Tuesday, January 31, 2006

 

Fall er fararheill,

Nóg að gerast,,,,,

Bíllinn bilaður (startarinn bilaði) og ég leik supermann á hverjum degi, þegar ég hleyp af stað með bílinn og næ honum á smá hraða, hoppa svo inn og skelli honum í annan gír.....Hver þarf startara!!!!!!!! (Það halda allir að ég sé að ræna bílnum þegar ég byrja að hlaupa með hann)

Og Lulla hélt uppá fyrsta daginn sinn eftir afmælið sitt með því að brjóta viðbeinið á sér.......Hún byrjaði nýja árið á því að brjóta á sér tána og núna viðbeinið....(þetta er ekki fyndið) Hún verður rúmföst næstu vikurnar.

Já lífið í Portland getur verið skemmtilegt og brothætt,

Kveðja
Rauður (og fleiri skemmtilegri fréttir væntanlegar í vikunni)

Thursday, January 26, 2006

 

SJónvarpsbull

Ég er nú ekki mikill sjónvarps-maður en það eru þrír þættir sem ég fylgist með reglulega, flest annað horfi ég ekki á, þá er ég bara með MTV á eða Fótbolta.

1. THE OFFICE, Steve Carell er fokking snillingur, mér er alveg sama hversu góð breska útgáfan var, Steve toppar þetta með stæl.....(2 serian er betri en 1 serian) Hann er lélegasti manager ever...ég horfi alltaf á þetta og finnst þetta ógeðslega fyndið

2. Law and Order Special Victims Unit, Snilldarþáttur sem er betri og betri með hverju árinu...alltaf með einhvern þvílíkan viðbjóð sem lætur mann hugsa hvað það eru margir sjúkir einstaklingar í heiminum (ég veit ekki sálfræðilegur ástæðuna fyrir því að manni finnst þetta skemmtilegt, meira athyglisvert)

3. CSI Miami; David Caruso er rauðhærður og þar af leiðandi horfi ég á þennan þátt.....Hann er svona samblanda af Derrek, Taggard og Hunter......og rauðhærður....Leikararnir í þessum þáttum eru samt hlægilega lélegir...............Leigið Rambo 1, first blood og sjáið Caruso þar, enginn smá kjúklingur.


Aðrir þættir....My Name Is Earl (fylgjist með honum vegna þess að Earl er svo líkur Sigga Flosa að ég fer alltaf að hlægja að því í hverjum einasta þætti...Lulla er orðin dálítð leið á þeim brandara hjá mér. Maðurinn er alveg eins og Siggi Flosa, og alltaf að reyna redda einhverju bulli....minnir mig á þegar ég og Siggi flosa fórum útí business saman..ha ha ha hah.....Gummi Torfa var með okkur í þessu, reddaði okkur kerru og einhverju bulli...shit hvað það var fyndið.......þarf lengra blogg í að útskýra businessinn okkar, ef ég væri ekki hjá NIKE þá væri ég örugglega orðinn milljónamæringur með Sigga og Gumma.

Þættir sem mér hefur alltaf langað að fylgjast með en hef ekki enn séð einn þátt af......: 24 (sorry hagnaður, ég hef ekki séð einn þátt í neinni seríu, bæti vonandi úr því fjótlega), LOST, Survivor, CSI NY, ofl...man ekkert hvað fleiri þættir heita...

Jæja aftur í vinnuna, maður þarf að fara svipa börnin sem sauma skóna.
kveðja
Ljónið

Monday, January 23, 2006

 

Öskubuskan

Ljónið stendur í stórræðum þessa dagana og má segja að kvikmyndin ´The Cinderella Man' hafi haft mikil áhrif þar á. Upplýsi á næstu dögum og vikum hvað það er.....
Miklar þreifingar í gangi og ánægðastur er ég með að það er hætt að rigna, sólin komin og vor í lofti.

Það var ekkert djamm þessa helgi, bara vinna og bolti. Næsta helgi er afmælið hennar Lullu og partý planað á laugardaginn,, Svo fyrsti deildar leikurinn hjá U-18 ára liðinu mínu á sunnudaginn, það verða engir fangar teknir í fyrsta leik.

Annars ætla ég að nota tækifærið, úr því maður er að skrifa til milljóna manna á vefnum, að óska Kobe Bryant til hamingju með 81 stig í gærkvöldi. Það er ágætt.

