Thursday, July 21, 2005

 

Á ekki að hleypa inn

Fór í bíó á myndina ´THE WEDDING CRASHERS' og er hún vafalaust sú fyndnasta sem ég hef séð lengi...Vince Vaughn er nátturulega ógeðslega góður eins og áður og Owen Wilson er líka helvíti fyndinn í þessari mynd....Þessi mynd er svona í anda Old School (ekki jafn fyndin að vísu) en svipaður snilldarhúmor..

Mæli með því að þegar er verið að horfa á hana á Íslandi að lesa ekki textann, vegna þess að íslenski textinn eyðileggur stóran hluta myndarinnar að mínu mati, alveg eins og Anchorman er ekkert fyndin með íslenskum texta en algjör snilld með enskum texta....

Þetta er eins og ef það væri reynt að þýða Nýtt Líf á ensku: 'Blessaður Lundi' (Hi, Puffin), Sigurður Mæjones (Ziggi Mayo), 'Heyrðu áttu nokkuð eld, nei en ég er með bursta' (do you have a light, no but I have a hairbrush), 'Málið er bara það að ég er svo viðkvæmur að ég bara þoli ekki svona horror myndir' (The problem is that I´m so vulnerable that I can´t handle those horror flicks).....
Mér finnst þetta dálítið fyndið en ég er viss um að þetta myndi ekki ganga í bandaríska áhorfendur...

Wedding Crashers fær þrjá og hálfan Árna, þannig að ég mæli sterklega með henni.

Peace out
Red
Comments:
hahaha.. snild! Gaman að lesa bullið í þér litli rauði humar! Vona þið hafið það gott úti og bið að heilsa sætu konunni!
kv hlínsa skvís
 
Þakka þér fyrir og takk fyrir síðast, shit, fer aldrei aftur í kópavoginn eins og ég hef gaman að því,,,skila kveðju
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?