Sunday, March 06, 2005

 

Duran

Duran Duran tónleikarnir voru í gær og var ég búinn að bíða lengi eftir þessum tónleikum, enda alltaf verið Duran Duran fan, frá því ég var lítill patty og heyrði Wild Boys í fyrsta skipti...ég, Pétur frændi, og Þuríður tókum daginn hátiðlega, fengum okkur fyrsta bjórinn um hádegis-bilið og svo chilluðum við í sólinni allan daginn, grilluðum og röltum svo í bæinn á bar í pre-show party og svo á sjálfa tónleikana....
Og til að gera langa sögu stutta þá voru tónleikarnir fokking ótrúlegir, langbestu tónleikar sem ég hef farið á á ævi minni, keyptum okkur Duran Duran boli, með sítt að aftan. Þeir spiluðu öll gömlu góðu lögin sín, plús nokkur ný og stemningin var ótruleg, klappaðir 2svar upp og spiluðu þrjú aukalög, og þar á meðal 'Rio'.. Önnur snilldarlög eins og WIld BOys, Hungry Like a Wolf, Come Undone, Ordinary World, Notorious, Girls on Film, og fleiri voru að sjálfsögðu í prógramminum.....ég mæli með Duran Duran fyrir alla tónlistaáhangendur, sá að þeir spila á Hróarskeldu næsta sumar og það eitt og sér væri nóg fyrir mig til að fara á hátiðina..

Annars er stanzlaust party hérna núna, spring brake byrjað, Pétur mættur og Gonzaga að spila í kvöld.....svo Vegas á þriðjudaginn....., ætla fá Petur til að giftast einhverrri strippara stelpu þarna niðurfrá.

Kveðja
Le Bon
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?