Monday, October 31, 2005

 

Mánudagspósturinn

Ljónið bítur sjaldan en fast...haltu Þér því hér kemur Hemmi Gunn..

Helgin var merkileg fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta skipti sem við höldum eftirpartý hjá okkur hér í Portland...og það stóð til 7.00 sem er mjög langt á Amerískan mælikvarða..Brennivín og íslenskt vodka á boðstólunum ásamt gítarnum, tennisspöðum og fleiri vitleysu..

Einn gesturinn í Partýinu er gamall Gonzaga leikmaður. J-Mac (Jeff McAllister) og hann á öll markaskorarmet hjá Gonzaga enn í dag, hann er að spila með mér í Nike liðinu (vinnur samt hjá fótboltadeildinni hjá Adidas) og þvílíkt góður fótboltamaður enn í dag, með þeim betri sem ég hef spilað með. Og eins og með svo marga góða fótbolta menn þá er hann líka mjög góður partý maður.......Hann var þvílíkt ánægður með Íslenska Brennivínið og þegar ég sofnaði um 6.00 leytið þá sat hann inní stofu með einhvern nornahatt (Halloween kvöld), með Brennivín blandað í klaka og rífandi kjaft yfir því að vinur hans væri að reyna við stelpuna sem hann ætlaði að ná í um kvöldið.......Allavega, var smá íslendinga thema yfir þessu, eða kannski gerir Brennivínið bara gæfumuninn.....
Þess má geta að ég var double xx á einum næturklúbbnum, en það þýðir að ég var cuttaður af, 'no more beer for you', ég lét það samt ekki stoppa mig frekar en fyrri daginn og fór bara á annan klúbb, enda aldrei verið þekktur fyrir að gefast upp. (AA fundur?, orðinn hálfþrítugur og enn snarruglaður)....Annars er það bara þannig hérna í USA, að maður má varla finna á sér án þess að lenda í veseni með barþjónana (þeir eru ábyrgir fyrir mér ef eitthvað kemur fyrir mig inná staðnum og þeir hafa afgreitt áfengi til mín, fáránlegt), ef sömu reglurnar væru á íslandi þá væri líklegast enginn inná neinum stað eftir 2.00 hverja einustu helgi....Ef lögreglan hérna kæmi inná stað sem svipuð stemning væri og á Hverfis (eða whatever) þá myndu þeir handjárna alla, staðnum væri lokað og allir færu í mál við hvorn annan....Já Ameríka er skrítin og þetta er samt ekki algilt.

Gleymdi aftur glugganum opnum á bílnum mínum í nótt og geðveik rigning gerði það að verkum að sætið er á fokking floti og ég er búinn að vera blautur á rassinum í allan dag....Já, ég er að reyna læra þetta, 'ÞEGAR MAÐUR FER ÚTÚR BÍLNUM Á MAÐUR AÐ LOKA GLUGGANUM', þetta kemur vonandi með tímanum.

Friðurinn er úti
AI (Allen Iverson eða ÁI)

Saturday, October 29, 2005

 

Smá ManU pistill,,

Shit hvað þeir voru lélegir, og tapa 4-1 fyrir Middlesboro...þvílíkt rugl.

Hvað er vandamálið?
Jú í fyrsta lagi spilaði Rio ömurlega og ég var mjög ánægður þegar Ferguson tók hann útaf, gjörsamlega ömurlegur. Hann er byrjaður að spila á hálfu tempói undanfarið vegna þess að hann er sjálfur byrjaður að trúa að hann sé svo ógeðslega ósigrandi og góður...á bekkinn með hann næsta leik.

Í öðru lagi, og mesta vandamálið hjá United er miðjan. Fletcher er náttúrulega enginn leikmaður til að vera spila í United, alveg hlutlaus leikmaður sem er hvorki sterkur varnar eða sóknarlega.
Hinn helmingurinn á miðjunni, SMITH er náttúrulega bara brandara miðjumaður, hann er eins hlutlaus á miðjunni og Fletcher, plús það að hann dettur alltaf aftur í vörnina í stað þess að dekka menn á miðjunni. Hvernig á að leysa þetta, jú setja þá báða á sölulista og finna sterkari menn strax í dag.

Þriðja málið, allir aðrir leikmenn United spiluðu ömurlega í dag, enginn virðist lengur vera að leggja sig fram 100% og Ferguson er greinilega búinn að missa stjórn á þessu.....Hvernig á að leysa það mál...Gefa Ferguson, mánuð í viðbót til að koma þessu í lag, annars bara gefa honum sparkið á góðan hátt, gera hann að heiðursmeðlimi og fleira bull...

Í dag suckar United, en það er leikur í Champions League í vikunni, þannig að það þýðir ekki að væla..

kveðja
Roy Keane

Thursday, October 27, 2005

 

Lögreglumálin, áhugamálin..

Gékk frá tveimur lagabrota-málum í gær.