Kveðja
Ljónið

Friday, January 20, 2006

 

Nýjir skór

Stór dagur hjá NIKE á morgun. Nýjasti Air Max skórinn kemur út, Air Max 360 og er fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Fyrsti hlaupaskórinn sem er með Air útum allan miðsólann og þar af leiðandi geta hlauparar og gangarar núna útum allan heim í fyrsta skipti bókstaflega 'HLUPIÐ Á LOFTI' ,,,run on air,,,...Skórinn er líka léttur, sveigjanlegur og mjög þægilegur. Og auðvitað dýrasti hlaupaskórinn frá Nike hingað til $160 (um 10.000kr)
Hér er linkur á skóna og upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga.
http://www.newswire1.net/NW2006/A_FHI_CH/FHI3001732/

Og úr skóm í rapp, þetta er gott stuff;

Strákarnir í Gonzaga eru að snúast uppí harðkjarna glæpamenn og rappstjörnur,

Þetta er nokkrir af vinum okkar frá Spokane sem ákváðu að turn to the dark side of the force.
http://www.youtube.com/w/Gonzaga-Love?v=eGlHIBzIknc&search=gonzaga

Lifi glæpur og rapp,
Kveðja
Ljónið

Wednesday, January 18, 2006

 

Löggumál

Eitt hérna,
Núna þegar Howard Stern er hættur í venjulega útvarpinu og farinn til Geimsins þá er ekki mikið eftir sem hægt er að hlusta á í útvarpinu (ég er að pæla í að kaupa mér gervihnattaráskrift, enda útvarpsþáttur Howards Stern sá besti í heim, og ekki í líkingu við sjónvarpsþáttinn hans á E Network þar sem eina plottið er að fá gellur úr fötunum). Howard er frumkvöðull alls nútímaútvarps í heiminum.
Allavegana, í stað howards er kominn Adam Corolla, sem er stundum dálítið sniðugur og á ég það sameiginlegt með honum að vera lítill stuðningsmaður eða aðdáandi umferðarlögga. Það er náttúrulega óþolandi að löggan setur upp gildrur, sitja svo í bílnum sínum og veiða saklausa vegfarendur í umferðinni og gefa manni mörg þúsund króna umferðarsektir....náttúrulega skandall, og líka þegar þeir fela myndavélar hér og þar og senda heim sektir....'ÆJI mér finnst þetta bara eitthvað svo aulalegt' 95% af öllum þeim sem borga umferðarsektir eru algjörlega saklaust fólk og bara fórnarlömb geðþátta ákvarðanna leiðinlegra, latra, og fýludrifna lögregluþjóna sem gætu verið að gera eitthvað nytsamlegra.

Nenni ekki að skrifa meira um það...to be continue....

Allir körfubolta-áhugamenn athugið..

Áður en ég kom til USA þá var ég NBA aðdáandi og fílaði Chicago Bulls...Fyrst þegar ég kom hingað skildi ég ekkert í háskólakörfuboltanum og fannst hálf-hálfvitalegt að fylgjast með háskólakörfubolta,,,ég meina, ekki myndi ég borga mig inná leik þar sem nemendur HÍ spila á móti HR...

En núna 6 árum seinna er svo í pottinn búið að ég fíla háskólakörfuboltann NCAA Div 1. miklu betur heldur en NBA boltann. Ég ætla gefa nokkrar ástæður:

1. Strákarnir sem eru að spila þarna eru ógeðslega góðir, (enginn Íslendingur hefur að mér aðvitandi náð að spila í einum af topp 10 háskólunum í USA.) Líklegast myndi bandarískt háskólakörfuboltalið vinna íslenska landsliðið með u.þ.b. 40 stigum (til að gera sér grein fyrir styrkleikanum)
2. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu, heiðri skólans, framtíð sinni og fá ekki krónu greidda meira en skólastyrkinn.
3. Gonzaga University er með eitt sterkasta háskólakörfuboltaprogrammið í dag (síðasti Senior leikmaður var að gera samning við LA Lakers)
4. Úrslitakeppnin er eins og bikarkeppni og aðeins einn leikur, win or die...og gengur yfir á stuttum tíma og maður getur veðjað á leikina.
5. Adam Morrison er Gonzaga Leikmaður, leiðir NCAA 1 í stigaskorun, er hvítur, mjór og aulalegur leikmaður en verður líklega einn af þeim betri í heiminum áður en langt um líður. Hér er linkur á smá Umfjöllun um hann.
http://gozags.collegesports.com/sports/m-baskbl/spec-rel/010506aaa.html


Háskólaboltinn er vinsælasta sportíð í USA, vinsælla heldur en NBA, NFL, MLB, og MLS.

