Sunday, July 31, 2005

 

Weird Weekend

Þetta er búin að vera frekar skrítin verslunarmannahelgi, maður úti í 40 stiga hita, spila golf, drekka bjór, með gítarinn, grill, margir vinir,,,,....og .........samt vantar eitthvað,

það vantar:

Kuldann, tjaldið, varðeldinn, vitleysingana, ein-nota grillið, enga stóla, búið að stela nestinu úr skjalatöskunni, beygla bílinn, GSM sambandsleysi, dósaupptakara, volgann Tuborg, ullarpeysu, Reyktan Lunda, vanstilltan gítar, bensínlausan bíl í Vík í Mýrdal klukkan 4 um nóttina á mánudagsmorgni, Leigubíl fyrir 6000kr, Þorskurinn, Kiddi að fara niður í Dal, Pizzur 2svar á daga fjóra daga í röð, Eyjar fimmtudagur - fimmtudags og Herjólfur í Land, Bítlatjaldið, Fitness keppni á flúðum, Flúðarsveppurinn, Svenni perri að nudda með rykhreinsi, Sykursýki og Nýdönsk, Palli dauður og nývaknaður eldhress enn og aftur, Laubba-show, Stytturnar, Tekinn af löggunni til Selfoss, Mundaborgarar, Brúnkukeppni, Nakinn-hlaup, Sundlaugarferðir, Kúrekadansar, Gítarinn týndur, 'þarf maður að setja helvítis himininn á þetta tjald svo að það rigni ekki inn?', 'heyrðu, blessaður áttu nokkuð bensín?, Landi í Galtalæk, Tanja og bíómyndatriðið hans Búa, 'Strákar getið þið ekki reddað ykkur í bæinn?' Gleymdi helvítis svefnpokanum enn og aftur::::::::))
.................................................................................................................................................................
Ég gæti haldið endalaust áfram að hugsa um fyndin móment frá undanförnum verslunarmannahelgum, enginn helgi er eins og allar hafa þær yfirleitt toppað hverja aðra...ég býð spenntur eftir sögum frá vinunum eftir þessa helgi, enda eins uppáhalds helgi ársins hjá mér.

Þessi helgi er búin að vera öðruvísi, rólegri og vitleysu-minni...kannski er það ágætt fyrir mig, en samt góð.....kvarta ekki,,,,þó ég sakni íslands þessa helgi.

Peace frá USA
Red

Thursday, July 28, 2005

 

Happy Shopping people weekend

Þá er það ljóst ég missi af þessari verslunarmannahelgi og er ég á smá bömmer yfir því....enda frétti ég að föruneytið sé komið saman og yfir 40 manns ætli að skella sér á klaustrið þessa helgi...skrítið að núna séu allt í einu 40 manns í hópnum, í fyrra vorum við fjórir (Síðasti skátinn leiddi okkur) sem lögðum af stað en á sunnudeginum vorum við orðin yfir 20 manns í garðinum hjá Mr. ICE.

Ég treysti föruneytinu til að halda uppi heiðrinum, Mundi er víst rosalega glaður vegna þess að núna getur hann spilað einn á gítarinn og er ég að heyra útundan mér að hann sé búinn að safna saman öllum gítarbókunum mínum sem hann reif og brenndi um árið, og ætli að nota þær þessa helgi.

Ég mun vera hérna í USA að reyna fá fólkið í gítarstemningu, og lofa því að ég mun spila Fjöllin Hafa Vakað, Fram á Nótt, og fleiri útileigu lög hérna þessa helgi......

Annars verð ég með kveikt á Talstöðinni og verð í stöðugu símasambandi.

Peace
Red

Tuesday, July 26, 2005

 

Tour de Beer

Úff, þá er Tour de France loks á enda og sömuleiðis Tour de beer, en ég er einmitt búinn að vera keppandi í Tour De Beer undanfarnar fjórar vikur, og held ég að álagið á mér hafi ekki verið minna en á Lance Amstrong, hann ætti að reyna leggja á sig að drekka bjór á hverju kvöldi í fjórar vikur.

Allavega, mótið var þannig sett upp, við vinirnir, sem samanstóð af 15 mismunandi einstaklingum, lögfræðingum, businessfólki, kennurum, nemendum og vitleysingum, hittumst á stað sem heitir 'THE ROCKET BAKERY' þar sem yfir 180 tegundir af bjór eru í boði, og byrjuðum að fá okkur bjór daginn sem Tour de France byrjaði, þessi staður er hentugur vegna þess að allur bjór er á búðarverði (flestir á um $1 - $1.50) og staðurinn er með verönd sem hægt er að sitja úti og með live relaxing tónlist nokkra daga í viku.