Fyrsta var þannig að í síðustu viku lagði ég bílnum mínum á vissum stað sem skildi auglýsti að það væri 1hour parking (svo á einhverju skilti útí horni stóð 1hour for customers only), ég hljóp inní eina búð hinum megin við götuna í innan við 2 mínútur, kem aftur og ætlaði að keyra í burtu en það var komin sekt á rúðuna hjá mér. Ekki nóg með það að það var sekt, heldur var hún uppá $50.......Ég leitaði að stöðumælaverðinum en fann hann ekki....þar af leiðandi hugsaði ég mér, okay 1hour fyrir viðskiptavini, þess vegna fór ég inná eitt veitingahúsið þarna, keypti mér einn kaffi og fékk kvittun fyrir því..þar af leiðandi var ég kominn með sönnun að ég væri viðskiptavinur og hafði verið þar í minna en klukkustund......Svo í gær fann ég loksins helvítis stöðumælavörðin og rétti honum þetta og sagði honum að þetta væru fáránleg vinnubrögð og að hann ætti bara skmmast sín....CASE CLOSED,

Næsta mál. Sektin sem ég fekk um daginn vegna þess að ég stoppaði ekki á stoppskyldu og keyrði víst yfir gangbraut án þess að yield for pedestrian, allavega sektin hljóðaði uppá $237 og ég ákvað að borga hana og senda samt dómaranum bréf og reyna fá sektina minnkaða....allavega, það endaði með því að ég fékk $37 senda heim í gær 'non negotiatable'......case closed.

Hvernig nenni ég þessu? Jú, ég hef ákveðið að gera hvert vandamál í umferðinni sem ég lendi í að áhugamáli í stað vandamáli og þetta skilar sér....

Væntanleg lagabrot eru þau að númeraplatan mín er útrunnin og ég þarf að fara með bílinn minn í skoðun, málið er bara það að ég veit að bíllinn minn á ekki eftir að komast í gegnum skoðun, þar af leiðandi hef ég ákveðið að kaupa mér nýjan bíl, en bara ekki haft tímann til að gera það ennþá. Þannig að ef löggan stoppar mig á næstunni þá verður það nýtt áhugamál...

Skemmtileg tilviljun líka að ég fékk hringingu frá hálfum Íslendingi í gær, hann heitr Ingolf og er þvílíkur lögfræðingur hér í borg, hann er víst einn af 500 bestu skattalögfræðingunum í USA og ætlar að bjóða mér í vínglas á næstunni (eða eins og hann orðaði það, Well, I need to get you over for a glass of wine and some chit chat, I´m sure you´ll enjoy it........
Mér finnst þetta dálítið fyndið og ég ætla að fara nota þennan frasa dálítið....heyrðu vinur, ég ætla bjóða þér heim í nokkur léttvínsglös og spjalla við þig, og ég viss um að þú átt eftir að hafa gaman að því...ha ha ha ...
Allavega, það fer að koma að því aðég fer að brjóta af mér með skattalög, þannig að ég ætti kannski bara ráðann í vinnu hjá mér. En ég var einmitt að byrja með lítinn business í síðustu viku og maður veit aldrei hvað gerist.

Tuesday, October 25, 2005

 

Baby see you later

Já halló,
Hvað er uppi (what´s up), hvað er títt (what´s new) og hvílíkur ríðu snilldardagur (what a great fucking day)....

Ég er enn hér í hinum hluta heimsins að rugla og rokka. Gonzaga skólinn var í heimsókn þessa helgi vegna þess að þeir voru að spila við University of Portland, leikurinn var nokkuð góður, endaði 2-2 eftir tvöfalda framlengingu og Gonzaga var einum manni færri í um 50 mínútur.

Eftir leikinn var að sjálfsögðu djamm með Gonzaga Strákunum, ég leyddi hópinn á tvo bari og var það helvíti gaman, loksins hittir maður gömlu vini sína í nýju borginni sem maður býr...svo var þetta komið í vitleysu klukkan 3.00 um nóttina og þeir þurftu að drífa sig uppá hótel vegna þess að þeir flugu klukkan 7.00 um morguninn aftur til Spokane,.....ekki ólíklegt að einhver hafi tekið 'PRICHARDINN' á þetta...(en það er í höfuðið í leikmanni sem ég spilaði með í 2 ár og Tryggvi og Gunni bjuggu með í einhvern tíma, en hann átti það til að æla mjög skemmtilega í flugélinni á heimleiðinni, ældi alltaf í helvítis bréfpokann sem er í sætinu fyrir framan þig, svo svitnaði hann alltaf eins og svín þegar hann var að æla, og svo skellti hann alltaf í sig svona fimm hnetupokum á milli ælustunda....oj ojo oj ojoojojo ojo j...djöfull var það ógeðslegt...) Ég tók alltaf mjög vel eftir þessu vegna þess að við enduðum alltaf saman í flugvélinni (prichard og pjetursson...stafrófið you know)....

