Sunday, April 17, 2005

 

Wazzuppp

Sýningin hjá Lullu var á fimmtudaginn og tókst mjög vel, meirihlutinn seldist á opnuninni. Pósta myndir af þessu fljótlega. gott stuff.

Annars er búið að vera mikið að gera á barnum undanfarið, enda flestir sem eru að fara útskrifast að átta sig á því að nú er skólinn að verða búinn og þeir eru búnir að eyða fjórum-fimm árum í það að vera heima allar helgar og læra. Þannig að þau reyna að vinna upp öll fjögur árin á síðustu fjórum vikunum.....

Í dag er hið árlega Rugby reunion, og það þýðir leikur hjá gömlu rugby spilurunum á móti núverandi spilurunum og svo er þvílíkt 'drink up' party á eftir, þar sem allir þessir geðsjúklingar drekka sig blindfulla, borða heilt svín, og slást þess á milli. Gömlu spilararnir mættu flestir í bæinn á miðvikudaginn og eru búnir að vera stanzlaust fullir síðan. Einn þeirra er þvílíkur Liverpool maður, og alltaf þegar hann sér mig, þá þarf hann að segja mér allt sem er að gerast hjá Liverpool,,,ég alltaf ógeðslega spenntur með það.
Ég hugsa nú að ég skelli mér í the 'drink up' með þeim, enda flestir vinir mínir hérna í Spokane tengdir rugby liðinu á einn eða annan hátt...Ætla samt að vera rólegur og fá mér bara 2-3 bjóra!!!!!....Einmitt, sé hvernig það á eftir að ganga hjá mér!! Ég á líklegast eftir að enda með gítarinn langfyllstur að spila Britney Spears og eitthvað bull. Sjáum hvað gerist.

Come on lads,
Red
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?