Tuesday, November 29, 2005

 

Bílamál

Hér er lítill pistill um bílamál og sögu bílamála...vonandi verður það öllum sem lesa til gagns og gamans.....

Keypti fyrsta bílinn minn árið 1996 (17ára)..Daihaitsu Charade 1988 model fyrir 320.000kr, algjör snilldar bíll frá A - Ö Framleiddi bensín, bilaði aldrei alvarlega og fór alltaf í gang.....Gekk í þrjú ár og svo seldi ég hann árið 1999 fyrir 100.000kr. = 220.000kr kostnaður á 3 árum (tek ekki viðgerðir inní pakkann)...Konan sem keypti hann sagði við mig 'veistu ég treysti alltaf á guð og lukkuna þegar ég kaupi bíl'' og ég sagði henni að hún væri heppin því Guð hefði margoft blessað Daihatsúinn minn.

Keypti annan bílinn minn árið 1999 (20ára) Keypti nýjan Daweoo Lanos, fyrir um 1.100.000...Ágætisbíll, bilaði aldrei eða neitt vesen...nema hann féll hrikalega hratt í verði og eyddi miklu bensíni. Seld´ann 2001 fyrir 600.000kr......= 500.000kr kostnaður á tveimur árum...EKKI GOTT STUFF.

Þriðja bílinn minn keypti ég árið 2002. Izuzu I - Mark á 100.000kr Íslenskar eða $850 og krónan/dollara var ekki jafn sterk og í dag...var yfir 100kr/$..........Þessi bíll reyndist mesti snilldarbíll sögunnar og gekk í 3ár, eða þangað til ég seldi hanní síðustu viku fyrir $400kr....Hann fékk gælunafnið Guli Kanarífuglinn, gekk í snjó, 45stiga hita, gekk þó skorið væri á bremsurnar og fleira og fleira....eina vandamálið var að miðstöðin var hættuð að virka, hann var hættur að komast í gegnum umhverfis-skoðun og hvorki hægt að læsa skottinu né hurðinni bílstjóramegin.... Minn Uppáhaldsbíll for sure, sjálfskiptur, með rafmagni í speglum, gulur, gekk eins og dísel leigubíll, þrátt fyrir að vera ekki dísel....ég ætlaði að eiga hann að eilífu en neyddist til að seljann vegna þess að það er svo mikill kostnaður að láta hann standa bara á götunni.

Fjórða bílinn keypti ég sumarið 2003..Svartur Daihatsu Charade, 1988 módel...keypti hann á 65.000kr í gegnum DV...Hringdi í gæjann sem var að seljann, ógeðslega skítugur bifve´lavirki,,,,ég keyrðann, sá að hann virkaði og spurði einnar spurningar...Hvað heldurðu að hann komist eitthvað útá land???? Bifvélavirkinn leit í augun á mér og svaraði..'''''Marrrrrrrrrga hrrrrrrrrriiiiiingi, marga hringi vinur''''''' og það var nóg, ég keypt´ann og seldann 3 mánuðum seinna fyrir svipaðann pening..og komst meira segja oftar en einu sinni útá land á honum...marga hringi.....marga hringi....´Fínn bíll...

Fimmta bílinn keypti ég nú í síðustu viku. Og ég ætla ekki að tala um hann fyrr en hann er búinn með reynslutímann....

Fyrir utan þetta hef ég haft nokkra bíla í gegnum boltann og vinnuna og þeir fá allir stutta umfjöllun þar sem þeir náðu ekki að byggja upp character hjá mér.

Nissan eitthvað sumarið 1998, dísel, snilldarbíll sem tók allan daginn að hitna, og bensín tankurinn var svo lítill að maður þurfti að taka dísel bensín 2x í viku

Kia eitthvað sumarið 2002, ágætur bíll sem drakk bensín og ákveðinn vinur minn þakkaði pent fyrir sig og skeit í hann, þannig að ég nenni ekki að tala um´ann

Opel Astra sumarið 2004, mjög góður bíll í alla staði...bilaði ekkert, samt eitthvað hálf karacterslaus...myndi ekki kaupann, en myndi vilja eigann.



