Monday, April 04, 2005

 

Þunglyndi

Sunnudagur, rigning og ekkert í gangi nema NBA, hálfgert þunglyndi þessa dagana. Nenni ekki að læra heldur, kominn með ógeð af því...

Keypti mér 4four2 fótboltablaðið, þar voru valdir 100 bestu leikmennirnir á Bretlandi fyrir utan úrvalsdeildina, við Íslendingar áttum einn á listanum Heiðar Helguson var númer 37, önnur góðkunn nöfn á listanum voru Sheringham og fíflið hann Paul Ince. Annars var ekkert skemmtilegt í þessu annars leiðinlega blaði.
Keypti líka Forbes tímaritið, þar sem allir Billjónamæringarnir í heiminum voru taldir upp og eigur þeirra, þurfti að kaupa blaðið útaf research ritgerð sem ég er að gera um Phil Knight fyrrum forstjóra Nike. Athyglisverðast í þessu blaði var að Björgólfur Þ. var talinn upp sem einn af billjona mæringunum í Evrópu með 1.4 billjónir dollara. Annað athyglisvert var að ríkasti knattspyrnumaðurinn í Evrópu samkvæmt þessu blaði er enginn annar en Fredrik Ljunberg úr Arsenal, hann er ríkari en Björgólfur og er víst að meika það í fasteigna bransanum í Svíþjóð. Ekki hefði mig grunað það.

Hvenær ætli maður eignist billjón $????? Hvað eru mörg núll í billjón.

Sin City var fokking snilld, gef henni 3 og hálfan ÁRNA, og ætla á hana aftur bráðlega.

Kings of Leon eru að koma hérna til Spokane og halda tónleika í lok apríl. Ég er búinn að heyra eitthvað að þeir séu voða góðir...Er það málið??? Einhver diskur eða Lag sem einhver mælir með tli að heyra stuffið þeirra.

Er ad fara i skemmtilegan tima i skolanum i fyrra-malid, hlakkar mikid til, Economics of gambling, spilum vist Texas Hold'em poker og einhvernveginn yfirfaerum tad yfir a lifid. Vonandi verdur tetta athyglisvert, her er linkur a timann http://www.jepson.gonzaga.edu/friesner2/MBUS689/Syllabus.doc

PEACE,
Rauður
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?