Tuesday, August 23, 2005

 

High School draumurinn...

Ég held að ég hafi upplifað eitt það fyndnasta sem ég hef gert á ævinni í dag..

Málið er að ég er að fá mér aukavinnu sem fótboltaþjálfari.., og fékk hringingu frá skólastjóra einhvers High School hérna í Oregon á laugardagskvöldið, hann bað mig um að koma í viðtal klukkan átta um morguninn, og ég sagði ekkert mál....svo komst ég að því á sunnudeginum að þessi skóli er í klukkutíma fjarlægð frá húsinu mínu og ekki nokkur leið í helvíti að ég muni taka þessa vinnu, vegna þess að hún myndi aldrei ganga með Nike vinnunni.....en aftur á móti ákvað ég að skella mér í þetta viðtal bara for kicks,,...og viti menn, High Scholinn var gjörsamlega eins og klipptur útúr bíómynd, small town, hetjurnar í Football jakkanum sínum, klappstýrurnar héngu utan í þeim og hver einasti bæjarbúi leit út eins og Flanders í Simpson, og ég var meira að segja stoppaður af 'Small Town' löggunni sem ætlaði greinilega að fara sekta mig vegna þess að ég er með númeraplötu frá Washington fylki...Svo sagði ég þeim að ég væri að fara í viðtal hjá skólastjóranum, þá hafði löggan náttúrulega farið í þennan high school og sagði mér sögu af skólastjóranum og leyfði mér að fara án nokkurs vesens.....Svo var viðtalið eitt mesta upplifun sem ég hef komist í færi við, ég þurfti að tala við þrjá, skólastjórann, yfiríþróttaþjálfarann og einhverja kellingu frá Foreldra-ráði...og önnur hver spurning var fyndnari en sú á undan....Fólkið hafði ekki hugmynd um hvað fótbolti snérist.....

'So, what´s your soccer Philosophy?....'How would you create your defense?.......'How would mingle with other staff during off-season?......What are your coaching limitations?.......What´s your coaching playing style? (ha)...

Ég svaraði öllum þessum spurningum eins ostalega og ég gat, 'CHEEZZY'...Well, I believe soccer is a team sport that can only be played good, when each individual on the team plays hard, cares for his team, is honorable and above all willing to do his best,,you can´t ask for more....

Allavega, með því fyndnasta sem ég hef upplifað...Small Town i Ameríku er mesta djókið í heiminum....Póstkassarnir á götunni, allir þekkja alla og eru súpernice, ...svo leynast fjöldamorðingjarnir alltaf inná milli....klisja..

Kveðja
Red
Comments:
Ég held að menn séu búnir að vera of lengi í Ameríku þegar þeir geta svarað svona heimskulegum spurningum á 'ostalegan' hátt.

Annars mjög skemmtileg saga!
 
Ja og gettu hvad, mer var bodin vinnan, Head Coach Mens Varsity...eg tok henni ekki, i stadinn er eg byrjadur ad tjalfa annan high school sem er mun minni en eg er ordinn Womens Varsity Head Coach, tannig ad aevintyrid heldur afram...Leist mun betur a tennan skola sem eg er kominn i nuna, serstaklega vegna tess ad hann er 15 minutur fra husinu minu og 10 min fra Nike.
 
Hеу! I'm at work browsing your blog from my new iphone 3gs! Just wanted to say I love reading your blog and look forward to all your posts! Carry on the superb work!

my blog post: make money buying and selling cars
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?