Friday, April 01, 2005

 

April fool day

Hvað er málið með páfann??
Ég dauð-vorkenni manninum, standandi þarna og veifandi fólki með slöngu í andlitinu. Er ekki spurning um að gefa manninum frið? Hlýtur að vera mikilvægara en að veifa fólki á götunni!!

Fékk mígreni dauðans í dag, bara allt í einu, var fínn eina mínútuna, svo bara blinda og hausverkur í nokkra klukkutíma. Og ég sem hélt að ég væri búinn að finna lækningu á mígreni...með því að drekka nógu andskoti mikið af vatni...ég þarf semsagt að fara vinna aftur í læknisfræðinni minni....kannski er þetta bjórleysi undanfarið.,,,Já, það hlýtur að vera það...fer að vinna í þessu....minnka lærdóminn, eyk barheimsóknirnar og sé hvað gerist.

1. apríl í dag. Þarf að hrekkja einhvern allsvakalega, ég er með gott plott í gangi, blogga um það á morgun og læt vita hvort það virkaði.

Annars er bara eitt hægt að segja um síðastliðinn mars mánuð: LIFE'S A BITCH, THEN YOU DIE!!!!
Og eins gott að ég fari að lifa eftir heimsspeki commentinu hans Lennon, 'Life´s what happens to you while you´re busy making other plans...

Annars verður maður dauður á morgun og veit ekkert hvað gerðist í gær.

Peace og vonandi verður apríl, afmælismánuður minn, betri en mars var. Stefni á að halda risa-afmælis-kveðjuveislu hérna í lok mánaðarins. Allir á Íslandi velkomnir, bara hringja á undan.

Árni
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?