N'u er bílapistlinum mínum lokið og ég veit að mörgum hefur þótt hann ansi leiðinlegur...including me', en svona er lífið. það er ekki alltaf gaman...
Og ég hef aldrei skrifað jafnmikið um bíla á ævi minni
Bílamaðurinn

Saturday, November 26, 2005

 

�ennan hatt komst eg yfir a einhvern undarlegan hatt. Eg var a einhverjum skemmtistadnum asamt fleira folki, tegar alltieinu eg var kominn med tennan hatt a hausinn og eg veit ekkert hver atti hann. Nuna nota eg tennan hatt sem hugsunar-hatt og fae eg otrulegar hugmyndir tegar eg er med hann...
Posted by Picasa

Friday, November 25, 2005

 

Þakkargjörðarhátíðin

Thanksgiving var í gær og tók ég daginn mjög hátíðlega og þakkaði fyrir alla kalkúnanna sem feitu Kanarnir éta á sig gat af, og drekka sig blindfulla áður en þeir keyra allir heim og einn af hverjum 1000 lendir í drunk driving slysi... (og þetta er staðreynd)

´Sá nýju MANUDT búningana í dag, þeir verða dálítið breyttir fyrir næsta season og ætla að taka hvíta vara búninginn fram aftur...að vísu verður eitthvað annað en VODAFONE framan á búningnum þar sem þeir riftu samningum. UTD verður samt áfram í NIKE næstu árin að minnsta kosti. Ég skal póstalink á þetta fyrir þessa allra hörðustu UTD menn, eins og t.d. Óla Páls sem var með mér í 1.bekk í kvennó...Hann talaði alltaf um UTD í fyrstu persónu. 'shit við erum að fara spila við xxx um helgina, shit hvað þetta verður erfið vika hjá okkur, djöfull erum við búnir að vera góðir og '''VIÐ UNNUM'''''''''''(þetta eru setningar sem maður heyrði minnst einu sinni á dag).

Sá myndbandið með Madonnu um daginn,, Hún er í engu smá formi gellan, og hvað er hún gömul? Hún fær feitt prik í kladdann hjá mér fyrir þetta myndband og dansinn minnir dálítið á mig á dansgólfinu...kannski að dansinn minn sé að komast aftur í tísku... I´m back....Kannski miðbær og skemmtistaðir Portland fái að njóta mín um helgina...ég er samt vissum að downtown RVK saknar mín, enda hef ég oft verið kallaður Rauði Travolta...

Keypti mér bíl í fyrradag eftir mikla leit og mikil og náin samskipti við bílasalana í borginni. Fyrst ætlaði ég að kaupa mér nýjan GOLF en hætti við það vegna þess að Bílatryggingarnar mínar myndu skjótast through the roof (nokkrar sektir að koma illa inn fyrir mig, stoppmerkis-sektin, keyrði yfir á rauðu sektin, og keyrsla án skoðunar sektin), og ég hefði þurft að borga 2x meira í afborganir á tryggingum á mánuði heldur en afborganir á bílnum þannig að það gekk engann veginn upp.......Í staðinn endaði ég með að kaupa mér Toyotu og staðgreiða bílinn, þar af leiðandi þarf ég ekki að borga neitt nema smá pening á mánuði í tryggingar og bíllinn er þar af auki ógeðslega cool...ekkert smá basic, það er hraðamælir, miðstöð, hitamælir og bensínmælir........that´s it, ekkert meira, ekkert útvarp, engin klukka, ekkert.....en samt með leðursætum og beinskiptur......(Gæjinn sem átti bílinn á undan mér hefur verið ekkert smá sérstakur, keyrði um á hverjum degi í nokkur ár án þess að vera með útvarp, ég gæti það ekki, enda er ég að setja geislaspilara í hann í næstu viku).

