Friday, March 25, 2005

 

Páskar

Búinn að sætta mig við Fischer og að hann sé orðinn ríkisborgari, enda var það áramótaheitið mitt í ár að 'hætta pirra mig endalaust á hlutum sem ég get ekki breytt'....veðrið, íþróttaúrslit, umferðin, fólk sem er fífl, útvarps-dagskrá, tölvu-vandamál, þegar hringt er í vitlaust númer, og kínverskur matur, eru allt mál sem eru ofarlega á listanum hjá mér að hætta að pirra mig yfir og nú hef ég skellt bobby fischer á listann.

Páskarnir framundan og ekkert plan fram-undan, klára prófin á laugardagsmorguninn og fæ frí á Sunnudag og Mánudag, skelli mér líklegast í skóginn þar sem ég hitti björninn í fyrra og fer að fjalla-hjólast, finnst það ekkert smá gaman, ætti kannski að vera sniðugur og fá mér hjálm,,,en eins og fyrri daginn þá getur maður ekki fórnað coolinu fyrir öryggið, þá væri maður að fara úr Karacter.
Stefni samt á að vakna snemma í fyrra-málið (föstudag) og vaka langi, láta þetta vera alvöru föstudaginn langa.

PS. Fimmtu páskarnir mínir í USA og ég er nú ekkert enn farinn að sakna páska-eggjanna. Enda er ég sáttur ef ég fæ Kit-Kat eða Twix daglega, það er eins og páskaegg fyrir mig. Hins vegar sakna ég þess að eiga afmæli á Íslandi og líka bolludagsins, það var alltaf uppáhalds hátíðisdagurinn minn í gamla daga, þó ég hafi aldrei þolað bakarís-bollur, kannski hefur það samt lagast á undanförnum fimm árum. Sissi bakari kannski að gera góða hluti, bollan kr.859-takk.

God bless (eins og frændi minn orðaði svo skemmtilega við útlensku kærustuna sína)
Ljónið
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?