Keppnin snérist um það að ná sem flestum og fjölbreyttustu bjórum oní sig á þessum fjórum vikum, 2 stig fyrir hvern bjór drukkinn og auka 2 stig ef það var ný tegund af bjór fyrir þig....Maður mátti koma þangað hvenær sem er og drekka bjór og urðu að vera tveir eða fleiri keppendur viðstaddir svo að bjórinn yrði talinn með...yfirleitt var samt bara hisst þarna um átta leytið á kvöldið og drukkið og spjallað til 23.00, þegar staðurinn lokaði.

Úrslitin urðu þau að Dan (250 punda high school teacher og fyrrum rugby spilari fyrir Gonzaga) vann mótið með yfirburðum, kærastan hans Beth Ann (var í öðru sæti um 40 stigum á eftir Dan), Tucker var þriðji......ég endaði 8 í stigum en athyglisvert er að taka það fram að ég var annar í bjórum talið, vandamálið með mig er að ég nennti ekki að prófa nýja bjóra, heldur hélt mig eingöngu við Guinness (írskur), Kirin (japanskur), og Sapporo (japanskur), þannig að ég fékk alltaf bara tvö stig fyrir hvern drukkinn bjór.......Og að meðaltali þá drakk ég þrjá komma 3 bjóra á kvöldi í fjórar vikur,,eða samtals 92 bjóra, Good times...

Ég er mjög feginn að Tour de Beer er lokið, búið að reyna mikið á líkama og sál (líklega mest á lifrina samt), þó að ég hafi ekki unnið að þessu sinni, þá var bara gaman að vera með (that´s what loosers say), og vonandi kem ég bara sterkari inn að ári liðnu.

Annars var laugardagurinn líka merkilegur þar sem ég var vakinn klukkan 6.30 um morguninn og hent inn í bíl hjá Luke Miller vini mínum, ég var búinn að lofa að spila með þeim í fótboltamóti og var búinn að steingleyma því, fyrsti leikurinn var klukkan 8.00 um morguninn og var spilað í 11 manna liðum í tvisvar 35 mín, við unnum fyrsta leikinn og komumst þar með í annan leik klukkan 11.00, unnum þann leik og komust þar af leiðandi í undanúrslit klukkan 1.30 og unnum þann leik og komumst í úrslitaleikinn klukkan 4.00 þar sem við töpuðum 3-2 á einhverju skíta víti á síðustu mínútu leiksins....Ég endaði sem markahæsti maður mótsins, skoraði samtals sex mörk og öll mörkin fyrir liðið mitt í undanúrslitunum (unnum 4-1) og líka í úrslitaleiknum..Ég skoraði ekkert í fyrstu tveim leikjunum, leikurinn klukkan 8.00 um morguninn var sá lélegasti sem ég hef spilað í nokkur ár, enda aðeins 6 klst síðan ég hafði stimplað mig útaf barnum kvöldið áður. Svo smátt og smátt komst ég í gang........en þegar ég kom heim um sexleytið um kvöldið voru Þuriður og nokkrar vinkonur hennar heima að grilla og chilla, ég settist hjá þeim úti í garði og áður en ég vissi af var ég steinsofnaður á grasinu og svaf í fjóra klukkutíma úti í garði........

Svo fór ég líka að hugsa um þetta rökrétt, ég held að ég hafi ekki spilað 4 knattspyrnuleiki á sama deginum á ævi minni áður, hvað þá þegar það er 40 stiga hiti og sól, plús það að vera semi-þunnur þegar ég byrjaði að spila,,þannig að það var kannski ekkert skrítið að maður hafi verið dálítið þreyttur þetta kvöld...........þetta var samt helvíti gaman þrátt fyrir að lenda í öðru sæti, og svo hitti ég liðið seinna um kvöldið í smá partýi þar sem drekkt var sorgum sínum

peace
Red

Thursday, July 21, 2005

 

Á ekki að hleypa inn

Fór í bíó á myndina ´THE WEDDING CRASHERS' og er hún vafalaust sú fyndnasta sem ég hef séð lengi...Vince Vaughn er nátturulega ógeðslega góður eins og áður og Owen Wilson er líka helvíti fyndinn í þessari mynd....Þessi mynd er svona í anda Old School (ekki jafn fyndin að vísu) en svipaður snilldarhúmor..

