Friday, March 18, 2005

 

Vikuvillt

Eina sem er að frétta er að ég ruglaðist eitthvað í ríminu, ég hélt ég myndi ekki byrja í lokaprófum í 2 credita tímunum mínum fyrr en síðustu vikuna í mars en í gær komst ég svo skemmtilega að því að ég á að fara í 3 próf í næstu viku og þarf að skila tveimu risa-verkefnum,,nú kemur sér sko rosalega vel að hafa tekið 10 daga í ruglið og í Vegas.

Einnig var St.Patricks day í dag og allir voða sætir í einhverju grænu og allt voða gaman, bjórinn á Jack ´n Dan´s er grænn í kvöld og allir Ameríkanar sem vita ekki hverjir í andskotanum afar þeirra eða ömmur voru, fagna því að þeir halda að forfeður þeirra hafa verið Írskir...allt ákaflega þjóðlegt.....Konan í bankanum lét mig fá grænan límmiða til að líma á brjóstaskálina mína, ég héllt ekki, enda hef ég aldrei skilið þessa Íra vitleysu....

Ég aftur á móti tek ekki þátt í þessari vitleysu enda enn með ógeð á bjór. Tímanum mínum var frestað í kvöld, prófessorinn kom með bjór og pizzu í tímann og setti Gonzaga körfubolta-leikinn á risaskjá í stað þess að halda fyrirlestur um Strategic Change. En Gonzaga liðið spilaði fyrsta leikinn sinn í úrslitakeppni NCAA í kvöld, leikurinn var dálítið spennandi en svo unnum við með 10 stigum. Komnir í 32 liða úrslit og mætum Texas Tech á laugardaginn......Verð samt að gefa kennaranum prik fyrir þetta move, ef hann hefði byrjað að halda fyrirlestur hefði líklegast 80% af bekknum hvort sem labbað út eftir 30 mín, til að ná seinni hálf-leiknum...,,,,ég fékk mér ekki bjór, en nokkrar pizzur í staðinn, verð líklegast hundleiðinlegur að læra næstu sólarhringa, en gef mér pottþétt tíma á laugardaginn í leikinn, enda orðinn mikill fan.

Bróðir minn hann Bjarki var að ljúka Jesus Christ Superstar sýningum sínum í Hagaskóla, hann lék Jesús og stóð sig víst alveg eins og hetja, ég kaupi DVD diskinn þegar hann kemur út.

Einnig verð ég að óska Kára til hamingju með að vera valinn í landsliðið, strákurinn að standa sig vel, nú eru æfingarnar frá Gonzaga loksins að skila sér. Einnig var Bóbó valinn aftur í landsliðið loksins og kominn tími til að þessar landsliðsþjálfara steikur (ef ég að að vera algjört fótboltanörd) fóru að velja að einhverju viti. Indriði er líka áfram í hópnum og er það gott mál. Loksins eru þeir farnir að Hætta að velja Marel, Kristján Orrra, og þessa kettlinga sem voru í einhverri permanent áskrift hjá þjálfurunum.
Peace,
Rauður
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?