Við ákáðum í gær að elda kalkún og rock the house, það var algjör snilld og Lulla meistari í hátíðarmat....enda er þetta orðið þannig að við eldum svo ógeðslega sjaldan að hvert einasta skipti sem við eldum þá er það hátíðarmatur......yfirleitt endar með að borða samloku á Starbucks á miðnætti, samt góðar samlokur verð ég aðsegja........Gaman að þessu.

Svo að lokum einn skemmtilegur punktur. Blockbuster´s video (stærsta video franchise i USA) hætti með 'late fee' nýlega og núna getur þú leigt mynd fyrir $3.79 og verið með myndina í viku (standard leigutími) svo ef þú gleymir að skila henni eftir viku, þá hefur þú viku í viðbót til að skila myndinni, og ef þú gerir það ekki þá, þá ertu rukkaður fyrir verð myndarinnar (um $19 - 3.79 samtals um $15) og þarft ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Ég er búinn að leigja tvær myndir nýlega, gleymt að skila þeim báðum í 14 daga og núna á ég tvær myndir sem mig langar ekkert að eiga og meira segja er ég ekki búinn að horfa á aðra þeirra. No late fee, er semsagt ekkert að koma neitt rosalega sterkt inn fyrir mig, og ekki heldur fyrir Blockbuster, en þeir eru að fara hausinn fljótlega.
ÞEtta er samt að koma sterkara inn fyrir mig heldur en á Íslandi þegar maður leigir mynd fyrir 500kr klukkan 23 og þarft að skila henni fyrir 21 næsta dag, eða þú verður rukkaður aðrar 500kr.....gleymir að skila í viku og þú ert kominn með 3500kr sekt....það er náttúrulega bara rán.

Föstudagur í kvöld og líklegast verð ég bara rólegur. Kannski ég skelli mér í bíó en ég hef ekki farið í Bíó síðan ég flutti til Portland, þannig að ég fór síðast í bíó í Júlí......Mig langar að sjá Walk the Line (Johnny cash myndin).

Peace
REd

Monday, November 21, 2005

 

Pirrings rugl

Ég hef verið kítlaður,klukkaður, puttaður og allt þar framvegis....að segja frá 5 atriðum sem pirra mig í daglegu amstri og nætur hamstri. Það var doctorinn sjálfur og síðasti strákaskátinn hann Palli geimstjörnulífeðlis og allt þar framvegis @ http://astro.hi.is/~pallja/ Ég mæli meðað tékka á heimasíðunni hans og lesa eina af fræðigreinunum hans, gott stuff A plús.

Okay, best ég byrji á byrjuninni.

1. Pirringur. Í gær var ég með tryout fyrir U-17 ára liðið sem ég er að þjálfa. Um 80 strákar mættu á tryoutið til að berjast fyrir 32 lausum sætum í tveim U-17 ára liðum hjá okkur sem heita því skemmtilega nafni, Westside Metros Storm, og Westside Metros Arsenal. Storm liðið er state champion og státar nokkrum ógeðslega góðum USA leikmönnum. Allavega, ég og hinn þjálfarinn settumst niður eftir 6klst. tryout í gær og völdum 32 bestu leikmennina og þurftum svo að hringja í alla þá sem ekki voru valdir...Flestir tóku því alltí lagi nema einn pabbinn..Ég hringdi og sagði honum að strákurinn hans hefði ekki meikað liðið...og gæjinn gjörsamlega missti sig, byrjaði að öskra og segja mér að strákurinn hans væri sá besti, fljótasti og mesti íþróttamaður sem ég gæti nokkurn tímann fundið..Ég sagði honum að það gæti vel verið að við hefðum gert mistök en við gætum ekki breytt því núna....þá snappaði gæjinn....'You fucking foreigner, I´m going to ripp out your fucking eyeballs, and my son is going on another team and you´re gonna feel sorry. And if one of your players kicks him down, I´m going after you personally, so you better watch out fucking idiot'...(þá skellti ég á hann).....ÞETTA VAR DÁLÍTIÐ PIRRANDI og best fannst mér að hann ætlaði að rífa útúr mér augasteinana, hvorki meira né minna....Shit hvað fólk hérna getur verið ruglað..

