Sunday, April 03, 2005

 

Þetta er búið

Núna er þetta officially búið í Ensku deildinni, Eiður og félagar taka helvítis dolluna, Utd. verður bara að púzzla sér saman í sumar og negla þetta næsta haust. Vona þá að Chelsea vinni líka Champions League, það væri gaman.

Búin að vera ansi róleg helgi, smá bjór og sull í gær á Jack n´Dans en var furðulega rólegur, enda nýkominn uppúr mígreni dauðans og var ekki tilbúinn að detta í annan hausverk á næstunni.

Ég og Laubbi vorum að tala um Hróaskeldu næsta sumar, við erum einhvern veginn búnir að komast að því að Ísland er of lítið fyrir okkur. Okkur vantar meira challenge, þannig að stefnan verður sett á Danmörku í lok júní þarsem ég verð ekki heima í Ágúst til að halda Verslunarmannahelgina heilaga, eins og ég er búinn að gera undanfarin 8 ár. Við ætlum að reyna smala saman föruneytinu: Síðasti Skáti, The Hawk,,,....nú er um að gera að stilla talstöðvarnar á réttu tíðnina því við verðum með neyðarköll stanzlaust næsta mánuðinn...Þeir sem eiga ekki talstöðvar en eru tilbúnir í að sameinast föruneytinu, skulu vinsamlegast senda mér e-mail eða tala við Guðrúnu á kassanum í Rúmfatalagernum í Kópavogi, leyniorðið er: 'loðin kisa í sturtu'.

Ætla að skella mér á myndina Sin City í kvöld, heldur mér frá barnum að geta loksins farið í bíó. Hef ekki farið síðan í lok janúar að ég held.

Friður
Rauða Perlan
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?