Var að heyra að þeir væru byrjaðir að sýna þetta á Íslandi, þannig að endilega tékkið á þessu.

GO gonzaga,
Ljónið

Tuesday, January 17, 2006

 

Hættu plís

Þetta er ekki eðlilegt. Grænuhúsaáhrifin eru ekki að koma sterk inn hérna í Portland.
Það eru búnir að vera núna 24 dagar samfleitt regn hérna og ég þarf að vinna úti í þessu á hverju einasta kvöldi í fjóra til fimm klukkustundir.....þetta er orðið frekar pirrandi til að segja sem minnst....

Kíkti á veðurspána áðan næstu daga og hún er alveg frábær.
http://weather.yahoo.com/forecast/USOR0275_f.html

'FOKKING RAIN', 'THAT DAM RAIN', SON OF BITCH', 'HOLY SHIT', FUCK RAIN', og DESUS CHRIST',,,,eiga það sameiginlegt að vera setningar dagsins hjá mér.

Kveðja
Regn-Ljónið

Monday, January 16, 2006

 

Njósnarinn

Helgin var ansi skemmtileg og ég fór ekki á djammið aldrei slíku vant,,,,,,,, ég eyddi henni á einhverju Showcase fótboltamóti að recruita fótboltamenn fyrir háskóla. Það skemmtilega við það er að ég var ekki í vinnu hjá neinum háskóla við að finna leikmenn en var samt að leita að mönnum.....
Fólk er búið að vera að koma til mín með spólur af sonum þeirra og biðja mig að lýta yfir þetta og koma að sjá syni þeirra spila á þessum mótum...þannig að ég ákvað að láta slag standa....
Svo hitti ég fyrir tilviljun Gonzaga þjálfarann og að sjálfsögðu sagði ég honum hvaða leikmenn ég væri búinn að sjá og ætla að reyna koma þeim í samband við skólann..og þjálfarinn setti mig í vinnu við að finna leikmenn....þannig að núna er kallinn orðinn njósnari fyrir skólann...

Það vantar tilfinnanlega einn-tvö góða íslending út til Gonzaga, helst sterkan miðherja....er einhver sem getur bent mér á einhvern sem vert er að skoða (maður er svo dottinn útúr íslenska boltanum, strákarnir semég þjálfaði árið 1999 og gerði að þreföldum Pollameisturum og Íslandsmeisturum eru núna byrjaðir aðgera samning og spila með MFL KR, og einn þeirra verður án efa innan 3 ára einn besti leikmaður Íslands (ég sagði það árið 1999 og stend enn við það)...Ef einhver getur bent mér á góðan leikmann, endilega hafðu samband..(það er ekkert hægt að fara eftir upplýsingum úr mogganum, þetta eru allt svo mikið fake upplýsingar og fara meira eftir hárgreiðslunni á leikmanninum og/eða hver er frændi hans hversu mikla umfjöllun hann fær.)
Eins og t.d. umfjöllunin um Gunnar Heiðar, shitturinn, það er eins og þetta sé mesti snillingur fótboltans fyrr og síðar (jú hann skoraði nokkur falleg mörk og er ágætisleikmaður), en þegar hann er að spila í sænsku deildinni (sem jú er kannski betri en sú íslenska en nokkrum þrepum fyrir aftan ensku 1.deildina) Frændi hans úr Vestmannaeyjum er greinilega með moggann í vasanum...Svo er lítil umfjöllun um Arnar Jón úr KR, sem fór í hjartaþræðingu og er að koma aftur í boltann!!!!!!!!!!!, ef hann væri frá Ísafirði og stundaði blak þá væri þetta aðalfréttin vegna þess að frændi hans er aðalfrétta kallinn á Ísafirði...(smáborgaraháttur)


Las það á síðunni hjá BJ burger að strákarnir væru að koma til Vegas í vor, er það rétt??? Ætli maður píni sig í að fara þangað enn einu sinni...

