Friday, May 06, 2005

 

Streakin

Kláraði prófin í gær, gekk vel í flestu og 100% á því að ég fæ MBA gráðuna í hús formlega á Laugadaginn.
Í tilefni próflokanna var farið á 'SMÁ' djamm.

Fyrst fór ég ásamt hinum senior athletes í skólanum í lokahóf íþróttadeildarinnar, þar sem þjálfarar allra liðanna hérna í Gonzaga héldu ofur-væmnar ræður um leikmennina sem þeir eru búnir að þjálfa undanfarin 4-5 ár...Fótboltaþjálfarinn okkar hélt ræðu eins og honum einum er lagið um okkur fótboltastrákana, hann sagði nöfnin okkar og að okkar yrði saknað, búið. Tók um það bil 15 sekúndur, á meðan Hlaupaþjálfarinn hélt 10 mínútna ræðu um hvern leikmann í hlaupaliðinu...Skondið..

Um kvöldið var partý hjá Fótboltaliðinu, enn einu sinni, og ég notaði tækifærið til að kveðja strákana, og að sjálfsögðu var farinn loka-stripp hringur um skólann...Ég, Rob Anderson, og 3 stelpur, og 3 aðrir strákar úr skólanum ákváðum að gera þetta fyrir alvöru og hlaupa um allan campusinn, sem er um það bil 20 mínútna rúntur, allsber....Við gerðum það, með þónokkrum stoppum inná milli, aðallega til að hlæja, einn strákurinn sem var að hlaupa með okkur var með Mexicana hatt og frekar feitur, og hljóp frekar hægt, og ég verð að segja að fylgjast með honum hlaupa allsber var með því fyndnara sem ég hef séð á ævi minni,, svo datt hann hrikalega á rasssinn á miðjum fótboltavellinum og hatturinn hans rifnaði allur...(Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri)...
Til að gera kvöldið enn eftir minnilegra þá var búið að stela fötunum okkar þegar við komum aftur eftir að hafa hlupið. Við skyldum þau eftir utan við eitt tré rétt hjá Bókasafninu og einhverjir krakkabjánar voru búnir að stela fötunum okkar....Það kom svona dálítill skrítinn fílingur í stripp stemninguna þá, vegna þess að það að hlaupa nakinn er ekki það sama og standa nakinn...Einhverjir kusu þá leið að setja laufblöð fyrir það heilagasta, en aðrir eins og feiti mexicana vinur minn, ákváðu bara að rölta og reyna finna fötin aftur....Svo eftir smá stund komu einhverjir krakkar fram með fðtin og fannst þetta voða fyndið.....svo við klæddum okkur í fötin og vorum tilbúinn í háttinn.
Rob ætlaði að keyra heim til sín í dag, komst að því í morgun að bíllyklarnir hans höfðu dottið einhversstaðar út í gær og við leituðum að lyklunum hans í um klukkutíma í morgun þangað til við fundum þá í grasinu hjá bókasafninu...þannig að hann kemst heim til sín í dag.

Enn eitt partýið í kvöld, business skólinn heldur grill-veislu handa starfsfólki og MBA students í kvöld, maður verður víst að pína sig í bjór og vitleysu aftur. Ég er meira að segja búinn að láta plata mig að mæta með gítarinn, það myndast víst alltaf rosa-stemning þegar byrjar að líða á kvöldið. Ég veit það samt ekki. á erfitt með að ímynda mér þetta lið í stemningu, ætli umræðan verði ekki bara Financial ratios, Supply Chain og þaðan af verra.

Svo útskrift á laugardaginn og sunnudaginn. Og á mánudaginn upphefst nýtt líf, sem mun samanstanda af gulrótum, lífrænt ræktuðum ávöxtum og vatni....Bjór, pizzur, hamborgarar, gos, og þetta drasl fer í smá pásu, enda er ég búinn að fá nóg þessu öllu í bili, þó kominn með mest ógeð af bjórnum.....

Friður,
Red
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?