Mæli með því að þegar er verið að horfa á hana á Íslandi að lesa ekki textann, vegna þess að íslenski textinn eyðileggur stóran hluta myndarinnar að mínu mati, alveg eins og Anchorman er ekkert fyndin með íslenskum texta en algjör snilld með enskum texta....

Þetta er eins og ef það væri reynt að þýða Nýtt Líf á ensku: 'Blessaður Lundi' (Hi, Puffin), Sigurður Mæjones (Ziggi Mayo), 'Heyrðu áttu nokkuð eld, nei en ég er með bursta' (do you have a light, no but I have a hairbrush), 'Málið er bara það að ég er svo viðkvæmur að ég bara þoli ekki svona horror myndir' (The problem is that I´m so vulnerable that I can´t handle those horror flicks).....
Mér finnst þetta dálítið fyndið en ég er viss um að þetta myndi ekki ganga í bandaríska áhorfendur...

Wedding Crashers fær þrjá og hálfan Árna, þannig að ég mæli sterklega með henni.

Peace out
Red

Wednesday, July 20, 2005

 

Hvað er að gerast

Skellti mér í golf í gær ásamt Tucker og Mexícana meðleigjandanum hans, Javier, og vandamálið er það að ég er alltaf að fara á verri og verri skori í gegnum 18 holur, að vísu er ég að komast mun fyrr upp á Greenið en er eins og þroskahefur api þegar kemur að því að pútta....Ekki að fíla þetta...endaði lægstur og lang-pirraðastur.

Lítið annars í gangi, life goes on.

Verslunarmannahelgin að koma og ég ætla rétt að vona að fólk sé að fara í útileigu enda uppáhalds hátíðisdagur minn á árinu undanfarin 10ár, eða alveg síðan ég fór á UXA 95......shit ég gæti skrifað bók um allar vitleysu ferðirnar sem við höfum farið síðan þá, Eyjar (nokkrum sinnum) Kántrý (tvisvar sinnum), Flúðir (tvisvar sinnum), Akureyri, ein í RVK á innipúkanum (án efa sú allra leiðinlegasta) svo var ég í Danmörku eitthvað árið.....Margar sögur úr þessum ferðum og margar misalvarlegar.....'S.Losa kúkaði í bílinn minn eitt árið'......þori ekki að halda áfram með þetta..

Kveðja
Red

Tuesday, July 19, 2005

 

Hiti, sviti, og hálfviti

Já wazzup,

Er í undirbúnings verkefni núna vegna vinnunnar, kynna mér allt Youth Soccer systemið i USA og reyna muna eins mikið og ég get....ólé..

Annars er svo hrikalega heitt hérna að það bara er ekki fyndið, jú það er ógeðslega gaman að vera í 40stiga hita þegar maður liggur á ströndinni eða er að leika sér í vatni eða fótbolta....en þegar maður þarf að sitja inni og svitna þá er það ekkert rosalega hressandi....plús það að bíllinn minn er ekki með AC og hitinn líklegast yfir 50 gráður inní honum...

Annars er allt þokkalegt, og dýrið gengur laust,
Er kominn í fótboltalið sem ég mun spila með í vetur, Nike FC Swoosh team, seasonið er víst frá lok ágúst fram til Mars og frí yfir jólin. Það verður örugglega fínt.

Kveðja
Red

Monday, July 18, 2005

 

What a weekend

Þessi helgi er búin að vera ansi merkileg, okay ég sagði að ég setti markmiðið á þrjá bjóra á kvöldi,,,,,,,well, það mistókst að sjálfsögðu.

Við félagarnir hérna ákvaðum að skella okkur í boat cruise á vatninu hérna sem er risastórt. Við lögðum af stað um hádegið í um 35 stiga hita og þvílíkri sól, og vorum sex strákar með þrjá kælikúta og 5 kassa af bjór og út á vatnið......einn vinur okkar á spíttbát, þannig að þetta var allt coverað......svo vorum við með svona gúmmí bát bundinn aftan í bátinn og við skiptumst á að fljóta á því ...það var með því fyndnara sem ég hef séð lengi og hendurnar á mér eru fokking farnar úr lið 0g orðnar frekar aumar eftir að hafa haldið mér á í um klukkutíma samtals þarna aftan á...........það sem verra er er að ég gleymdi að setja á mig sólarvörn og er fokking ógeðslega brenndur á bakinu.....maður stígur ekkert í vitið you know.....