Frelsi,
Njosnaraljonid

Sunday, January 15, 2006

 

UNION

Wazzup bitches,

Þokkalegur í dag, enda hætti að rigna eftir 18 daga samfleitt partý..halelúja...

United ekki að ríða feitum hesti þessa dagana, rugl þetta rauða spjald á Ronaldo, og miðjan gjörsamlega ömurleg með Fletcher...Scholes er sárlega saknað....en what a fuck...þetta season er algjörlega búið hvort sem er og ég ætla að cancela kapall sjónvarpinu mínu í tilefni af því.

Nike seasonið er að byrja aftur næstu helgi eftir jólafrí og hlakkar mig mikið til...ekkert undirbúnings-season kjaftæði, æfum í tvær vikur og svo back in action...þannig á það að vera..

Sá þátt um bandaríska menntakerfið það er 6ára-17ára og ástæður þess að menntunin/kennslan væri ekki betri...aðallástæðan var talin KENNARA SAMBANDIÐ (UNION) alveg eins og hefur komið í ljós í flestum öðrum atvinnuvegum þar sem UNION eru sterk þá er varan og þjónustan lélegust.....Nema í málum barna og kennara eru það börnin sem þurfa að borga fyrir lélega kennslu og lélegan metnað og lélega ástundun kennara......

Ég hef lengi haldið því fram að ástæðan fyrir því hversu margir kennarar eru alltaf lasnir í mennta og grunnskóla á íslandi, sé útaf því að kennarasambandið er alltof spillt of skemmt....'niður með sambandið, setjum samkeppni, bestu kennararnir fá hæstu launin og lélegustu eru reknir'......Burtu með kommúnistann...

Ólé
Rauða Ljónið

Thursday, January 12, 2006

 

Stormurinn mikli

Já halló,

Shitturinn, það er búið að rigna stanzlaust hérna núna Síðan 1.janúar og það er farið að fara dálítið í mig...Alltaf blautur og alltaf bleyta á jörðinni og alltaf rigning, rigning, rigning..Tala alltaf um einhvern storm í fréttunum sem er varla meiri en smá gola á isl. mælikvarða....

Allavega á mér aldrei eftir að líða aftur illa yfir því að fá mér vatn úr krananum, nóg er guð búinn að eyða vatninu í rigningu hér.....

Það fauk tré niður fyrir utan hjá okkur í gær og lenti oná tveimur bílum sem þar voru og þeir eru í maski, gjörsamlega ónýtir, svo lenti tréð líka oná rafmagnsstaur þannig að rafmagnið fór af húsinu okkar,,,,og auðvitað afstilltist vekjaraklukkan og ég mætti alltof seint í vinnuna...Ekki í fyrsta skipti sem ég verð fórnarlamb náttúruhamfara...var hálfhissa á því að tréið lenti ekki á mínum bíl... Ég pósta myndir af þessu fljótlega

Annars hef ég ekkert verið í því að gagnrýna plötur eða bíómyndir undanfarna mánuði...það er kannski vegna þess að ég hef ekki enn farið í Bíó síðan ég flutti til Portland, og hef ég enga almennilega útskýringu fyrir því nema að yfirleitt erum við komin alltof seint heim á virkum dögum og frekar eyðum við Föstud.og laugard. í eitthvað annað og svo finnst mér alltof þunglyndislegt að fara í Bíó á sunnudegi,,það einhvern veginn eyðileggur dálítið mánudaginn fyrir mér ef ég fer í bíó á sunnudagskvöldi......Frekar vill ég gera eitthvað annað.....

Sá að vísu snilldarmynd á DVD sem fær hæstu einkunn hjá mér um daginn...Broken Flowers með Bill Murray...ógeðslega góð og 3 og hálfur Árni.

