Wednesday, April 06, 2005

 

Ljónið að bíta

Lenti í tæklingu á æfingu í dag sem er ekki merkilegt nema að strákurinn sem lenti í tæklingunni við mig, festi hnéskelina sína í Vatnsúða (sprinkler head) sem stóð uppúr grasinu, og allt hnéð á honum flagnaði upp og sást greinilega í hvíta hnéskelina á honum...þetta var fokking ógeðslegt, og gæjinn (Grant heitir hann) fékk gjörsamlega taugaáfall þegar hann sá löppina á sér, hann var tekinn upp á sjúkrahús og saumaður sundur og saman....þetta kennir mönnum að renna sér ekki nálægt ljóninu, því það bítur fast. (Nei, vona annars að hann verði fljótur að ná sér)

Eins og staðan er í dag er líklegast að ég komi heim í sumarfrí um miðjan maí. Nokkrir skemmtilegir hlutir í gangi þessa dagana.

Ég fór um daginn í Winery (eða Vínekru) hérna í Washington og smakkaði ógeðslega gott rauðvín sem er bruggað í verksmiðjunni, og fannst ógeðslega sniðugt að kaupa 12 rauðvínsflöskur vegna þess að það kostaði bara rúmlega $60. Núna eru þrír dagar frá kaupunum og 8 flöskur eftir, þannig að maður er búinn að vera duglegur, og Þuríður líka, hún endaði á The Star í gær en ekki ég...djöfull er maður að þroskast.

Friður í bili
Rauður
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?