Svo á heimleiðinni ákvaðum við að stoppa á The Hooters http://www.hooters.com/ og fengum okkur að borða og drekka áfram, enda búnir að drekka þá i um 12 tíma þegar við loksins komum þangað, orðnir frekar ofþornaðir.....það merkilega við þennan hooters stað er sá að hann er sá fyrsti í Spokane og sá fyrsti sem er með Casiono inside, sem þýðir að staðurinn er opinn til sex um morguninn alla daga vikunnar.......gott stuff....enduðum svo kvöldið á stjörnustaðnum 'THe star' þar sem við sungum í Karokee og vorum í léttu rugli allt kvöldið....þetta var semsagt eins og allir sunnudagar eiga að vera, byrjað að djamma í hádeginu og endað klukkan þrjú um morguninn.....ólé... Peace Red

Friday, July 15, 2005

 

Að viðurkenna syndir sínar

Frank vinur minn var að koma úr ferðalagi um mið-bandaríkin þar sem hann var að veiða lax og eitthvað fleira........Frank sem er frekar rólegur strákur er af rammkaþólskum ættum, þannig að frá því hann var lítill þá fer hann reglulega og viðurkennir syndir sínar fyrir presti í kaþólskum kirkjum, til að fá synda-aflausn......allavega, á þessu ferðalagi þá lentu þeir í einhverjum smábæ í Idaho og Frank ákvað að skella sér í kirkjuna og tala við prestinn og svona....Hann settist inní svona klefa hinum megin við prestinn og byrjaði að þylja upp einhverjar syndir, 'drink too much, eat too much, cheat on work, swear too much og eitthvað fleira' og svo þegar hann taldi sig vera búinn þá sagði presturinn við hann, 'so you don´t have any more sins', Frank svaraði, 'no I think this is it', þá sagði kaþólski presturinn við hann, 'what about masterbation, have you not masturbated lately', Frank brá nátturlega dálítið og svaraði, 'yeah, I have been masturbating a little bit', þá sagði presturinn, 'so you don´t want að forgiveness for that', Frank svaraði, 'yeah I guess so'.....þá sagði presturinn 'okay you´re forgiven but try to stay away from it'.....Frank sagði bara 'thank you' og fór svo í bílinn sinn og byrjaði að hugsa dálítið um þetta og hversu ógeðslega klikkað þetta var...................................Fokking presturinn var bara eitthvað hálfklikkaður sjálfur....

Allavega fannst mér þetta dálítið merkileg saga, þar sem hún er 100% sönn og lætur mig hugsa dálítið um þessa synda-aflausn innan kaþólsku trúarinnar,,,,maður getur bara gert hvað sem er, dottið inní einhvern klefa í kirkju, talað við einhvern perra prest og allt verður í fína......já ef lífið væri þannig.

Friday á morgun og grillveisla eins og alla aðra daga vikunnar hérna....ég er samt búinn að setja takmarkið mitt á þrjá bjóra á kvöldi og er það að koma sterkt inn, aldrei slappur á morgnana, og engin vitleysa. Kominn með nóg í bili.

Friður
Red

Thursday, July 14, 2005

 

Nýtt líf

Ég var að reyna laga bloggið mitt og klúðraði því öllu og endaði með þetta svona. Ég þakka hagnaðinum sérstaklega fyrir þetta, hann breytti síðunni sinni eitthvað og þá datt mér í hug að laga mína og endaði svona, appelsínugulur og flottur.....

Nú er semsagt ekkert annað en nýtt líf í vændum.....'Nýr dagur ný tækifæri, koma svo á FÆTUR STRÁKAR'...

Valur er líka að svífa á þöndum vængjum í boltanum, og ánægðastur er ég með að Matti skorar og skorar...Go Valur. KR er aftur á móti að skíta vel í brækurnar og finnst mér það dálítið leiðinlegt þar sem Maggi Gylfa er góður vinur minn og mikill snillingur,,,en svona er þetta, það eru ekki alltaf Jólin í boltanum....Svo er Atli víst mættur aftur, Skora, skora, skora,,,,vonum að hann fái ekki sólsting í sumar.

