Tuesday, March 29, 2005

 

Squeel like a pig.

Páskarnir voru skemmtilegir, dottið í það, elduðum lamb og lentum í vitleysu, verður ekki betra.

Á föstudaginn fór ég á fund hjá ráðgjafanum mínum og prófessor Dr.Rutherford, við ákváðum að taka fundinn á barinn til að geta fylgst með háskólakörfuboltanum. Ég ætlaði að fá mér einn bjór, svo leið kvöldið og áður en ég vissi af var komið miðnætti og ég lentur í samræðum við einhverja vitleysinga sem voru að halda því fram að ´The evolution' myndi gera það að verkum að hvíti maðurinn myndi deyja út eins og risaeðlurnar, og svertinginn myndi verða næsti ráðandi kynstofn....Það sem gerði þetta fyndið var að ég tók þetta víst dálítið alvarlega og ruglaði þessu öllu saman og fór að tala um að hvíti maðurinn myndi brátt verða eins og risaeðlurnar vegna þess að svertingjarnir vinna svo mörg gull alltaf á Ólympíuleikunum,,,,,flestir sem hlustuðu á mig tala þetta kvöld, héldu að ég væri orðinn geðveikur..Seinna um kvöldið þegar barinn er að loka, þá kemur barþjónninn á staðnum með símann og segir að það sé síminn til min..ég var viss um að þetta væri eitthvað bull, nei heyrðu, þá var þetta einn félagi minn sem ég hafði ekki hitt allt kvöldið að hringja í mig vegna þess að hann gleymdi bíllyklunum í bílnum sínum fyrir utan THe Star, sem er bar þarna rétt hjá.....Ég var semsagt sendur í mission blindfullur að ná í bíllyklana, ég gerði gott betur, því ég náði í bílinn hans og keyrði hann heim til mín, hefði vafalaust misst prófið ef einhver hefði stoppað mig......ég var með mission,,,,,talaði svo aftur við félaga minn daginn eftir, þá átti ég víst bara að ná í bíllyklana úr bílnum, ekki bílinn.

Komst líka að því hvaða gæludýr ég fæ mér á næstunni. African Grey fugl, það er víst hægt að kenna þeim að tala þvílíkt mikið og þeir lifa um 90 ár. Fullnægjir öllu sem ég vil frá gæludýri, það á eftir að lifa lengur en ég, og talar. Bara gott.

Sá líka snilldarmynd, Deliverance með Burt Reynolds og John Voight,,,ógeðslega góð og 'the mountain people' sitja í hausnum á mér enn í dag. 'Squeel like a pig'....íj´jíji´´.......

Friður,
Red
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?