Friday, June 24, 2005
Back in the USA
JÆJA, kallinn kominn aftur út eftir frekar eftirminnilega ferð til Íslands. Geri góðan úrdrátt úr ferðinni fljótlega.
Flaug frá KEF til San Francisco á mánudaginn. Icelandair vélinni seinkaði um 2klst í keflavík og þar af leiðandi missti ég af tengifluginu mínu í San Francisco, ógeðslega hressandi. Þurfti að hanga þarna á flugvellinum í nokkra tíma þangað til einhver asni reddaði mér hóteli yfir nóttina, var kominn uppá hótel um miðnætti á San Fran tíma og þurfti að vera mættur aftur uppá flugvöll kl.5 um morguninn, þannig að ég svaf í heila 3-4 klst í San Fran.,,,fór svo útá flugvöll og þá var ekkert búið að redda neinu tengiflugi fyrir mig, talaði við gæjann hjá Icelandair og hann sagði mér að þeir væru ekkert ábyrgir fyrir þessu og ég yrði bara að redda þessu sjálfur....fokking rugl....'I'M GOING TO BURN THIS HOUSE DOWN, WHERE'S MY STAPLER'...
Ég fór og talaði við einn feitann og flottann svertingja sem vann þarna hjá því skemmtilega flugfélagi Alaskan Air, og hann skildi mig vel, og bara reddaði kallinum fríu flugi frá San Fran til Seattle til Spokane.....Ekkert nema gott um hann að segja og núna ferðast ég bara með þeim í framtíðinni.
Hér í Spokane er hitinn gífurlegur, var um 90 gráður á Farenheit þegar ég kom, um 35 á Celsíus, held ég. Og ekkert breyst, fólk er bara að chilla og grilla öll kvöld, Tucker vinur minn, tók sér frí á hádegi í gær til að taka mig 'FLOATING', en þá látum við okkur fljóta niður á hérna á gúmmíslöngum, með vatn, bjór og gos hangandi í bandi úr slöngunum á meðan maður bakast í sólinni....Ég komst því miður ekki með honum í þetta skiptið vegna þess að ég þurfti að ganga frá nokkrum málum, en hann fór ásamt nokkrum vinum okkar sem tóku sér líka frí í vinnunni á hádegi v.hita.
Vikuferð niður til Portland á mánudaginn hjá mér og Þuríður, finna húsnæði og fleira og fá deit á það hvenær á að byrja að vinna. Eina vesenið er að ég er ekki enn kominn með atvinnuleyfið, ætla bara að vona að það verði ekki eitthvað helvítis vesen. Ég á að fá það 1. júlí næstkomandi.
Um helgina er stærsta HOOPFEST í heimi hérna í Spokane, þá koma körfubolta-kappar allstaðar af og keppa alla helgina. Bærinn verður undirlagður og á hverju götuhorni verður spilaður körfubolti......Nei, ég mun ekki keppa, en verð mjög líklega á hliðarlínunni að fylgjast með bræðrum mínum berjast.
http://www.spokanehoopfest.com/
PEACE OUT
RED
Flaug frá KEF til San Francisco á mánudaginn. Icelandair vélinni seinkaði um 2klst í keflavík og þar af leiðandi missti ég af tengifluginu mínu í San Francisco, ógeðslega hressandi. Þurfti að hanga þarna á flugvellinum í nokkra tíma þangað til einhver asni reddaði mér hóteli yfir nóttina, var kominn uppá hótel um miðnætti á San Fran tíma og þurfti að vera mættur aftur uppá flugvöll kl.5 um morguninn, þannig að ég svaf í heila 3-4 klst í San Fran.,,,fór svo útá flugvöll og þá var ekkert búið að redda neinu tengiflugi fyrir mig, talaði við gæjann hjá Icelandair og hann sagði mér að þeir væru ekkert ábyrgir fyrir þessu og ég yrði bara að redda þessu sjálfur....fokking rugl....'I'M GOING TO BURN THIS HOUSE DOWN, WHERE'S MY STAPLER'...
Ég fór og talaði við einn feitann og flottann svertingja sem vann þarna hjá því skemmtilega flugfélagi Alaskan Air, og hann skildi mig vel, og bara reddaði kallinum fríu flugi frá San Fran til Seattle til Spokane.....Ekkert nema gott um hann að segja og núna ferðast ég bara með þeim í framtíðinni.
Hér í Spokane er hitinn gífurlegur, var um 90 gráður á Farenheit þegar ég kom, um 35 á Celsíus, held ég. Og ekkert breyst, fólk er bara að chilla og grilla öll kvöld, Tucker vinur minn, tók sér frí á hádegi í gær til að taka mig 'FLOATING', en þá látum við okkur fljóta niður á hérna á gúmmíslöngum, með vatn, bjór og gos hangandi í bandi úr slöngunum á meðan maður bakast í sólinni....Ég komst því miður ekki með honum í þetta skiptið vegna þess að ég þurfti að ganga frá nokkrum málum, en hann fór ásamt nokkrum vinum okkar sem tóku sér líka frí í vinnunni á hádegi v.hita.
Vikuferð niður til Portland á mánudaginn hjá mér og Þuríður, finna húsnæði og fleira og fá deit á það hvenær á að byrja að vinna. Eina vesenið er að ég er ekki enn kominn með atvinnuleyfið, ætla bara að vona að það verði ekki eitthvað helvítis vesen. Ég á að fá það 1. júlí næstkomandi.
Um helgina er stærsta HOOPFEST í heimi hérna í Spokane, þá koma körfubolta-kappar allstaðar af og keppa alla helgina. Bærinn verður undirlagður og á hverju götuhorni verður spilaður körfubolti......Nei, ég mun ekki keppa, en verð mjög líklega á hliðarlínunni að fylgjast með bræðrum mínum berjast.
http://www.spokanehoopfest.com/
PEACE OUT
RED