Sunday, March 20, 2005
Dr.Gunzo
Helgin að klárast og ég búinn með 15 blaðsíður í ritgerðinni minni, og það sem er merkilegt við þessa helgi er að ég fékk mér ekki einn bjór. Líklegast fyrsta helgin í u.þ.b. 2 ár sem ég fæ mér ekki bjór (skömm að hugsa um það). Í staðinn drakk ég endalaust af Starbucks kaffi og þegar ég var kominn með nóg af því að skrifa ritgerðina um klukkan 2.00 um nóttina, þá var nátturulega ekki séns fyrir mig að sofna.
Í svefnleysinu ákvað ég að grúska í bréfum og bókum sem ég fékk mér af bókasafninu um daginn eftir Dr. Hunter S. Thompson, sem skaut sig í hausinn um daginn og var aðal-sögu hetjan og höfundur Fear and Loathing in Las Vegas með Johnny Depp....Ég gjörsamlega festist í þessu og þvílíkur snillingur sem maðurinn var, ég sofnaði ekki fyrr en þegar langt var liðið á morgun og sólin meira segja komin upp...ég mæli með að lesa um og efni eftir Thompson, ekkert smá fyndinn character og vitleysingur.....Einnig mæli ég með Fear and Loathing in Las Vegas, algjör snilldarmynd um þennan mann og sýnir vitleysuna í kringum hann,,uppáhaldsatriðið mitt úr myndinni er þegar hann vaknaði með krókódíla eða eðluskottið límt við sig á hótelherberginu og herbergið fullt af vatni,,,hringekju atriðið er líka helvíti eftirminnilegt.....Þessa mynd verður samt að horfa á með opnum huga og ekki dæma eitt né neitt, bara fygjast með vitleysunni.
Peace
Red
Í svefnleysinu ákvað ég að grúska í bréfum og bókum sem ég fékk mér af bókasafninu um daginn eftir Dr. Hunter S. Thompson, sem skaut sig í hausinn um daginn og var aðal-sögu hetjan og höfundur Fear and Loathing in Las Vegas með Johnny Depp....Ég gjörsamlega festist í þessu og þvílíkur snillingur sem maðurinn var, ég sofnaði ekki fyrr en þegar langt var liðið á morgun og sólin meira segja komin upp...ég mæli með að lesa um og efni eftir Thompson, ekkert smá fyndinn character og vitleysingur.....Einnig mæli ég með Fear and Loathing in Las Vegas, algjör snilldarmynd um þennan mann og sýnir vitleysuna í kringum hann,,uppáhaldsatriðið mitt úr myndinni er þegar hann vaknaði með krókódíla eða eðluskottið límt við sig á hótelherberginu og herbergið fullt af vatni,,,hringekju atriðið er líka helvíti eftirminnilegt.....Þessa mynd verður samt að horfa á með opnum huga og ekki dæma eitt né neitt, bara fygjast með vitleysunni.
Peace
Red