2. Ég þoli ekki bílasala. Þeir eru óheiðarlegasta sölufólk dauðans (ætti setja þá alla í fangelsi). Þeir koma uppað manni, sleikja á manni rassgatið og punginn og lofa gulli og grænum skógum, fara svo í aumingja ég leikinn þar sem þeir reyna að fá meðaumkun, reyna að fá mann til að skrifa undir eitthvað fokking bull....á meðan þeir eru bara finna leið til að smátt og smátt að troða félaganum aftan í þig...Fuck´em all

3. Löggur.....oh þær eru svo óþolandi´......sérstaklega hérna í USA, feitir með yfirvaraskegg, með byssurnar hangandi utan á sér og gera ekki annað en kaupa sér kaffi og lifa sig inní eina löggubíómyndina...þeir eru allir wannabe Mel Gibson og Danny Glover meðan þeir í rauninni lýta allir út eins og Stallone í Copland eða löggan í Simpson.....svo panicka þeir allir þegar í rauninni þurfa að gera eitthvað, eru bakveikir, reykja ekki, elska kleinuhringi og það eina sem þeir gera reglulega er að stoppa mig fyrir að stöðva ekki á stopp merki eða keyra framhjá gangbraut án þess að stoppa fyrir einhverjum hlussu Ameríkana sem er búinn aðstanda við gangbrautina í yfir 15 mínútur vegna þess að hann veit ekki hvort hann á að fara á Kentucky Fried eða McDonalds sem er hinum megin við götuna.

4. Hvernig allt samfélagið í heiminum er byggt uppá, 'it´s not what you do', it´s not who you know, but it´s who you blow'.......og þetta er satt alstaðar. Hvert einasta Vestræna samfélag er uppfullt af eiginhagsmuna fíflum sem lifa með það að markmiðið að ná sem lengst með að ríða sem flestum..........Og maður neyðist til að spila þennan leik, því annars verður maður bara undir og þarf að borga.

5. Afhverju í andskotanum þarf maður að vinna til að lifa, afhverju eldist maður, afhverju getur fólk ekki slakað á haft gaman alla daga án þess að þurfa gera eitthvað leiðinlegt á milli.....af hverju er lífið gert erfitt, þegar það eina sem þú veist þegar þú fæðist er að þú átt eftir að deyja???? (4 ár í heimsspeki að koma sterk inn)

Þetta voru 5. atriðið sem eru að pirra mig í augnablikinu og líklegast verða þau enn fleiri á morgun og ég búinn að gleyma þessum 5 atriðum. Ég hér með klukka all þá sem lesa bloggið mitt og nafnið þeirra byrjar á stöfunum P-Í-K og A........Please commentið og gefið mér link á síðuna ykkar svo ég geti fylgst með.

Kveðja,
Rauða Ljónið is back og tek enga fanga í þetta skiptið

Friday, November 18, 2005

 

Jólasveinabransinn

Tíminn flýgur hratt, kominn mið nóvember...

Verður skítt að komast ekki heim til Íslands þessi jól, og leiðinlegra þykir mér að komast ekki í jólavinnuna hjá www.skyrgamur.is , en ég hef verið starfandi Jólasveinn hjá þeim undanfarin 5-6 ár og næstum alltaf skemmt mér konunglega, fyrir utan 2-3 skipti....

1. Að leika Jólasvein á Laugaveginum á Sunnudegi viku fyrir jólin þegar það er 15 stiga frost úti er algjör geðveiki. Ég gerði það árið 2000 og var gjörsamlega að frosna á tánum, var berfættur í Gúmmístígvelum sem ég hafði reddað mér alltof littlum frá litlum frænda mínum...voru örugglega nr.37 og ég man bara að ég fann ekki fyrir tánum á mér og þurfti samt að þramma upp og niður laugaveginn í 5klst.....shit...það sucked.