Ég stefni á endurkomu til Spokane í Nóvember og er góður fjöldi fólks á leiðinni þangað í reunion partýgame, m.a. endur-reisn, upprisa eða bara framhaldstúr 'THE PANDERSON',,,að vísu er hinn helmingurinn a.k.a. Rob Anderson fótbrotinn, en hann braut löppina á sér gjörsamlega í tvennt á þessu tímabili og er víst með hálfsmeters járn í löppinni á sér...en það á ekki eftir að stoppa okkur, enda erum við eins og 50cent, það þarf meira en járnkúlu til að stoppa okkur.

Svo er þetta orðið klárt með gamlárskvöld, við förum ekki til Íslands, leiðin verður til Vegas þar sem einhver djöfullsins vitleysa verður í gangi, við eigum flug 31dec og svo heim 2 jan.,,,,þannig að þetta verður stutt en vonandi gott gaman. 2 nætur eru líka yfirdrifið nóg í Vegas, ég og Pétur vorum komnir með æluna 'a.k.a PRICHARDINN' í hálsinn síðasta vor þegar við eyddum litlum 6 dögum þar......ég var líka að taka það niður að ég er búinn að eyða 31 dag lífs míns í Las Vegas núna, og er það meira en nóg.

High School liðið mitt spilar á morgun, stelpurnar eiga líklegast eftir að standa sig eins og hetjur eins og vanalega. Allavega fæ ég e-mail frá mömmum stelpnanna eftir hvern leik....'oh wasn´t this game just fantastic, they fought to the last drop, ' the girls are warriors' ..ofl..ofl....foreldrarnir hérna eru dálítið sérstakir og hafa ekki hundsvit á fótbolta. Frekar fyndið en gaman að þessu engu að síður

Halloween næstu helgi og ég stefni á að dressa mig upp sem Bjarni Fel í KR búningnum, ég á örugglega eftir að vera eini maður sem hlær að því, en þaðer líka það skemmtilega við það, til hvers að skemmta öðrum ef maður fær ekki borgað fyrir það..., er að reyna fá Þuríði til að kaupa sér Rauða hárkollu og þykjast vera Sigga Páls.

Kveðja
Red

Friday, October 21, 2005

 

Fuglaveikin

Í dag hef ég ákveðið að pæla aðeins í fuglaveikinni, og fá botn í málið. Fyrsta spurningin er hvaðan kemur hún? Hvernig byrjaði hún og hvernig getur maður borið kennsl á einstakling með veikina?

Jú ég held að fuglaveikin komi frá 'FUGLUM' og byrjaði þannig að einn fugl fékk flensu, smitaði annnan vegna þess að hinn át skítinn frá hinum. Menn með fuglaveikina dansa mikið fugladansinn og fjaðrir byrja að vaxa meðfram rófubeininu.

Ef þú ert með fuglaveikina, endilega láttu mig vita og ég skal láta þig vita hvernig best sé að bregðast við.

Hugmynd fyrir þá sem eru að fara í Halloween partý þá er mjög sniðugt að dressa sig upp sem 'fugl með fuglaveikina',,,þú yrðir partýljónið í hvaða partýi sem er.....annars er ekkert sem toppar Halloween búninginn hans G-Money eitt árið, en hann klæddi sig upp sem Jólasveinn sem dreifir klámblöðum, og það besta við hans búning var að það var ekki Halloween þegar hann dressaði sig upp,,,,ógeðslega fyndið.

Góða helgi,
Birdy namm namm,

Tuesday, October 18, 2005

 

Á ekki að hleypa inn..

Er að pæla mikið í að fara á Paul McCartney tónleikana hér í Nóvember, ég verð eiginlega að sjá hann live, þó mér dauðleiðist sumt af sóló-draslinu hans...mér finnst fyndnast að Paul McCartney verður 64 ára á næsta ári og verður frekar fyndið að heyra hann syngja ´When I´m 64'.....will you still need me, will you still feed me....Ætli honum hafi grunað að hann væri enn að spila þegar hann yrði 64.

Annars langar mig einhverra hluta vegna meira á Madonnu tónleika, þó ég hafi aldrei fílað Madonnu neitt sérstaklega. Ég held að tónleikar með henni séu snilld.

Hér er smá Nike scoop, nýjasti fótboltaskórinn sem kemur út á næsta ári heitir 'Nike SuperLegend' og verður Nike´s Copa Mundial skór. Það er allavega hugmyndin. Þeir eru að átta sig á að þetta gervi-leður kjaftaæði er ekkert að virka í fótboltaskóm. Það þarf að vera leður, eins og KÁ sagði alltaf 'alltaf veður fyrir leður'.

