Wednesday, March 23, 2005
Kraftaverk
Ég er búinn að vera að drepast í bakinu núna í um 3 mánuði, alltaf með einhvern helvítis sting fyrir neðan hálsinn og ég hef alltaf verið að reyna losna við þetta með því að teygja, hanga og láta braka í bakinu...alltaf á morgnana var ég næstum fastur....en í gær gerðist dálítið.
Málið var það að ég var að spila æfingaleik í fótboltanum og í byrjun seinni hálfleiks fékk ég boltann rétt fyrir utan vítateig andstæðingana og fór eitthvað að hnoðast með hann fram og til baka, svo stoppa ég snögglega og ætlaði að snúa mér með boltann, heyrðu þá kemur 100kg rumur úr hinu liðinu og keyrir á fullum hraða beint aftan á bakið á mér, ég heyrði hvern einasta hryggjalið braka og hálsinn á mér stífna upp. Ég lá þarna eftir á vellinum og fékk aukaspyrnu en var samt ekki viss hvort ég gæti staðið upp. Svo stóð ég upp og var eitthvað frekar stífur í bakinu og hálsinum restina af leiknum en samt ágætur......svo gerðist það ótrúlega, þegar ég vaknaði í morgun var ég verkjalaus í bakinu og bara hreint eins og nýr maður, eins og ég hafi aldrei haft verk í bakinu á ævi minni...Kannski var þetta kraftaverk, who knows.
Kannski þetta sé leiðin úr öllum meiðslum, bara fá einhvern 100kg + til að hlaupa á fullum hraða á mann. Gott stuff, og læknisfræðinni fleytir fram.
Friður
Rauður
Málið var það að ég var að spila æfingaleik í fótboltanum og í byrjun seinni hálfleiks fékk ég boltann rétt fyrir utan vítateig andstæðingana og fór eitthvað að hnoðast með hann fram og til baka, svo stoppa ég snögglega og ætlaði að snúa mér með boltann, heyrðu þá kemur 100kg rumur úr hinu liðinu og keyrir á fullum hraða beint aftan á bakið á mér, ég heyrði hvern einasta hryggjalið braka og hálsinn á mér stífna upp. Ég lá þarna eftir á vellinum og fékk aukaspyrnu en var samt ekki viss hvort ég gæti staðið upp. Svo stóð ég upp og var eitthvað frekar stífur í bakinu og hálsinum restina af leiknum en samt ágætur......svo gerðist það ótrúlega, þegar ég vaknaði í morgun var ég verkjalaus í bakinu og bara hreint eins og nýr maður, eins og ég hafi aldrei haft verk í bakinu á ævi minni...Kannski var þetta kraftaverk, who knows.
Kannski þetta sé leiðin úr öllum meiðslum, bara fá einhvern 100kg + til að hlaupa á fullum hraða á mann. Gott stuff, og læknisfræðinni fleytir fram.
Friður
Rauður