2. Að leika Jólasvein á skautasvellinu í Laugardal 5.janúar.....Það gerist ekki verra, allir krakkarnir búnir að fá meira en nóg af jólunum, ég þarna á helvítis svellinu á STÍGVELUNUM hans littla frænda míns að reyna tala í Micrafóninn umvafinn 12-15 ára seinþroskuðum unglingum sem voru enn í vafa hvort jólasveinninn væri til eða ekki....það endaði líka með því að einn krakkinn ákvað að ráðast á mig og reyna ná af mér skegginu, Jónki Tröll sem var jólasveinn með mér var með Micrafóninn og sagði við krakkann 'Hættu þessu þarna helvítis vanþroskaða fíflið þitt'....og það fyndna var að þetta heyrðist í öllu hátalarakerfinu...eftir þetta reyndum við að komast af svellinu og flýðum krakkaskarann...

3. Þegar eigandi fyrirtækisins, sjálfur Skyrgámur bað mig um að koma og redda einhverju giggi í einhverri kirkjusamkomu þar sem jólaballið átti að byrja eftir 2mín, ég dreif mig af stað, komst á staðinn 20 mín of seint, Skyrgámur sýndi mér staðinn til að skipta um búning, og áður en ég vissi af stóð ég fyrir framan nakta 70ára konu sem var að kúka....og Skyrgámur sagði mér að drífa mig að skipta um föt....Ég benti honum í rólegheitum að það væri nakinn kvenmaður þarna og líklegast væri sniðugast að ég skipti um föt annars-staðar...þá fattaði skyrgámur að þetta var vitlaust herbergi og við báðum konuna afsökunar,,,,en samt ógeðslega fyndið...

Allavega kæru vinir, það er ekkert grín að vera jólasveinn á jólunum á Íslandi. En ef ykkur vantar jólasvein í jólaboðið heima, pakkaafhendingar á aðfangadag og eða skemmtun á vinnustaðinn...endilega tékkiði á www.skyrgamur.is og þið fáið 100% bestu jólasveinana á markaðnum á Íslandi..en ekki biðja um Hurðarskelli, vegna þess að ég verð í USA þessi jól og því ekki á boðstólunum.

Kveðja
Santa

Wednesday, November 16, 2005

 

Spokandiego

Maður þroskast seint, er setning vikunnar hjá mér.

Fór til Spokane um helgina að hitta gamla vini, fótboltavini og kunningja og útkoman var eins og ég bjóst við, ógeðslega fyndin.
Gamlar fótboltahetjur og vitleysingar lögðu leið sína þangað, m.a. J.Fouts (yfirvitleysingur), McCarthy, Jorba, Brad Beastmaster,....and the RED LION.....alllir áttum við það sameiginlegt að vera ekki með húsnæði eða samanstað, enginn okkar með hótelherbergi og vinurinn sem við höfðum allir ætlað okkur að gista hjá var því miður ekki í bænum þessa helgi og var með húslykilinn sinn í Seattle......þannig að þetta var dálítið ævintýri......:Ég endaði föstudagskvöldið í sófa sitjandi, þar sem ég eyddi bróðurpart næturinnar...með eitthvað helvítis sílekandi fiskabúr fyrir aftan mig, maður var varla sofnaður þegar manni var byrjað að dreyma að maður væri að míga........

Laugardeginum voru allir rifnir upp klukkan 8.00 til að fara í Karate Tíma með Jorba, en hann er víst einhver 'jihistu' meistari og við þurftum að keyra um hálfa borgina að leita af Brazilian Karate Center, leiðarvísirinn okkar var bróðir Jorba en hann var staddur í California en notaði Google til að leiðbeina okkur.....það gekk ekki betur en að við fundum ekki the Brazilian Karate Center eftir 2 klst leit, þannig að við enduðum bara í staðinn á Denni´s í skítamorgunmati dauðans.....En þeir sem hafa ekki farið til USA, þá er DENNI'S morgunverðarstaður sem er opinn allan sólarhringinn, afgreiðslukonan er yfirleitt White Trash með þvílíka whisky rödd og allur maturinn er egg, beikon og eitthvað annað....semsagt viðbjóður frá A-Ö, en samt alltaf gaman að koma þangað þegar þú ert ennþá fullur að nálgast þunnur.....

