Tuesday, April 26, 2005

 

EAT THE FIRE

Búinn að vera ansi lélegur að blogga undanfarið, búinn að vera súperbusy eins og maður segir. Stanzlaus fyllirí, fótboltaleikir og atvinnuviðtöl og svo einhversstaðar inná milli hef ég reynt að skrifa lokaritgerðnar og læra fyrir prófin.
Á laugardaginn ákvað ég að skella út grillinu og bauð til grill-veislu, Themað var Mexicana hattur, og ég var kominn út klukkan 15.00 með bjór og allt klárt, stillti græjunum útí garð og ready í action (með helvítis mexicana hattinn)....heyrðu, heldurðu að fyrsti gesturinn hafi ekki komið klukkan 18.00 og ég náttúrulega orðinn alveg grillaður af vökvatapi frá sólinni og búinn með meirihlutann af bjórnum, plús það að gestirnir sem fóru að rúlla inní garðinn einn á eftir öðrum voru flestir líka búnir með allnokkra bjóra, og grillveislan endaði í fótboltaveislu í garðinum...og ég endaði með að grilla 2 kjúklingabringur, þrátt fyrir að yfir 10 manns hafi mætt í veisluna, flestir voru meira uppteknir af því að fá sér bjór og íslenska brennivínið kom sterkt inn þegar klukkan var farin að nálgast miðnætti.
Eftir þetta tók barinn við, og þar fórum við á hina heilögu þrenningu, The Star, The Bulldog og endað á Jackn´Dans.

Eftir það hittum við einhvað fólk sem bauð okkur í eftirpartý þar sem þau ætluðu að kveikja varðeld í garðinum hjá sér (bonfire). Það reyndist algjör snilld, sérstaklega einn náunginn þarna sem ákvað að rífa sig úr að ofan og 'Eat the fire' eins og hann sagði. Hann ætlaði að stinga hausnum á sér oní eldinn og vera þvílík hetja...Mér fannst þetta svo fyndið (enda kominn vel á þriðja bjór) að ég byrjaði að espa hann upp, reif mig líka úr að ofan og byrjaði að gera smá grín að honum, enda var ég með 6 vini mína þarna og allir með Mexicana hatt. Strákurinn varð ógeðslega pirraður á mér og ákvað að hætta við að eat the fire og í staðinn að slást við mig. Hann tók af sér úrið sitt, sem hann kallaði demantsúr og sagði að ég mætti eiga það ef ég gæti unnið hann í slag. Ég var ekkert á því að fara að slást við hann, enda lítill tilgangur í því og tók því ekki áskoruninni. Þá ákvað hann að bjóða hverjum sem er að slást við sig.......þá ákváðum við 'mexicana gengið' vinsamlegast að biðja hann að fara og hann fór þegjandi og hljóðalaust...(frekar skrítin týpa þessi strákur, og ég hef aldrei séð hann áður á ævi minni)

Á mánudagskvöldið hélt ég aftur grillveislu, en núna bara í rólegri kantinum og bara rauðvín og spjall, fyrst bara ég og Þuríður, svo var klukkan alltíeinu orðin 12 á miðnætti og við vorum orðin 8 í garðinum og bjór kominn í spilið. Uppúr þessu öllu saman er komið þvílíkt plan varðandi grillveislu um helgina, og lokatónleikar Panderson. Við settum meira að segja saman lagalista og ætlum að gefa út 20 gítarbækur fyrir helgi. En aðeins með 5-10 lögum.

Panderson are coming
Red
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?