Tuesday, July 26, 2005

 

Tour de Beer

Úff, þá er Tour de France loks á enda og sömuleiðis Tour de beer, en ég er einmitt búinn að vera keppandi í Tour De Beer undanfarnar fjórar vikur, og held ég að álagið á mér hafi ekki verið minna en á Lance Amstrong, hann ætti að reyna leggja á sig að drekka bjór á hverju kvöldi í fjórar vikur.

Allavega, mótið var þannig sett upp, við vinirnir, sem samanstóð af 15 mismunandi einstaklingum, lögfræðingum, businessfólki, kennurum, nemendum og vitleysingum, hittumst á stað sem heitir 'THE ROCKET BAKERY' þar sem yfir 180 tegundir af bjór eru í boði, og byrjuðum að fá okkur bjór daginn sem Tour de France byrjaði, þessi staður er hentugur vegna þess að allur bjór er á búðarverði (flestir á um $1 - $1.50) og staðurinn er með verönd sem hægt er að sitja úti og með live relaxing tónlist nokkra daga í viku.

Keppnin snérist um það að ná sem flestum og fjölbreyttustu bjórum oní sig á þessum fjórum vikum, 2 stig fyrir hvern bjór drukkinn og auka 2 stig ef það var ný tegund af bjór fyrir þig....Maður mátti koma þangað hvenær sem er og drekka bjór og urðu að vera tveir eða fleiri keppendur viðstaddir svo að bjórinn yrði talinn með...yfirleitt var samt bara hisst þarna um átta leytið á kvöldið og drukkið og spjallað til 23.00, þegar staðurinn lokaði.

Úrslitin urðu þau að Dan (250 punda high school teacher og fyrrum rugby spilari fyrir Gonzaga) vann mótið með yfirburðum, kærastan hans Beth Ann (var í öðru sæti um 40 stigum á eftir Dan), Tucker var þriðji......ég endaði 8 í stigum en athyglisvert er að taka það fram að ég var annar í bjórum talið, vandamálið með mig er að ég nennti ekki að prófa nýja bjóra, heldur hélt mig eingöngu við Guinness (írskur), Kirin (japanskur), og Sapporo (japanskur), þannig að ég fékk alltaf bara tvö stig fyrir hvern drukkinn bjór.......Og að meðaltali þá drakk ég þrjá komma 3 bjóra á kvöldi í fjórar vikur,,eða samtals 92 bjóra, Good times...

Ég er mjög feginn að Tour de Beer er lokið, búið að reyna mikið á líkama og sál (líklega mest á lifrina samt), þó að ég hafi ekki unnið að þessu sinni, þá var bara gaman að vera með (that´s what loosers say), og vonandi kem ég bara sterkari inn að ári liðnu.

Annars var laugardagurinn líka merkilegur þar sem ég var vakinn klukkan 6.30 um morguninn og hent inn í bíl hjá Luke Miller vini mínum, ég var búinn að lofa að spila með þeim í fótboltamóti og var búinn að steingleyma því, fyrsti leikurinn var klukkan 8.00 um morguninn og var spilað í 11 manna liðum í tvisvar 35 mín, við unnum fyrsta leikinn og komumst þar með í annan leik klukkan 11.00, unnum þann leik og komust þar af leiðandi í undanúrslit klukkan 1.30 og unnum þann leik og komumst í úrslitaleikinn klukkan 4.00 þar sem við töpuðum 3-2 á einhverju skíta víti á síðustu mínútu leiksins....Ég endaði sem markahæsti maður mótsins, skoraði samtals sex mörk og öll mörkin fyrir liðið mitt í undanúrslitunum (unnum 4-1) og líka í úrslitaleiknum..Ég skoraði ekkert í fyrstu tveim leikjunum, leikurinn klukkan 8.00 um morguninn var sá lélegasti sem ég hef spilað í nokkur ár, enda aðeins 6 klst síðan ég hafði stimplað mig útaf barnum kvöldið áður. Svo smátt og smátt komst ég í gang........en þegar ég kom heim um sexleytið um kvöldið voru Þuriður og nokkrar vinkonur hennar heima að grilla og chilla, ég settist hjá þeim úti í garði og áður en ég vissi af var ég steinsofnaður á grasinu og svaf í fjóra klukkutíma úti í garði........

Svo fór ég líka að hugsa um þetta rökrétt, ég held að ég hafi ekki spilað 4 knattspyrnuleiki á sama deginum á ævi minni áður, hvað þá þegar það er 40 stiga hiti og sól, plús það að vera semi-þunnur þegar ég byrjaði að spila,,þannig að það var kannski ekkert skrítið að maður hafi verið dálítið þreyttur þetta kvöld...........þetta var samt helvíti gaman þrátt fyrir að lenda í öðru sæti, og svo hitti ég liðið seinna um kvöldið í smá partýi þar sem drekkt var sorgum sínum

peace
Red
Comments:
Þetta Tour de Beer er schnilld! Hér með er ákveðið að ég mun standa fyrir Tour de World Cup næsta sumar.
 
... eða kannski öllu heldur World Beer eða Beer Cup.

Fer brátt að hætta að éta heróín í morgunmat.
 
Sounds good,
Tour de cup, það er málið, ég verð með, kannski við verðum í Þýskalandi í keppninni, yrði ekki verra.
Kveðja
Red
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?