Svo klukkan 11. um morguninn lá leiðin náttúrulega á barinn, Jack n´Dan´s enda ekkert annað að gera í stöðunni,,,,svo fótboltaleikur klukkan eitt, svo aftur á barinn og þannig hélt kvöldið áfram fram að kveldi þegar stórviðburður helgarinnar átti sér stað.....THE PANDERSON, the rebirth.....en við höfðum ekki spilað frá því síðastliðinn Apríl, þegar við héldum lokatónleikana okkar......núna hafði það gerst að Panderson er orðinn svona Myth eða Goðsögn, þannig að það voru fullt af Freshman students sem höfðu bara heyrt af okkur en ekki séð okkur.....þannig að þetta kvöld var alveg magnað, allir sungu með og ég verð að segja að þetta var my best performance ever.....

Það var stanslaus bjór í æð frá og með föstudegi til sunnudagsmorgunns, 3 okkar misstum af flugvélinni heim á sunnudeginum og við tók skemmtileg sita á flugvellinum að bíða eftir næsta flugi sem væri ekki fullt, einn ældi í leigubílaferð (sem er $50 sekt)....og fleira..

En öllu gamni fylgir einhver alvara....Í þessari ferð týndi ég röddinni minni í orðsins fyllstu, á sunnudeginum kom ég ekki orði upp, ég var gjörsamlega mute....Já það tekur á að vera in the Rock n´Roll business....Í dag er miðvikudagur og ég er smátt að fá röddina aftur, en shit hvað þetta var óþolandi, ég var að tala við fólk í vinnunni á mánudaginn og ég var eins og fífl....auðvitað var útskýringin mín að ég hefði ekki hugmynd hvað væri að mér, ''''I just woke up like this, this morning, I was fine all weekend, that damn bird-flue''''''

Samt er þetta nauðsynlegt, svona ferðir þar sem það er ekkert plan, engin ábyrgð, engin hugsun, bara bjór og vitleysa.....já, maður kaupir það ekki útí búð...á meðan allir lifa enginn meiðist, þá er þetta snilld.

Kveðja
RED

Wednesday, November 09, 2005

 

Ekki hættur

Já ég er ekki hættur að blogga,,,maður bara búinn að vera superbusy undanfarið, yfirleitt aldrei kominn heim fyrr en 9 á kvöldin og þá hefur maður rétt tíma til að skella í sig nokkrum bjórum áður en maður steindrepst fyrir framan sjónvarpið...já ég veit lífið er yndislegt.....svo er ég líkað kaupa mér nýjan bíl og það er búið að vera eitt alsherjarvesen og vitleysa.

Spokane um helgina...já hvern hefði grunað að maður myndi skella sér aftur til Spokandiego aftur í heimsókn...

peace
Red

Thursday, November 03, 2005

 

Kínamatur

Síðastliðin nótt er ekki merkileg fyrir margar sakir, nema það að ég svaf ekkert, og ekki fyrir neina ástæðu, ég bara gat hreinlega ekkert sofnað og samt vaknaði ég daginn áður fyrir klukkan sjö.....Ætli ég þurfi ekki lengur að sofa? Ég er ekkert búinn að vera þreyttur í allan dag. Hvað á ég þá að fara að gera á nóttinni restina af lífinu? Ætli þetta sé helvítis Ginsengið frá því í Kvennó (þegar ég át tveggja mánaðarskammt af hreinræktaðri Ginseng rót á tveimur dögum en ekki tveimur mánuðum vegna þess að ég skildi ekki orð af því sem kínverjinn á skólavörðustíg sem seldir mér Ginsengið sagði), er Ginsengið loksins að virka núna, eða flashback?