Peace
Red

Tuesday, July 12, 2005

 

Allt í fokki allsstaðar

Djöfull styttist í verslunarmannahelgina, ég var nú eitthvað búinn að gæla við þá hugmynd að detta heim suprise um verslunarmannahelgina, ferskur með Duran Duran gítarprogrammið frá því í vetur....Flugið frá San Fran til Kef er samt ógeðslega leiðinlegt, og Icelandair er með þrengstu sæti í heimi,,,þannig að ég veit ekki hvort maður leggi þetta á sig......annars freistar það mikið, enda Föruneytið (Síðasti Skátinn, Rauða Perlan, Snickersið, og fleiri góðkunningjar lögreglunnar) komnir með nýjar talstöðvar og svona fyrir þetta árið...

Einn góður vinur minn hérna úti var tekinn drukkinn að keyra fyrr í vetur og nýlega var verið að dæma í málinu hans, hann missti prófið í nokkra mánuði, þurfti að borga góðan pening í sekt og svo það besta, 'hann þarf að sitja í fangelsi í 24 klst'.....við félagarnir fórum í dag og létum búa til boli sem eru með áletruninni 'FREE JIMMY' og 'JUSTICE FOR ALL' og 'LET THE BASTARD FRY',,svo ætlum við að vera í þeim fyrir utan fangelsið þegar honum verður sleppt út......mér finnst þetta dálítið fyndið, þó maður eigi að sjálfsögðu ekki að keyra fullur (enda mun ég ekki gera það oftar)

Fór á War of the Worlds í kvöld, okay mynd, 2 og hálfur Árni. (litla stelpan, sem mér finnst vanalega mjög góð leik-stelpa var leiðinleg í myndinni að mér fannst, mér fannst Tom Cruise ágætur og sonur hans hundleiðinlegur, annars er lítið hægt að segja um þessa mynd....Ég var ekkert rosalega hræddur enda finnst mér ekkert alltof líklegt að þetta geti gerst, og ef það gerist þá mun ég örugglega ekki trúa því)

Þessi mánudagur var líka merkilegur fyrir þær sakir að það hvellsprakk á hjólinu mínu og ég heppinn að drepast ekki, ég var að hjóla niður brekku í bænum þegar alltíeinu sprakk og ég flaug næstum á hausinn, og ekki með hjálm, þrátt fyrir að í dag hafi verið sett lög hérna að maður megi ekki hjóla án hjálms og ef löggan stoppar mig þá er það $150 í sekt....þarf að fara finna mér hjálm, kannski ég taki hann bara af Skaganum!!

Peace out
Red

Monday, July 11, 2005

 

�a� merkilega vi� �essa mynd er a� b��myndin Goonies (vona a� �etta s� r�tt skrifa�) var tekin upp �arna � Oregon coast og sj�r�ningja skipi� hans Villa sj�r�ningja var �arna � klettunum. �g synti � sj�num og f�kk g�mlu g��u h�karla hr��sluna beint � ��. Sumir eru flughr�ddir, a�rir b�lhr�ddir, �g er h�karlahr�ddur.
Posted by Picasa
 

Helgar-update

Helgin búin og rokkið lifir.

Fór á föstudaginn á skemmtistað sem heitir því skemmtilega nafni ´TRIX SHOT DIXIES' og er merkilegur fyrir þær sakir að hann er svona Kayoty Ugly (örugglega vitlaust skrifað) staður Spokane,...barstelpurnar hoppa uppá borð til að dansa með reglulegu millibili og allt verður vitlaust..en það besta við staðinn er að þar er svona ´Gervi ótemjunaut' sem fólk getur reynt að sitja á, og ótrúlegt hversu margir leggja í ótemjuna eftir því sem bjórunum fjölgar. Svo er einhver perra svertingji sem stjórnar nautinu, og ég fygldist með þessu eina kvöldstund, og ekkert kom á óvart...reglan er þessi: Ljótar stelpur fá að ríða nautinu í um 10-20 sekúndur, strákar með Cowboy hatt fá að ríða nautinu í um mínútu, en aftur á móti fá fallegar stelpur að ríða nautinu í um 10 - 15 mínútur og þá er búið að hrista þær allar fram og aftur, brjóstin búin að skjótast uppúr og gallabuxurnar komnar langt niður á lappir og allir eru ánægðir....frekar fyndið.