Til hamingju með afmælið allir vinir mínir sem eiga afmæli í Janúar, þetta bjargar mér frá því að hafa ekki sent kveðju á þá sem eiga afmæli í Janúar....(ég man aldrei afmælisdaga)
Talandi um það, þá er ég að pæla í því að skrifa og senda jólakort um helgina,,,,við keyptum heilan bunka af kortum en skrifuðum ekki né sendum eitt einasta fyrir jólin, þannig að núna get ég sent jólakort bæði fyrir þetta og næsta ár, slegið tvær flugur í einu höggi...(al mister MIAGI)

Svona í lokin ætla ég að setja link inná heimasíðu síðasta skátans, en hann var að klára bloggið sitt um síðustu versló, sem ég missti því miður af en mun 100% vera heima næstu versló til að slást í fjörið, enda skemmtilegasta helgi ársins....(og sammála Síðasta Skátanum, þeir sem halda að þeir séu of gamlir fyrir svona helgar eru að missa af miklu) http://astro.hi.is/~pallja/
Kveðja
Ljónið

Tuesday, January 10, 2006

 

Hvalur og bolti

Hvað er málið með þessa hvali og hvalveiðar íslendinga....??? WHO GIVES A SHIT (Douglas Does)

Í gær hitti ég einhvern ´hálvita sem heitir Douglas, og um leið að það kom til tals að ég væri frá Íslandi þá fór hann að spyrja mig af hverju íslendingar væru að veiða Hvali....Ég sagði honum að við yrðum að gera það til að halda fiskstofninum gangandi, vegna þess að einn hvalur étur um helming af fisk-kvóta íslendinga á einu ári, þannig að með því að drepa þessi kvikindi þá ættum við íslendingar meiri fisk til að lifa af....Douglas fannst þetta enn fáránlegt og sagði að það ætti ekki að drepa hvali því þeir væru mammals, en ekki fish.....
Ég benti honum réttilega á að ef við veiðum þá ekki þá synda þessir blessuðu hvalir í fjöruna og fremja sjálfsmorð og það er þvílíkur kostnaður við að losa sig við einn hval úr fjörunni....hann sagði að það væri 'Just nature'.....
Ég sagði honum að hætta að hugsa um þetta og byrja einbeita sér að hálvita forsetanum sínum og láta hann hætta mannaveiðum og láta þennan blessaða bandarískaher fara róa sig niður...'ekkert nema bunch of ignorant poor stupid guys who get guns in their hands and can now suddenly kill without going to jail'':.......Og til að gera langa sögu stutta þá varð Douglas alveg brjálaður og sagði að ég ætti ekki að vera segja svona hluti um USA herinn og ég ætti bara að passa mig....bla bla bla.....Ég sagði honum að hann ætti ekkert að vera skipta sér að því hvort við Íslendingar veiddum hvali eða ekki....Og í dag er staðan þannig að ég og Douglas erum litlir vinir.

Annars finnst mér hvalveiðar Íslendinga bara gott mál og dálítið þjóðarstolt, mér finnst cool að starfa sem hvalveiði-maður, og vona að Íslendingar hætti aldrei að veiða hvali til að koma til móts við einhverja dýraverndunarsinna sem vita ekki hvað snýr upp né niður á nærbuxunum á þeim sjálfum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af því að hugsa um skjaldbökur í öðrum heimsálfum og Hvali í miðju ballarhafi.

Og úr einu í annað:::: Smá bolta scoop.
Undanfarið erum við búnir að vera testa nýja Adidas HM boltann og er hann mjög góður. Hann skoppar mjög vel og hann fer hraðar enn fyrri boltar og snýst ágætlega...Vandamálið við hann að mínu mati er að hann er dálítið eins og plast-bolti á að lýta og finna og stundum þegar maður sparkar honum fast þá snýst hann bæði til hægri og vinstri......Ég held að markmennirnir á HM eigi eftir að kvart eitthvað yfir honum.
Annars er NIKE að koma út með nýjan bolta eftir 3vikur og samkv. okkar testum er það betri bolti en nýji adidas boltinn. Hann er líka betri en guli boltinn sem er núna notaður í EPL.

Snakke med dig later,
Hval-Ljónið

Saturday, January 07, 2006

 

Galdrakjúllinn bjargaði kvöldinu

Las Vegas var snilld eins og endranær.

Ég tók þetta dálítið eins og verslunarmannahelgi (enda missti ég af síðustu heima á Íslandi), sleppti ekki bjórnum allan tímann og nóg af vitleysu...

