Monday, April 11, 2005

 

Póker helgi

Viðburðarrík helgi á enda og stóð ég mig ansi vel í drykkjunni.

Fimmtudeginum var bara hefðbundið djamm með karokee og vitleysu.
Á föstudagskvöldinu fór ég ásamt 4 vinum mínum hérna í Póker heima hjá einum þeirra, við lögðum allir $20 í pott og spiluðum í um 2 klst. eða þangað til ég var búinn að hreinsa borðið...þá spyr einn vina minna, Goody (sem er bareigandi hérna i Spokane), hvort við værum ekki til í að fara í alvöru póker, hann viti nefnlega um nokkra stráka sem eru að fara spila uppá meiri pening annars-staðar í bænum..Ég, sem var á þvílíku run, var að sjálfsögðu tilbúinn í það en enginn annar vina okkar, það endaði því með því að ég og Goody skelltum okkur í hinn enda bæjarins til að spila póker á móti einhverjum gangsterum..
Við vorum 5 sem spiluðum þarna um kvöldið og hver lagði $100 í pottinn og ákvaðum að sigurvegarinn myndi fá $400 og annað sætið $100....spiluðum í einhverri ógeðslegri stofu með eitthvað skítugt rapp í gangi og svo reyktu þeir gras allan tímann og skoluðu því niður með bjór. Þannig að þetta var svona frekar drullugt andrúmsloft en ég var rólegur yfir þessu vegna þess að Goody virtist þekkja þetta lið..Svo byrja menn að detta út hægt og rólega og klukkan að nálgast 2.00 um nóttina þegar allir eru dottnir út nema ég og einhver geðsjúklingur í wife-beater bol sem bjó þarna í húsinu. Goody var farinn og ég einn í rassgati á móti þessum ruglhausi sem reykti örugglega 1.gramm af grasi á móti hverjum 2 bjórum sem hann drakk og var satt best að segja orðinn vel fucked up, en spilaði samt furðu vel ennþá. Úr því við vorum tveir eftir þá ákváðum við að spila bara áfram uppá allt saman og unnum til skiptis í um 2 klst....Þá gerðist nokkuð skemmtilegt, ég fékk straight flush, K-Q-J-T-9 í tígli og á sama tíma fékk hann rod med A-K-Q-J-T en i mismunandi sortum og við nátturulega hækkuðum báðir allt saman og enduðum með að henda öllu inn...og ég náttúrulega vann, hann varð ekkert smá pirraður enda ekki á hverjum degi sem þú færð spilin sem hann var með...eftir þetta var eftirleikurinn auðveldur og ég kláraði leikinn....ég var nú alltaf smá smeykur að hann myndi taka upp byssu og segja mér að drulla mér út, en það gerði hann ekki og tók bara tapinu vel, enda fékk hann $100 aftur, þannig að í rauninni tapaði hann engu.

Laugardagurinn var svo tekinn hátiðlega, enda loaded with cash, skelltum okkur að horfa á United ´skíta í sig, og ég smakkaði nokkr glös af uppáhaldsbjórnum mínum þessa dagana, Guinness...svo endadi dagurinn og kvöldið í stanslausu partý hjá Fótboltaliðinu, þar sem Piano man lagið með Billy Joel var tekið hátiðlegt með hópfaðmlagi og að sjálfsögðu allir berir að ofan..Þuríður náði líka að starta fótboltaleik í garðinum, þar sem fleiri tæklingar áttu sér stað en ég hef nokkurn tímann orðið vitni að í fótboltaleik í USA.

Niðurstaðan var semsagt, hat-trick helgi, sigur í póker og ekki litið í bók...

Listsýningin hjá Lullu á Fimmtudaginn, Seattle um helgina og ????

Peace
Red
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?