Wednesday, May 11, 2005

 

South America

Okay,
hér er nýja sagan, ég er ekki búinn að blogga forever og here´s why.

Síðustu 10 dagar eru búnir að vera dálítið sérstakir, ég er búinn að vera klára masters-prófin, og detta í það stanzlaust með fótboltaliðinu og fleira.
Mér fannnst ég búinn að vera í tómu rugli undanfarið með því að hlaupa alsber um allt og fötunum mínum stolið, múnaði pylsusalann vegna þess að ég vildi sýna h0num marblettina á mér eftir streakin hlaupið daginn áður, og svo framvegis....

Hér er það sem gerðist fyrir vin minn sem er að klára prófin sín og verður lögfræðingur og líklegast með langt yfir milljón á mánuði restina af lífi sínu eftir þessa viku.

Hann kláraði prófin á miðvikudegi, sagði upp vinnunni sinni í hádeginu og ákvað að fá sér nokkra bjóra með fyrrum atvinnuveitanda sínum í framhaldi af því. Seinni partinn lenti hann í rifrildi við kærustuna sína þau hættu saman, seinna um kvöldið lenti hann í hörku sleik við bestu vinkonuna sína á barnum fyrir framan alla vini sína og fór svo heim með henni í leigubíl. Þegar hann kom heim til hennar fór hann á Internetið og pantaði ferð fyrir sig til Costa Rica í heila viku, og fimm daga ferð í apaleiðangur um Suður Ameríku......
Daginn eftir vaknaði hann og komst að öllu sem hann hafði gert kvöldið áður, og reyndi að afpanta ferðina en það gekk ekki eftir.....
Hann bauð svo okkur öllum vinunum sínum í morgunmat á laugardagsmorgninuim og sagði okkur fréttirnar....'Yeahh, so I got a little bit drunk on wednesday, I dumped my girlfriend, made out with my best friend and bougth a ticket to South America where I´m going to participate in a 'ape search'........overall, I guess there´s worse things you can do than that in a one night.
Við sem vorum þarna við morgunverðarborðið, flestir hálffullir eftir kvöldið áður hættum ekki að hlægja allan morgunmatinn.

Semsagt, staðan er góð, ég er kominn með gráðuna, þuríður líka og við ógeðslega gáfuð en allt óvíst með framtíðina.......rock n´roll. yes.

Peace
Red
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?