Laugardeginum eftir 5tíma ferðalag fundum við alla vini okkar í Sport-veðmálasalnum á Hilton hótelinu, þar voru þeir búnir að hertaka 10 leðurstóla og setja þá saman í hring, og allir búnir að veðja á mismunandi leiki (einhver veðjaði á Chicago Bulls vs.....einhver veðjaði á Gonzaga vs ....einhver veðjaði á einhvern, einhver veðjaði á World Cup næsta sumar að USA myndi lenda í 6.sæti.) Allavega samtals veðjuðum við um $60 dollurum og fengum í staðinn fría drykki í um 6klst, þjónustukonan hélt áfram að koma til okka með fría drykki vegna þess að hún fékk alltaf 1 dollara í þjórfé frá öllum okkar, þannig að hún var að meika $12 á 20 mínútna fresti (ekki slæmur díll fyrir hana heldur)......Ég veðjaði á að Gonzaga myndi vinna með 12 stigum, en vann ekki vegna þess að Gonzaga vann bara með 9 stigum (tapaði 10, en hefði unnið 8 ef Gonzaga hefði unnið með 12)....Allavega, bottom line,,,,ég drakk örugglega 12 Corona á þessum sextímum og var kominn í Gamlársstuð....ha ha ha...

Kvöldið var svo allt mjög RANDOM og skemmtilegt, við fundum eitthvað veitingahús sem hleypti okkur inná staðinn þrátt fyrir að við værum ekki með Reservations, tókum Íslenska trikkið á þetta og sögðumst hafa hringt og pantað borð og sögðumst ekkert skilja í þessu...Lulla var forsprakkinn, enda ég ekki beint alvarlegasti maðurinn á þessum tímapunkti, var kominn á trúnó með einhverjum Rússneskum (frá úkraníu) píanóspilara, og aðalumræðuefnið var hversu erfitt það væri að lifa eingöngu á tónlistinni í nútímasamfélagi, 'THE OPPORTUNITIES ARE ENDLESS, BUT STILL THERE´S SO LITTLE LOVE'. (ein af setningunum sem ég notaði óspart þetta kvöld)...

Svo eftir kvöldið kom annað skrítið fyrir, við vorum að labba sem mjög dreifður hópur og á móti okkur kemur einhver klæddur í Kjúklingabúning með kælibox á maganum...hann kemur uppað okkur og gefur okkur öllum Budweiser bjór með Kjúklingahaldara utaná. Við spurðum hann hvað kjúklingahaldarinn gerði, hann sagði okkur að að hann gerði bara magic; hvernig magic spurðum við; 'IT KEEPS YOUR HANDS WARM and YOUR BEER COLD'.....við sögðum öll, 'WOAH'....svo spurðum við hann hver hann væri, þá svaraði hann; 'OF COURSE I'M THE MAGIC CHICKEN' (þetta átti eftir að verða setning helgarinnar og í hvert skipti sem við þökkuðum fyrir eitthvað, þá þökkuðum við líka alltaf The magic chicken)

Svo kom miðnætti, flugeldasýning, geðveiki, rugl, fear and loathing og áður en ég vissi af var ég steindauður inná hóteli...
Ég spilaði aðeins TEXAS HOLD'EM póker, og var tvisvar búinn að fimmfalda upphæðina sem ég byrjaði með en tókst að tapa því í bæði skiptin (bæði skiptin var ég sigraður á lucky flop)...Svo vann ég stóran hluta til baka síðasta daginn þegar ég ákvað að spila edrú, í stað þess að spila eftir 15 bjóra (athyglin ekki alveg sem best)...endaði í mínus $60 eftir helgina sem er ekki slæmt (ég drakk örugglega fyrir 60 á meðan ég spilaði póker þarna í tvö skipti)

Sunnudagurinn var svipaður frá A-Ö.....eina breytingin var að þetta kvöld hittum við Elvis og ég endaði í Kareokee með brjóstahaldara að syngja Frank Sinatra lög...

Gleðilegt ár, og takk fyrir mig,,,
Rauða Ljónið

Wednesday, January 04, 2006

 

Elli skritni og Lulla i godum gir i Vegas. We want thank the magic chicken for everything. RED
Posted by Picasa
 

�essi mynd summarizes dalitid las vegas ferdina, ferdasaga kemur a naestu dogum. Tetta er a nyarsdag...eftir 1.2.3.4.5......15....20 bjora eda svo....samt i fullu fjori...RED
Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?