Tuesday, July 12, 2005

 

Allt í fokki allsstaðar

Djöfull styttist í verslunarmannahelgina, ég var nú eitthvað búinn að gæla við þá hugmynd að detta heim suprise um verslunarmannahelgina, ferskur með Duran Duran gítarprogrammið frá því í vetur....Flugið frá San Fran til Kef er samt ógeðslega leiðinlegt, og Icelandair er með þrengstu sæti í heimi,,,þannig að ég veit ekki hvort maður leggi þetta á sig......annars freistar það mikið, enda Föruneytið (Síðasti Skátinn, Rauða Perlan, Snickersið, og fleiri góðkunningjar lögreglunnar) komnir með nýjar talstöðvar og svona fyrir þetta árið...

Einn góður vinur minn hérna úti var tekinn drukkinn að keyra fyrr í vetur og nýlega var verið að dæma í málinu hans, hann missti prófið í nokkra mánuði, þurfti að borga góðan pening í sekt og svo það besta, 'hann þarf að sitja í fangelsi í 24 klst'.....við félagarnir fórum í dag og létum búa til boli sem eru með áletruninni 'FREE JIMMY' og 'JUSTICE FOR ALL' og 'LET THE BASTARD FRY',,svo ætlum við að vera í þeim fyrir utan fangelsið þegar honum verður sleppt út......mér finnst þetta dálítið fyndið, þó maður eigi að sjálfsögðu ekki að keyra fullur (enda mun ég ekki gera það oftar)

Fór á War of the Worlds í kvöld, okay mynd, 2 og hálfur Árni. (litla stelpan, sem mér finnst vanalega mjög góð leik-stelpa var leiðinleg í myndinni að mér fannst, mér fannst Tom Cruise ágætur og sonur hans hundleiðinlegur, annars er lítið hægt að segja um þessa mynd....Ég var ekkert rosalega hræddur enda finnst mér ekkert alltof líklegt að þetta geti gerst, og ef það gerist þá mun ég örugglega ekki trúa því)

Þessi mánudagur var líka merkilegur fyrir þær sakir að það hvellsprakk á hjólinu mínu og ég heppinn að drepast ekki, ég var að hjóla niður brekku í bænum þegar alltíeinu sprakk og ég flaug næstum á hausinn, og ekki með hjálm, þrátt fyrir að í dag hafi verið sett lög hérna að maður megi ekki hjóla án hjálms og ef löggan stoppar mig þá er það $150 í sekt....þarf að fara finna mér hjálm, kannski ég taki hann bara af Skaganum!!

Peace out
Red
Comments:
Sorry, breytti síðunni minni í tilefni dagsins, ekki alveg nógu sáttur við bygginguna þarna í horninu
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?