Thursday, February 24, 2005

 

Víetnam stríðið aftur á: takk

Ekki það að ég botni neitt í strákunum okkar að vera drepa sig og aðra þarna niðrí Írak,, en ég er samt með aðra hugmynd, hvernig væri að skella sér aftur í Víetnam? Hafa svona Víetnam 2, það er örugglega hægt að plata Bush út í það; detta í það með pabba hans, plata hann útí þetta og America er seld...

Vandamálið er það að ég er í tíma með einum strák frá Víetnam, og ekki nóg með það því ég er með honum í hóp ásamt einum lögfræðingi frá bandaríkjunum. Allavega, við erum að gera hópverkefni saman, ameríkaninn er að taka eitthvað Bar-exam í Californiu núna þannig að hann getur ekkert gert, og víetnaminn er búinn að svíkja allt, gera allt vitlaust og bara vera hreinn hálfviti. Þar af leiðandi hef ég þurft að gera þetta verkefni einn, sem er 15% af heildareinkunninni fyrir tímann og á svo að setja nafnið á þeim báðum undir verkefnið, sem er búið að taka mig um 5 daga að klára.
Þex vegna datt mér í hug að fara aftur í stríð við Víetnam. Þá fer hann vonandi að vinna betur í verkefninu með mér!!!!!!

Yfir í meira positive efni, sjónvarpið: Ég var hrikalegur sjónvarpsfíkill undanfarin ár, enda með helvítis cable tv hérna úti, endalaust að stöðvum allan sólarhringinn....í ár ákvað ég að kaupa ekki cable og sjá hvað myndi gerast,.....jú ég er hættur að horfa á sjónvarpið að mestu leyti, horfi á einn þátt í hverri vikur 'one tree hill'..., læri miklu meira. En aftur á móti er alltaf down-side á öllu, nú hef ég ekkert að gera á fimmtudagskvöldum og þar sem eg fer ekki í tíma fyrr en klukkan 10 á föstudagsmorgni, hvað er þá hægt nema að fara á Karokee bar á fimmtudagskvöldum?...akkúrat ekkert...þannig að núna er það 'STAR' öll fimmtudags-kvöld og karokee vitleysa,,,mér finnst það alltaf jafn fyndid, sérstaklega þegar Mariah vinkona hennar Þuriðar fer upp og syngur 'my endless love' duett með kærastanum sínum,,,shit, það er það vandræðanlegasta sem ég veit um, og hún syngur ekkert smá illa. Lúðahrollur.....gaman að þessu.

Búinn að æfa fótbolta núna í tvær vikur á fullu og hef bara nokkuð gaman af því, á grasi og búið að vera stanslaus sól. Farið að kitla aðeins að spila í sumar, veit samt ekki hvað gerist...Valsararnir ætla sér víst ekkert minna en titil.

Peace, maður verður víst að sofa áður en sólin kemur upp, skv. manneldisráði..þá stækkar maður meira.

Var að hugsa um monty python og þegar einn af þeim dó í alvörunni, þetta var ekki sketch, þetta var í jarðarförinni hjá einum þeirra þegar hann dó úr krabbameini, minnir mig.. (alvöru jarðarför) Allir ættingjar voru hágrátandi í kirkjunni, kistan með líkinu opin fyrir framan alla í kirkjunni, John Gleese var halda ræðu um hversu frábær vinur, faðir og persóna hann hefði verið, allt voða emotional, og allir grátandi í kirkjunni,,,þá segir Gleese, Ýes, these are all things other people thought and felt this man was and more, but I say RUBBISH, let the bastard FRY, I never liked the son of the bitch'...og andlitin á fólkinu í kirkjunni voru alveg snilld, enginn vissi hvort hann ætti að hlæja eða grenja, og svo endaði það með því að einn sprakk úr hlátri, og alltíeinu voru allir ættingjarnir farnir að brosa og hlæja, á meðan Gleese hélt áfram að rakka líkið niður..........ég sá þetta í einhverjum heimildarþætti á BBC um Monty Python fyrir nokkrum árum....´merkilegt, enda eru MP bítlar gríns á tuttugustu öldinni..

Góða nótt
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?