera þónokkra hluti hér heima í Portland, einsog, selja bílinn, selja sófann/eða flytjann út, gera eitthvað við endalaust af drasli sem við erum búin að safna saman undanfarin ár.........en eins og ljónið hefur alltaf sagt....'fuck it, and take it or leave it'.....doesn´t matter.....

Ég var samt að þjálfa síðasta frjálsíþróttamótið (tók tímann, ha ha ha ha ha) síðustu helgi, þegar TRACK liðið mitt var í district keppninni og ég kom einni stelpu á verðlaunapallinn í 100metra spretthlaupi, hún varð önnur og qualified for state. Rock og ról...'++

Kveðja til allra ljóna, rauðra, hvítra, svartra og alla hinna,,,

RED

Tuesday, May 09, 2006

 

Ljónið í Spokane




Myndir frá Spokane helgin 5-7 Maí 2006, Þarna má meðal annars sjá gömlu stofuna hans KÁ og ´gamla íbúðin þar sem TB, MB og GM bjuggu, núna kominn þessi fíni Píta Pit, Arny´s kominn með samkeppni og síðast en ekki síst myndir frá Jackn´Dans



Ljónaferðasaga


Ljónið skellti sér í smá ferðalag um síðastliðna helgi...Byrjaði að keyra til Spokane í hádeginu á Föstudeginum (6klst keyrsla) og leist ekkert á umferðina, keyrði í staðinn uppá flugvöll og keypti mér flugmiða (1klst) og var þvílíkt ánægður með það, að vísu var miðinn ekkert rosalega hagstæður, en ef ég tek bensín kostnað, áhættu kostnað, matarkostnað, og síðast en ekki síst 12 klst einn með sjálfum mér kostnað (einn að keyra fram og til baka)...Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég var að græða yfir $300 sem er meira en flugmiðinn sjálfur kostaði..............!!!!!!!!!!!!!!!!!!......Já það er gott að vera master í business.

Í Spokane var lítið breytt frá því ég flutti þaðan fyrir ári síðan, eina breytingin er sú að fólkið sem býr þarna og er ekki í íþróttum eða Gonzaga er aðeins feitara og drekkur aðeins meira. Það má segja að þessi ferð hafi veriðsvona farwell kveðja mín til Spokane....Ég fór í nokkur housepartý þar sem ég var að sjálfsögðu fullastur og stjórnaði Beerkútnum þegar tók að líða á partýið.....Við fórum streaking í síðasta skipti og vorum nappaðir af Campus Security (þeir sögðu okkur bara að fara í fötin) og svo spilaði ég aðeins fótbolta á Laugardeginum með Gonzaga strákunum og þaðan lá leiðin í Around the World partý þar sem ég náði tveim síðustu húsunum og þekkti nákvæmlega 8 af 500manns með nafni, allir aðrir voru fólk sem ég kannaðist við eða hafði nákvæmlega enga hugmynd um hverjir væru.

Sunnudagurinn var ansi harður, ég þurfti að rífa mig upp klukkan 7.00 til að fylgjast með Tucker vini mínum hlaupa í Bloomsday hlaupinu (50.000 manns tóku þátt í ár) og svo í morgunmat hjá Einari þjálfara Gonzaga.........


Kveðja

RED


Thursday, May 04, 2006

 

Partý reglur ljónsins

Ég ætla að byrja á því að tala um boltamál í dag...

Brian Ching, fyrrum leikmaður Gonzaga og núverandi MLS leikmaður var valinn í Bandaríska landsliðið sem fer á HM í sumar. Ching er striker og helvíti góður skorari, ef hann fær einhverjar mínútur þá á hann vafalaust eftir að skora....Það merkilega við Ching er að hann er frá Hawaii og ólst upp á North Shore, þar sem 15-20 metra öldur eru á hverjum degi. Ég fór og heimsótti hann til Hawaii jólin 2001 og hann fór með mig í sjóinn og var að kenna mér að 'SURF' (Brimbrettast) og ég hélt að ég gæti lært þetta á no time, en viti menn það tekur meira en tvær vikur að læra þetta...ég reyndi og reyndi og reyndi og reyndi....en það eina sem mér tókst var að sólbrenna og gleypa ógeðslega mikið af sjó, plús það að ég kúkaði alltaf í mig af hræðslu af ótta við JAWS þegar ég var búinn að vera visst lengi í sjónum.....Semsagt, ég er ekki að verða Pro-surfari á næstunni, en ég kann samt að standa upp í flæðarmálinu á brettinu.....

