Friday, May 20, 2005

 

Star Wars

Fór í dag á Star Wars og fannst myndin mjög góð, enda hef ég alltaf verið mikill star wars fan, þrátt fyrir að acta cool með það. Ég er ekki að tala um Star Wars alla daga, ég klæði mig ekki upp í Star Wars outfit eða neitt svoleiðis, mér finnst þetta bara skemmtilegar og heillandi myndir.
Hér eru þær í röð eftir hver er best og hver er lélegust.

Nr. 1. Star Wars 3 (Meistaraverk, 4 árni)
Nr. 2. Star Wars 5 (Meistaraverk, 4 árni)
Nr. 3. Star Wars 4 (Snilld, 4 árni)
Nr. 4. Star Wars 6 (Snilld, 3 og hálfur árni)
Nr. 5. Star Wars 2 (Mikið betri en nr.1, en samt ekki nógu góð, of tölvu-eitthvað, 2 og hálfur Árni)
Nr. 6. Star Wars 1 (Mikil vonbrigði og frekar leiðinleg, 1 Árni)

Semsagt nýjasta er á toppi listans, það gæti að vísu breyst á næstu dögum, þarf að melta hana meira. (Lúða-hrollur)

Það fyndasta samt gerðist eftir bíó, nýbúinn að sjá svarthöfða í myndinni, og svo labba ég útúr salnum og hver annar en svarthöfði stendur í röð að fara sjá Star Wars á eftir mér, þarna var líka Obi Wan, Luke, princess Leia og fleiri.....Fólk er ekki í lagi að klæða sig upp og fara í bíó, það á ekkert líf....svo talar það svona 'hey, do you remember when Darth Vader said .......yes, man that was cool.....I know, unreal man....Hey did you notice the special effects in....yeah, it was cool, man that´s awesome'........bla bla bla...lúðar dauðans.

Kem heim á Sunnudaginn í smá frí. Fann mér flug frá San Francisco beint til KEF....langar að prófa 9.tíma helvíti í flugvél,,,,,eins gott að ég fá frítt að drekka, annars dey ég úr leiðindum þar sem Þuríður verður eftir úti í USA.

Peace, og áfram Selma okkar (mér finnst samt að Sverrir Stormsker ætti að vera áfram okkar maður í Eurovision, ef við myndum bara senda hann á hverju ári, þá myndi örugglega koma að því að við myndum vinna).

RED
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?