ManU gerði jafntefli áðan og Scholes rekinn útaf. Ég skil ekki af hverju Ferguson tók ekki Ronaldo útaf í hálfleik og setti Ping Pong Kong inná. Ronaldo er bara alltof mikill dúllari með boltann, gæjinn tekur aldrei færri en fimm snertingar og hægir ótrúlega á leiknum. ÉG held að Ferguson sé orðinn of gamall í þetta, hann er hættur að sjá þessa einföldu hluti sem hann var snillingur að sjá. Núna er hann orðinn enn þrjóskari og skiptir alltof seint,.....Ég vil Keane í brúnna á næsta ári, selja Ronaldo, lemja Rooney, gera Scholes að Supersub, skipta Smith og Fletcher í annað lið (alltof mikið Low Quality leikmenn til að spila með ManU), kaupa Makalele og Eið frá Chelsea.

bara hugmynd
Roy Roger

Monday, October 17, 2005

 

Mánudags-sagan

Þannig dagur.

Í dag fór ég á fund í hádeginu á kaffihúsi niðrí bæ. Ég var aðeins of seinn á fundinn vegna þess að ég fann ekkert bílastæði í tíma. Þegar ég loksins kom þá var ég alveg að míga í mig og kallinn farinn að bíða eftir mér. ‘Eg afsakaði mig og hljóp á klósettið um leið og ég kom á fundinn....Klósettið var dálítið óhuggulegt og klósettskálin full af hlandi, ég var byrjaður að hristast vegna þess að mér var svo mál að míga og ætlaði að drífa mig að sturta niður áður en ég pissaði og viti menn!!!! ÉG MISSTI HELVÍTIS BÍLLYKLANA ONÍ KlóSETTIÐ!!!! Ógeðslega hressandi.......Ég pældi mikið í því hvort ég ætti að sturta bara helvítis lyklunum niður, eða kafa oní skálina fulla af annarra manna hlandi (guð sé lof að það var ekki kúkur þarna oní)...Ég ákvað að kafa eftir lyklunum og ekki laust við að mér hafi orðið smá flökurt enda finnst mér ekkert sérstaklega huggulegt að baða mig í annarra manna hlandi, náði lyklunum, pissaði svo og þvoði mér vel og fór svo fram og pantaði mér kaffi og kleinu...Ég sagði manninum ekki frá þessu.

En djöfull var þetta pirrandi, af hverju sturtar fólk ekki niður eftir sig????

Kveðja
Klósettkafarinn,

Sunday, October 16, 2005

 

Skrítin hringing

Var að hlusta á skilaboð í símanum mínum frá tveimur dögum síðan. Símtalið kom klukkan 3 um nóttina og það hljóðaði svona.

'Hey Arni this is Peter Ormslev, you know Peter from Fram. I need to get a hold of you, you know about Fram,, shit....'

Mér finnst þetta mjög skrítið og skrítnast er að ef þetta var Pétur Ormslev, af hverju talar hann ensku?

New Jersey búarnir tveir eru sterklega undir grun, er að heyra að þeir séu báðir aðkomast í landsliðsform. Eyjólfur ætti að kíkja til New Jersey til að sjá þá spila.

Kveðja
Red
 

Á Oregon ströndinni


Já ég væri flottur í Survivor. Hvað er ég að gera á Ströndinni?
a) Gróðursetja græn blóm
b) Leita að skóflu
c) Njóta sólarinnar
d) Pissa
e) Kúka
f) Biðja
 

Í vikulok

Gleymdi alltaf að minnast á að ég fór á skyndihjálparnámskeið um daginn. Sofnaði ekki í þetta skiptið eins í vatnsveitunni þegar ég og Búi mættum dauðþreyttir í skyndihjálparnamskeið uppí heiðmörk. Við vorum ekki fyrr sestir en að við báðir steinsofnuðum og skyndihjálpar kallinn var ekki beint ánægður....Hann vakti mig og bað mig að þylja upp hvað hann hefði verið að tala um ' uh uh þú varst að tala um að blása í dúkkuna', svaraði ég til að vera sniðugur...þá ákvað hann að taka mig fyrir framann bekkinn og bjarga brúðunni....setti upp eitthvað dæmi um að brúðan væri manneskja og væri meðvitundarlaus og ég væri fyrstur á staðinn.....'ég auðvitað byrjaði strax í hjartahnoði' (þá varð hann ekkert smá fúll og sagði, jæja þarna drapstu hana) þá fór ég í að blása í hana (jæja, þarna drapstu hana aftur, he he he ).......ég endaði með að ná ekki að lífga hana við og kennarinn var ánægður.

Allavega, skyndihjálp hefur aldrei verið eitt af uppáhaldshlutunum mínum að gera og skyndihjálparnámskeið í USA er engin undantekning...En ég stóðst prófið og er núna fullhæfur í að veita hverjum sem er hjálp skyndilega.

Sá Chelsea spila áðan á móti Bolton og var ánægður með hvað Eiður var góður. Hann hlýtur að fara detta inní byrjunarliðið. Ég held að ManU sé eina liðið sem á breik í þetta Chelsea lið.