Annað mál, lýtur sterklega út fyrir að ljónið verði heima á Íslandi í sumar. Framhaldið er óljóst.

Þannig að þið getið farið að undirbúa öll partýin með ljónið í huga;
Hlutir til að hafa í huga:::)
1. alltaf hafa Tuborg í ísskápnum,
2. vita það að enginn spilar á gítarinn nema ljónið þegar ljónið er í partýinu,
3. alltaf panta Hawaii Pizzu þegar það er pöntuð pizza
4. gera ráð fyrir því að ljónið muni verja stríðið í Írak sama hvað
5. helst ekki klæðast íþróttafötum ef það er ekki NIKE
6. ekki vera leiðinlegi characterinn sem fílar tónlist sem enginn hefur heyrt
7. ef þú ert stjörnufræðingur eða eitthvað slíkt, ekki mæta
8. ef þú átt kærustu frá Haiti, ekki mæta
9. ef þú ert lögga, ekki tala við ljónið
10. ef þú ert aðdáandi annars landsliðs and USA á HM, ekki mæta

Peace,
Track mót í kvöld, ætlum að taka gullið í 4x100m Boys, ég búinn að setja alla krakkana á stera.

RED

Monday, May 01, 2006

 

TRACK TEAM


Hér er kallinn ásamt frjálsíþróttamönnunum mínum (eingöngu hlaupararnir) fyrir fyrsta frjálsíþróttamót vorsins (í byrjun Apríl)...Þetta var mitt fyrsta mót í frjálsum, bæði sem áhorfandi, keppandi og síðast en ekki síst AÐAL ÞJÁLFARI....(ekki er öll vitleysan eins sjáðu til).

ÞETTA ER VERÐLAUST,
RED
 

1 maí

Props up fyrir Kobe Bryant, ógeðslega góður í körfubolta og sigurkarfan í dag á móti Phoenix var ótrúleg....Ef ég væri Lakers maður þá væri ég sáttur....Phil Jackson kann þetta betur en flestir, nú þurfa þeir bara að losa sig við Kwame Brown og láta Turiaf spila og þá er ég orðinn Lakers maður...Adam Morrison til Lakers....

Annars eru þær fréttir helstar hér að einn góður vinur minn, J-Mac, sem býr hér í Portland vann sér ferð til Þýskalands á HM í sumar....málið er það að hann vinnur fyrir Adidas, Adidas fyrirtækið hélt fótboltamót undanfarnar tvær helgar hérna í Portland fyrir starfsmenn Adidas um öll bandaríkin, 5 á móti 5 (og hvert lið varð að innihalda 1 kvennmann að minnsta kosti). TIl að gera langa sögu stutta þá unnu þeir mótið og sigurlaunin er 2 vikna ferð á fullum launum (og ekki tekið inn sem sumarfrí) til Þýskalands í sumar með öllu uppihaldi og flugi og miða á fjóra leiki á HM.....Ekki leiðinlegt fyrir hann og hina fjóra vinnufélaga hans.......Hann var líka á eyrunum alla helgina að halda uppá þetta......

Afmælishelgin var ágæt og nóg um að vera.
Að vísu er ég á hálf-vonsvikin vegna þess að Rooney meiddist, núna er Joe Cole eini maðurinn sem getur reddað þessu fyrir England....enn eitt vonbrigða HM fyrir England í vændum????
Skiptir mig annars ekki miklu máli, ég held með Argentínu í sumar og einnig frændum okkar frá Svíþjóð....Larson klikkar ekki.

Kveðja
Red

This page is powered by Blogger. Isn't yours?