Annars var það merkilegasta sem ég komst að um helgina var það að ég komst í Cigar (vindla) blað sem birti private viðtal við Michael Jordan frá því í Júní síðastliðnum.
Í viðtalinu sagði Jordan að það hefðu verið mistök að spila með Wizards, hann langar að kaupa Chicago Bulls, hann hefur aðeins farið á einn leik með North Carolina síðan 1984, honum finnst að enginn eigi að fara inní NBA fyrir tvítugt og hann er að fara opna veitingastaði í Las Vegas sem munu framreiða greatest highest quality steaks, hann samþykkir allar vörur í Jordan línu Nike áður en þær koma á markaðinn og einn valdi topp fjóra menn til að spila með sér í MJ´s Ultimate team og það samanstóð af. 1. Haakeem O., 2. Larry Bird., 3. Scotty Pippen.,., og síðast en ekki síst 4. Magic Johnson....annað sem mér fannst hrikalega merkilegt í þessu viðtali var að Jordan er búinn að reykja vindla daglega síðan 1991, og alltaf á leiðinni að Chicago Bulls stadium fyrir alla heimaleikina sína, þá reykti Jordan minnst einn vindil, plús það að hans ein besta nautn fyrir utan vindlana er að drekka gott vín, hann fer ekkert í eitthvert vínsmökkurnar kjaftaæði heldur drekkur bara gott vín straight down, reykir vindla og elskar að gambing, plús það að hann er húkkt á golfi og Tiger Woods er góður vinur hans, þeir tala oft saman um hvernig það sé að höndla frægðina og eftirvæntingar fólksins...........Ég ætti að hringja í þá, við værum flottir saman, ég, Tiger og Jordan,, ég gæti sýnt Tiger tattooið mitt á kálfanum og Jordan þyrfti ekki annað en sjá mig troða einu sinni og við yrðum bestu vinir...I just know it.....plús það að við erum allir svartir, skiptir miklu máli.

Mánudagur framundan og hitinn á víst að vera yfir 90 á Farenheit alla vikuna, ef ég fer ekki að nota sólarvörn þá drepst ég líklegast

Eigið góðan mánudag og guð geymi ykkur
Red

Friday, July 08, 2005

 

Shit, ludarhrollur

Tegar eg helt ad tad vaeri ekki haegt ad toppa allt ludalegt, en viti menn tad er haegt..

Nuna er svokalladar CHEERLEADING CAMPS herna fyrir utan gluggan minn, tar sem 15-17ara efnilegustu og oefnilegustu cheerleading stelpur og STRAKAR koma saman og aefa dansa og adra hvatninga tilburdi, til tess eins ad geta hvatt high school eda haskola lidid sitt af hlidarlinunni.
Tad sem gerir tetta verst eru Cheerleading strakarnir sem eru ad leidbeina, teir eru allir med svipud charactereinkenni:
Teir eru 20-26 ara, Half svartir, half feitir, skraeka rodd, klaedast vidum alltof storum fotum og eru liklegast allir "FLAMING GAY".....teir eru tarna hoppandi og dansandi a midju tuninu og oskra med skraeku roddinnni sinni.."GO You EAGLES, NOTHING CAN STOP YOU, BECAUSE YOU'RE THE EAGLE..go go"......

...eg sver tad eg stend herna med kaffid stjarfur af ludahrolli, tu veist, er bara ekkert "SELF RESPECT" i gangi, finnst monnum tetta bara allt 'i lagi...shit...

Annars er eg ad fara i golf nuna annan daginn i rod, finnst tetta adeins skemmtilegra en i fyrradag, er farinn ad hitta beint og langt ur upphafshogginu i svona 4/5, eda 80% tilvika,,er ekki sterkur i helvitis puttinu, tar sem eg helt eg vaeri sterkastur....Eg er enginn Tiger ennta.

Peace
Red

Wednesday, July 06, 2005

 

Wazzup

Litid ad fretta hedan nema ad tad er fokking ogedslega heitt,,,mer lydur dalitid eins og svertingjunum i MO BETTER BLUES, (ef einhver man eftir teirri mynd) er rolega ad pakka nidur drasli i kasssa og henda fotum sem vid viljum ekki eiga, eda aetlum ad gefa einhvert...

Fekk mer white stripes diskinn um daginn og finnst hann ekki neitt serstakur, atti von a meiru...aftur a moti finnst mer nyji OASIS diskurinn vera nokkud godur, tratt fyrir ad vera ekkert timamotaverk...

Er ad paela i ad skella mer a Paul McCartney tonleika i november, madur verdur nu ad sja einn bitil spila live, adur en teir og madur sjalfur drepst.