Já og annað, ég fór á NBA leik í vikunni. Fór á Blazers á móti Seattle Supersonics. Þuríður fékk gefins tvo miða í bestu sæti, 3 röð fyrir aftan bekkinn og var það ágætt. Að vísu fannst mér leikurinn ekki betri en það að við fórum útúr höllinni þegar hálfleiksskemmtiatriðin voru búin, við nenntum ekki að eyða tímanum í að horfa á einhverja of-vaxna svertingja í körfubolta. Ég bara hef ekki áhuga á NBA lengur (eins og ég var meðfylgjandi NBA áður en ég fór í Háskóla) núna hef ég miklu meira gaman af Háskóla-körfuboltanum og Gonzaga er að sjálfsögðu mitt lið, þeir eru rankaðir sem 7.besta liðið í USA núna áður en seasonið byrjar. 'Eg býst við stórum hlutum í ár frá þeim...

Svo verðum við líklegast í Las Vegas á gamlárskvöld, vinir okkar eru að skipuleggja ferð þangað, þannig að það verður eitthvað partý.

Vertu svalur,
Red

Wednesday, October 12, 2005

 

Ísland ólé, ólé..

Sá á netinu að við töpuðum fyrir Svíþjóð í kvöld, 3-1 og að Kári hefði náð að setja´nn og er ég mjög ánægður með það...

Eina sem ég skil ekki eru Íslenskir íþróttafjölmiðlar og hvernig þeir fjalla um landsliðið undanfarið. 'Íslenska liðið spilaði undravel, en tapaði samt', Börðust eins og hetjur en töpuðu samt'......o.s.f.v.

Er þetta orðið málið, erum við búnir að sætta okkur við að vera lélegir? Ég meina ef við erum að tapa öllum leikjunum sem við spilum frábærlega, hvenær í andskotanum eigum við að vinna leiki? Við getum varla farið að vinna þegar við spilum illa?

Ég er þeirrar skoðunar varðandi fótbolta að það eina sem gildir, telur og er mikilvægt er sigur. Jú, það er öðruvísi með yngriflokkana U-10 ára kannski, ég viðurkenni það.
En atvinnumenn, hálfatvinnumenn og landsliðsmenn eru dæmdir og borgað fyrir það hversu marga leiki þeir vinna. Sigur er bottom-line í Fótbolta, allir sem eru í fótbolta að alvöru stefna á að sigra, ef þeir gera það ekki, þá eru þeir í rangri íþrótt.

Ég er ánægður að það eru nýjir og ungir menn að komast inní landsliðið en ég er ekki sammála því að það eigi að fyrirgefa ósigur á móti þjóð eins og Svíþjóð. Við eigum markahæsta leikmanninn í Svíþjóð, og tvo menn í efsta liðinu í deildinni þar í landi...er eitthvað sem segir að við eigum að tapa fyrir þeim í landsleik?

Fótbolti er jafn-mikið hugarfarið og það er líkamleg geta, og þegar íslenskir fjölmiðlar eru byrjaðir að verðlauna og hrósa fyrir ósigur í landsleik í knattspyrnu þá er það áskrift á færri úrvalsíþróttamenn í knattspyrnu á íslandi. Sama hvað KSÍ kvartar þá er það hlutverk fjölmiðla að segja sannleikann og birta fréttir af raunveruleikanum. Ef Íslendingar eru bara sáttir við að tapa landsleik í knattspyrnu af því að allir gerðu sitt besta og börðust, þá hefur eitthvað mikið breyst frá þeim hugsunarhátti sem landsliðið náði og landsmenn náðu á tímabilinu 199x-2000, þegar landsliðið var í blóma og vexti.

Því segi ég. Fuck this aumingjapólitík sem er í gangi með umfjöllun um landsliðið, gagnrýnið þjálfarana, leikmennina, án þess þó að leggja einhvern í einelti og eða fara í einhvern norna-veiði pakka....Fjölmiðlar gerið vinnuna ykkar eða steinhaldið kjafti.

Kveðja
Ragnar Reikhás

Monday, October 10, 2005

 

Stóra spurningin

Tími til að ég svari stóru spurningunni sem allir vilja vita og enginn lætur mann í friði gagnvart:

Hvaða bjór er ég að drekka þessa daganna og hvaða bjór er í uppáhaldi?

Til að svara þessari spurningu þarf ég aðeins að kafa dýpra, hugsa um fortíðina (hvaðan kem ég), nútiðina (hvar er ég) og framtíðina (hvert ætla ég).

Fyrst af öllu, ég er frá íslandi og fyrsti bjórinn sem ég drakk var TUBORG, og er hann enn minn uppáhaldsbjór á Íslandi, ekkert er betra en volgur Tuborg í rigningu og skítaveðri í útileigu á Íslandi....í öðru sæti er Víking bjór þó hann komist ekki með tærnar sem Tuborg hefur hælana (eða tappann þar sem Tuborg hefur botninn).