Ég eyddi samt bróðurparti næturinnar í að horfa á sjónvarpið og var það ágætis skemmtun, athyglisverðasta sem ég sá var heimildarþáttur á Animal Planet um Tígrísdýrin á Indlandi og hvernig þau eru í útrýmingarhættu og af hverju......Á byrjun 19 öld voru til tugir þúsunda Indveskra tígrisdýra, en þá ákváðu 'snillingarnir' í bresku konungsfjölskyldunni að veiða eins mörg og þau gætu sér og vinum sínum til skemmtunar á kostnað bresku verkamannsstéttarinnar (shit hvað ég er feginn að vera ekki ljótur breti). Síðan voru Tígrisdýrin friðuð og veiðarnar lagðar af en einungis opinberlega, vegna þess að það er enn þvílíkur markaður fyrir Tígrisdýr, tígrisdýrabein, skinn, kjöt ofl. í KÍNA, vegna þess að kínverjar (sem eru alltaf svo gáfaðir) trúa því að þeir öðlist kraft tígrísdýrsins með því að borða það. Tígrisdýr eru númer 2 í röð dýra samkvæmt Kínverskri trúarfræði, en Drekinn er númer eitt og þeim hefur bara ekki enn tekist að veiða neinn til að borða, þannig að Tígrisdýrin eru borðuð í staðinn...Þess má líka geta að Rottur eru þarna á listanum yfir goðsagnardýr og þykir Rottan vera hátíðarmatur í kína (shit, hverjum langar að fá rottukraft í sig, shit)

Þess vegna eru heimskir Indverjar enn að veiða og drepa Tígrisdýr og flytja þau til Kína.

Allavega, ég var ekkert smá reiður útí Kínverjana (alla, bæði þessa á skólavörðustígnum, Kínahúsinu, China Town og meira segja útí þá sem sauma alla helvítis Nike skóna) og hét því að borða aldrei aftur kínamat.
Svo þegar morguninn kom (ég vaknaði aldrei vegna þess að ég sofnaði aldrei) þá fór ég með bílinn í viðgerð í Bílaverkstæði rétt hjá heima, og viti menn, haldiði ekki að eigandinn hafi verið Kínverji sem heitir Hung Ki (en kallar sig LEE)...Og ég var næstum byrjaður að tala við hann um Tígrisdýrin og að hann gæti bara hætt að borða þau, hann verði aldrei eins og Tígrisdýr þó hann borði þau.....,svo róaði ég mig niður og fékk mér kaffi hjá honum (ekki Ginseng te) og byrjaði að spjalla dálítið við hann svo hann myndi ekki ríða mér í rassgatið eins og allir bifvélavirkjar...og til að gera langa sögu stutta þá bauð hann mér að koma með sér í fótbolta á laugardaginn, sýndi mér nýju Nike fótboltaskóna sem hann var að kaupa og vill bjóða mér í hádegismat eftir boltann...(ég sagði já)...Eins gott að við förum ekki á Kínverskan stað.

Svo að lokum vill ég kommenta á Bjartsýnis verðlaunin sem Ragga Gísla fékk um daginn og milljón kr. í verðlaun.....Er virkilega einhver dómnefnd sem vinnur allt árið við að finna þetta út? Ég er alveg 100 prósent viss á því að ég myndi ekki fá þessi verðlaun þó ég væri alltaf bjartsýnn, og er ég alltaf fremur bjartsýnn, en samt ekki jafn bjartsýnn og Ragga Gísla, nei, hún er bjarsýnari en við öll.
Annars ég ánægður með að hún vann þessi verðlaun ef einhver átti að fá þau, hún er uppáhalds íslenska söngkonan mín og hefur alltaf verið, og hefur líklega gefið mér fleiri gleðistundir (bjartsýnisstundir) heldur en einhver önnur public (fjölmiðlafárs) bjartsýnis-manneskja á Íslandi síðastliðið ár, þannig aðhún er vel að titlinum komin.

Ég er alveg viss um að ég vinn þessi verðlaun á næsta ári, enda útlitið bjart, það er alveg ljóst. (vinna mér inn prik hjá dómnefndinni already)

Kveðja
Rauður

This page is powered by Blogger. Isn't yours?