Peace
Red

Tuesday, July 05, 2005

 

H�r er hvernig �g lag�i b�lnum, einhvernveginn var �etta rangasta �ttin me� b�linn
Posted by Picasa
 

4 júlí búinn

Hitti hinn helming Panderson (ROB ANDERSON) í kvöld og hann sagði mér eina fyndnustu sögu sem ég hef heyrt lengi....sannar a-ð Panderson eru alvöru band....eins og ég sannaði líka í sumar, fokking A,.....þetta er bara rokk n´roll......

Annars er ég í góðum gír,

Kveðja
Red

Monday, July 04, 2005

 

4th of JULY

Kominn aftur heim frá Portland, hef sjaldan verið jafn þreyttur....fór a fjölda funda með NIKE, starfsmönnum, horfði á bandaríska landsliðið æfa tvisvar sinnum (má ekki brjóta á Freddie Adu á æfingum, frekar sniðugt, þeir eru bara að æfa hann markvist)...Spilaði fótbolta með Nike starfsmönnunum, lenti í því að vera í liðinu sem var úr að ofan og sól-brann ógeðslega á öxlunum, er búinn að vera drepast í þrjá daga núna....

Við villtumst milljón sinnum á leiðinni til og frá Portland, keyrðum samtals 1,600 mílur á 5 dögum (fínt verkefni fyrir Palla að reikna hvað það eru margir km. x 1.6)...Fyndnast var þegar ég tók vitlausa beygju og endaði inní Mexícana bænum PASCO, bensínstöðin hét DEL GASOLINO, kaffistaðurinn far Taco del Coffino, og allir íbúar bæjarinns voru litlir feitir mexícanar með mottu (yfirvaraskegg)...Þuríður var ekki ánægð með mig í það skiptið, en ég skrifa þessi mistök á hana því hún var í aðstoðarbílstjórastæðinu......Tók svo um 2klst að komast aftur á réttan kjöl í keyrslunni....

Í Portland gistum við að sjálfsögðu á RED LION hótelinu (enda get ég ekki annað), rándýrt helvíti, og svo voru fastir liðir eins og venjulega, KEYRT 'A BÍLALEIGUBÍLINN MINN (ég keypti allar tryggingar í þetta skiptið og vona að það coveri mig í þetta skiptið)...

Fundum íbúð í downtown Portland, að vísu helmingi dýrari en við settum upp með, en með Tennisvelli, fitness herbergi og sólbaðspalli og öryggisverði og útsýni yfir borgina...lýst mjög vel á þetta....erum bara að bíða núna eftir að fá grænt á að fá hana, er verið að tékka á credit-inu okkar og criminal records....(ég er ekkert alltof öruggur með að sleppa í gegn)...

Svo í gær ákváðum við að keyra að ströndinni á Vesturströnd bandaríkjanna, pældum ekki í því að það er fjórði Júlí á mánudaginn og mesta ferðahelgi í sögu bandaríkjanna var um þessa helgi, þannig að öll (öll) hótelin á ströndinni voru uppfull......þannig að við enduðum með að kynnast einhverju fólki á ströndinn, yfir bon-fire og drukkum vín með því...fólkið var nokkuð hresst, annað parið frá New Zeland, og hitt frá Ástralíu, þannig að það var dálítil eyjastemning þarna....við neyddumst svo til að sofa í bílnum og við fengum það á hreint að ég er lélegasti áttaviti í heimi, ég ætlaði að leggja bílnum þvílíkt sniðugt þannig að sólin myndi ekki vekja okkur fyrir sex um morguninn,,,reyndi að felann undir einhverju tré,, svo vaknaði ég auðvitað og Þuriður klukkan 5.30 með sólina beint í andlitinu og allt annað í skugga...(Pósta myndir af þessu á morgun)..frekar skondið....

Í dag tókum við marathon keyrslu til Spokane, ætluðum til Seattle að heimsækja vini okkar en vorum bara ekki með orku í það....keyrðum frekar frá 9 - 18 og komumst heim í sturtu og rúm....

Stefnan er núna að drífa sig niður til Portland eins fljótt og íbúðarmálin verða klár......Er mjög sáttur við hverfið, mikið ungt fólk, flottir veitingastaðir, kaffihús, verslanir og fleira.....kemur í ljós...

Peace Red

This page is powered by Blogger. Isn't yours?