Ég er í USA sem hefur þá sérstöðu í heiminum að Bandaríkjamenn eiga eitthvað stærsta samansafn af ógeðslegum bjór sem til er í veröldinni....Bud, bud light, Coors, Coors light, Miller, Miller Light, Bush Light, Millwakee Best, Keystone Light ofl. ofl. ofl...Svipað drasl, ásamt öllum Forty´s bjórunum (sem eru negra bjórarnir í bíomyndunum) en það eru Sterkir, viðbjóslega vondir, ódýrir flöskubjórar sem koma í 40 ounces magni. Svo eru þeir líka með fullt af Micro brews, sem eru aðeins higher quality bjórar en flestir vondir á bragðið, alltaf beiskir og skítalykt af þeim, að vísu er Heifenweizen bjórinn góður með Sítrónu kreysta útí.
Ég hef þurft að vinna mig áfram í þessu menningarlausa bjórlandi þar sem allt snýst um að vera LIGHT svo þú getir drukkið meira og meira....
Niðurstaðan mín er sú að ég get ekki drukkið bandarískan bjór en aftur á móti er ég búinn að finna 2-3 tegundir sem eru ansi góðar og hjálpa mér mikið við að díla við að vera í burtu frá Tuborg...

Fyrst af öllu, Corona er ágætur og get ég alltaf fengiðhann, hvar sem er í USA og líka á flestum stöðum í heiminum, ef Mexícanarnir gerðu eitthvað rétt, þá var það þegar þeir duttu inná Corona blönduna, Corona er samt ekki í uppáhaldi, þetta er bara öryggisnetið mitt ef allt annað fellur (eins og t.d. á börum á íslandi þegar þeir bjóða bara upp á Carlsberg eða Thule)

Valkostur minn nr. 1 þessa dagana er ítalski bjórinn Birro Moretti http://www.sicilianculture.com/bar/moretti.htm
Bjórinn er mjög mildur, bragðgóður og eftirbragðið er snilld. Hann er líklegast um 4.5%alcahol, sem er það sama og Tuborg. Hann gerir mig ánægðan eftir erfiðan dag og hver sopi gerir mann stoltann að hafa virkilega fengið sér annan sopa.....Gallarnir eru fáir, aðalgallinn er að hann fæst á fáum veitingastöðum og er yfirleitt dýr þegar hann fæst, svo á ég líka til að geta ekki hætt að drekka hann, ég drekkann þangað til hann klárast.

Valkostur minn númer 2., þessa dagana er snilldar Japanski truntu bjórinn SAPPORO í silfurlituðu kjarnorku dósunum. http://www.sapporobeer.com/
Aðeins dýrari, dekkri og sterkari en Birro Moretti. Þesssi á það sameiginlegt með hinum að vera ekki á hvaða veitingahúsi eða bar sem er, en fæst yfirleitt á asísku stöðunum og flestum Sushi stöðum sem ég hef komið á. Fæ yfirleitt nóg eftir að hafa drukkið 3-4 þannig að það er ágætt.

Valkostur minn númer 3, þessa dagana er Pyramid Heifenweizen http://www.pyramidbrew.com/home.php
En það er einmitt fyrsti bjórinn sem ég fékk mér (ásamt Gunna markmanni) þegar ég kom til USA, sá bjór á flugvellinum í Seattle er enn í dag BESTI BJÓR SEM ÉG HEF FENGIÐ Á ÆVINNI, Gunni var sammála mér að þessu leyti og margar ástæður fyrir því af hverju hann var svona góður (búnir að vera vakandi, fljúgandi, drekkandi og hlægjandi í yfir 24 klst og alchólið farið að renna af okkur, Pyramidínn kom eins og vatn í eyðimörk fyrir okkur.....Þexx vegna er Pyramid alltaf í dálittlu uppáhaldi og nota ég hann sem spari og aldrei fleiri en 2-3 í hvert skipti. Bjórinn er rosalega smooth, hveitibjór, sítrónan gerir hann aðeins tærari og alcahól magnið er temmilegt.

Valkostur númer 4 er að sjálfsögðu GUINNESS bjórinn sígildi www.guinness.com
og er ég farinn að drekka hann reglulega bara á þessu ári, mér fannst hann nefnilega vondur í nokkur ár, svo alltí einu var ég á Írskum pöbb að horfa á Champions League síðasta vetur þegar ég ákvað að skella mér á einn og gjörsamlega féll (með fjóra komma níu), ég reyni samt að misnota hann ekki og fæ mér hann aðeins á Írskum pöbbum núna og helst yfir Fótboltaleik. Bjórinn er náttúrulega mjög dökkur, mjúkur og rennur niður eins og silki, einhver sagði við mig að hann væri ógeðslega fitandi en ég held að það sé rugl, allavega verð ég ekki þyngri á að drekka hann, bara hressari.

Já og hvert ætla ég í framtíðinni með þessa bjóra? Ég stefni leynt og ljóst að því að stofna bjórklúbb, þar sem bjórarnir verða skoðaðir betur, drukknir betur, og þynnkustaðall verður settur á hverja tegund (t.d. 10 af þessum gefa þér líklegast smá hausverk en enga ælu..o.s.f.v.)...Þetta er eitthvað sem hefur alveg vantað í bjórheiminn og ég sem einn af keppundum í TOUR DE BEER síðastliðið sumar og ætla að stofnsetja deild í bjórdrykkju sem snýst um meira en að verða fullur.

