Thursday, April 07, 2005

 

Feitur dómari

Lítið að gerast hérna, nema bandaríkjamenn eru að fara yfirum vegna þess að olían er að hækka. Í dag kostar bensínið um $2.10 per gallon, sem þýðir að líterinn kostar, ef ég er að reikna þetta rétt, u.þ.b. 130kr per gallon, sem þýðir að líterinn kostar undir 30krónum.
Ég vona að bensínlíterinn fari yfir $4.00, þá fara þessir feitu kanar kannski að hætta kaupa sér risa bíla, það er bara ekki eðlilegt að hver einasti maður sem maður þekkir á risa jeppa eða pallbíl......

Talandi um fitu, þá horfði ég á leikinn hjá Chelsea og B.Munchen í dag,,og dómarinn var ekkert smá feitur, ég held að þetta sé feitasti dómari sem ég hef séð dæma, hvernig í andskotanum hefur hann komist í gegnum hlaupatestin og allt þetta kjaftaæði sem UEFA er með..Kannski að hann hafi verið kominn að niðurlotum vegna fiiiiiiitu, þegar hann dæmdi þetta kjaftaæðis víti í lokin, annars þoli ég ekki þjóðverja í fótbolta, varð að koma því að.

Annars var gaman að sjá Eið spila, hann er að spila ekkert smá vel, lék sér að þessum köllum. Var maður leiksins ásamt Lampard að mínu mati, og sendingin hans á Duff var fokking snilld, svo verð ég líka að segja það að ég er ekki að fíla Drogba, leiðinlegur leikmaður sem er ofmetinn dálítið að mínu mati, Eiður er mun betri.

Verður gaman ef Milan mætir Chelsea í úrslitum, draumaúrslitaleikur í stöðunni. Hvenær er annars úrslitaleikurinn?

peace
Rauður
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?