Mér finnst bjór góður, cool og skemmtilegur, því miður hef ég ekki sömu taugar til Léttvíns enda er léttvín bara viss tegund af vínberum og mér hefur aldrei líkað vel við vínber (fæ alltaf magaverk við að borða vínber). Vodka og Gin eru ágætisdrykkir en Romm, Southern Comfort og fleiri sykraða brennda drykki læt ég ekki lengur inn fyrir minn munn nema í mjög sérstökum aðstæðum, reynslan hefur nefnilega ekkert alltof góð með þessa drykki.

Jæja, back to business

Be Nice,
Mr. Ice

Sunday, October 09, 2005

 

Oasis snillingur,

J´æja, hér er OASIS pistillinn minn...

Ég byrjaði sem OASIS fan þegar fyrsta platan þeirra kom út árið 1993-4 eða whatever og dýrkaði OASIS, Númi átti líklega mestann heiðurinn af því, enda fór maður ekki í partý til hans án þess að OASIS væri í gangi allan tímann...svo týndi ég þeim aðeins þegar What´s the Story Morning Glory kom út, fannst það eitthvað aðeins of Cheezzzzy, diskur,,(í dag finnst mér hann geðveikur, samt ekki jafn góður og D. Maybe....Svo varð OASIS aftur í fyrsta sæti eftir Be Here Now og hafa haldið því síðan þá.....

Mér hefur alltaf þótt NOEL vera snillingur, og Liam góður söngvari en dálítið sérstakur character þótt ég hafi gaman af honum.

Um daginn fékk ég SPIN magazine blaðið mitt sent heim, ég er búinn að vera áskrifandi í 2 ár og finnst blaðið ágætt, ekki jafn gott og Rolling Stone en samt gott.....Í blaðinu er viðtal við Noel og hann er spurður eftir farandi......

'What´s been the worst cultural development of the last 20 years?

Noel svarar::::::::: I´m not saying this just for effect, but I think that the rise of so-called hip hop culture is a bad thing. When I wa a Kid, hip hop culture stood for something. It was socially pure and socially aware. It was really noble. This what´s masquareding itself as hip hop slash/ R&B is just FUCKING horrible. These guys will go on e the telly going. 'HEY KIDS stay in school, don´t do drugs' and then they´ll be shooting each other down at the shopping mall. IT fucking bend´s my head. The disregard for women, stuff like that, I find quite sickening. And the clothes they wear, and it´s all about 'ME ME ME ME, and 'I wanna fuck you up' It´s like...'GIVE IT A REST, YOU BUNCH OF IDIOTS.....

Þetta er ástæðan fyrir því að NOEL er snillingur og af hverju OASIS eru snillingar...Nýja platan þeirra er snilld og rokkið lifir.

Fáið ykkur SPIN magazine, það er líka SIGURROS gagnrýni, sem gefur þeim A í einkunn og geðveik umfjjölllun.....

BE COOL,
Kveðja
RED

Saturday, October 08, 2005

 

Gott stuff

Ástæðan fyrir að ég blogga svona á laugardagsmorgni er einföld. Ég er góðu skapi. Í gær spilaði ég með Nike liðinu og setti 2 mörk í 3-1 sigri, fór út með strákunum eftir leikinn, nokkrir bjórar, pizzur og spjall, kom heim um 2.00 leytið og þá ákvað ég að kveikja á sjónvarpinu og á VH1 var verið að sýna 40 bestu TV pranks....og til að gera langa sögu stutta þá var atriðið nr 1, eitthvað fyndnasta semég hef séð á ævi minni,,,ha ha ha,,ég fer bara að hlægja við að hugsa um þetta...ha ha..

Svona var atriðið í grófum dráttum:
Náungi (sem verður hrelltur) var ráðinn inn í einhverja öryggisþjónustu hjá einhverju fyrirtæki og hlutverkið þeirra er að fara inní gamla vinnustaði sem hafa verið lokað e-h hluta vegna og rannsaka og hreinsa út drasl.....
Náunginn fer með yfirmanninum (sem er að hrella) inní gamla rannsóknarstofu sem er uppfull af rottu-búrum, fuglabúrum og fleiru...Yfirmaðurinn segir að þeir hafi þurft að loka þessu stað vegna þess að fólkið sem vann þarna hafi verið að gera test og rannskóknir með að blanda saman dýra og human genum....Náunginn verður frekar smeykur vegna þess að hann er dýraverndunarsinni og finnst þetta þexx vegna enn hrikalegra....Það fyrsta sem þeir finna inní herberginu er svona fóstur(manns) í krukku, fullt af rottum og einhver viðbjoður....Náunginn er gjörsamlega að EYPA á þessu.....þangað til að hann opnar einn skápinn og útúr skápnum kemur eitthvað ógeðsleegasta fyrirbæri sem ég hef séð (Þeir fengu alvöru DVERG til að fara í þvílíkt gervi, þannig að hann leit út eins og sambland af rottu og manni, hann var með gervirottu eyru, risa hala, hárugur útum allt en samt með skallabletti og eitthvað ógeðslegt rottunef með veiðihárum)...:!!!!!! Náunginn (sem verið er að hrella) GJÖRSAMLEGA MISSIR SIG OG FER ÚT Í HORN og bara í FÓSTURSTELLINGUNA vegna þess að hann er bara að fara yfirum,,öskrar og öskrar og segist hafa hafa séð DEMON, I SAW A DEMON,, þá byrjar dvergurinn að standa upp á tvær lappir og hreyfast um herbergið...og það gerir ástandið bara enn verra, NÁUNGINN ÖSKRAR MEIRA OG MEIRA Og er hreinlega að fá hjartaáfall........ha ha ha ha hah ha ha....

Allavega, mér fannst þetta ógeðslega fyndið og get ekki hætt að hugsa um þetta, í fyrsta lagi hugmyndin og í öðru lagi viðbrögðin frá náunganum, shit, ég myndi sjálfur örugglega kúka í mig, enda fátt ógeðslegra að mínu mati heldur en dvergur sem er hálfur maður og hálfur rotta....ha ha ha...

Partý í kvöld, kannski maður fái tækifæri til að halda fyrstu tónleikana mína í Portland, hef að vísu ekkert spilað síðan í sumar og er með sama prógram og síðasta vor....

Rokkið lifir,
Rottudvergurinn

Thursday, October 06, 2005

 

Uptekinn af dýrum

Hvað er að gerast...
Hér er haustið að koma og laufblöðin byrjuð að falla allsvakalega útum allt, ég gleymdi glugganum á bílnum mínum galopnum síðasliðna nótt og lagði honum beint undir einhverju milljón ára risatré.....Þannig að þegar ég fór út í morgun þá var sætið kúfullt af laufblöðum og einhverjum helvítis pöddum sem því fylgja....Af hverju gleymdi ég glugganum gal-opnum? Vegna þess að miðstöðin í bílnum mínum bilaði skyndilega, og ég var aðkoma af æfingu um kvöldið, allur blautur og sveittur, sá ekkert útum framrúðuna vegna móðu, þannig að ég opnaði gluggann alveg niður....Svo var ég að drífa mig inní íbúð og bara steingleymdi að loka bílnum.....Það er líka samkvæmt nýju heimsspekinni minni, að aldrei að læsa bílnum.
Til hvers að læsa bílnum? Ef einhverjum langar að stela bílnum þá er ekki flókið að komast inn þó hann sé læstur. Þexx vegna læsi ég ekki bílnum og kem þar af leiðandi í veg fyrir að einhver brjóti gluggann til að komast inní bílinn..Þuríður er ekki alveg sammála heimsspekinni og þexx vegna læsir hún alltaf farþega megin...

Hitti Franz Ferdinand því miður ekki, nennti ekki að dresssa mig upp í blaðamannadressinu og þaraf leiðandi gerði ég ekkert í því..

High School krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig af hverju ég sé með tígrisdýra og ljóna tattoo, ég segi þeim alltaf að það sé engin saga á bakvið það...Þau segja samt alltaf að ég hafi verið WASTED one night, og einn strákurinn orðaði það skemmtilega í gær, 'he´s just obsessed with African Animals'...mér fannst það dálítið fyndið en benti honum réttilega á að Tígrisdýr séu ekki frá Afríku og hann skyldi aðeins kafa betur í dýrafræðinni sinni...

Ekki meira að sinni, enda orðið frekar leiðinlegt.

Kveðja
RED

Monday, October 03, 2005

 

Bransinn kallar,

Í kvöld eru Franz Ferdinand tónleikar hér í Portland, ég fékk mér ekki miða vegna þess að ég er að vinna þegar tónleikarnir eru, en viti menn, einn félagi minn úr Nike liðinu lét mig fá tvo miða á eitthvað eftir partý með Franz-urunum eftir tónleikana, það er á einhverjum litlum cool stað niðrí bæ og Franz strákarnir mæta á miðnætti.....Ég fæ svona fiðringinn eins og þegar ég og Kári Árna fórum á Violent Femmes tónleikana uppklæddir sem blaðamenn fyrir hið frábæra tímarit ´LOWNOTES' frá Scandinaviu..Fyrst redduðum við okkur blaðamannapösssum, upptökutæki, myndavél og klæddum okkur upp............
.Við fórum á netið klukkutíma fyrir tónleikana, komumst að því hvað meðlimirnir hétu og smá background sögu bandsins.....Hvað veit ég um Franz, jú þeir eru skoskir, einn bjó í Þýskalandi og fyrsta platan þeirra heitir Franz Ferdinand..´...Ef við ákveðum að fara þá tekég með mér upptökutækið og blaðamannapassann.....

Gott að kallinn er aftur kominn í rokkið
Kveðja
RED

This page is powered by Blogger. Isn't yours?