Thursday, August 18, 2005
Iceman
Wazzup, mikið að maður kemst aftur almennilega í samband við heiminn á netinu, búinn að vera eitthvað hálf-lélegur undanfarið... Undanfarin vika búin að vera hrein geðveiki, ný borg, ný tækifæri, nýjir geðsjúklingar, nýjar Týpur (shit hvað margir eru að reyna vera cool), nýjir bílar, nýjir veitingastaðir, nýjar bjórtegundir (ólé), nýjir whatever......
Mér er búið að takast að villast á hverjum degi, keyri alltaf eitthvað vitlaust útaf hraðbrautinni og oftar en ekki þá er ég líka að keyra í vitlausa átt, villist í annað hvert skipti sem ég fer á Nike campus-inn..
Spilaði fyrsta leikinn með Nike liðinu í síðustu viku, ég var frekar spenntur fyrir leikinn og hlakkaði mikið til, svo skoraði ég fyrsta markið í leiknum, lagði upp annað markið og svo á 40 mínútu var ég rekinn útaf fyrir að sparka einhvern hálfvita niður þegar boltinn var í burtu vegna þess að hann hafði gefið mér olgnboga skot í andlitið fimm mínútum áður....Þjálfarinn var ekkert alltof ánægður með þetta, en skildi mig mjög vel, og eftir leikinn var gert grín að þessu.........Þetta kallar maður að byrja með stæl, að vísu ekki sambærilegt miðað við byrjunina hans Kára hjá Landsliðinu, en samt ágætis byrjun.
Þegar maður er svona nýr í nýrri borg þá er oft best að nálgast svona 'UNDIRTÓNA TÍMARIT', þau eru til í hverri borg og Portland er enginn undantekning....allavega ég fann mér eitt slíkt sem heitir 'JUST OUT' og byrjaði að lesa það, hélt ég myndi finna út hvar tónleikar væru, hvaða barir eru nálægt og svo framvegis.....ég las blaðið í góðan klukkutíma og svo fór ég svona að undrast á því hversu voðalega gay friendly þessi borg er, hver einasta auglýsing í blaðinu var um homma og lesbíur og allt greinar um bi-sexual fólk og eitthvað þannig........Ég var farinn að óttast að þetta yrði eins og í San Francisco, þar sem fótboltastrákar eru bara kjötstykki, þegar ég fór út á djammið í fyrra með Krissu og vinum hennar þar þá voru um 5 náungar sem klipu í rassinn á mér....(það var ekkert smá creepy og ekki góð lífsreynsla)...
En ég rannsakaði málið betur og komst að því að þetta blað Just OUt er homma og lesbíu blað en ekki 'Unditónablað' Portland, og varð ég frekar feginn....Annars eru nóg af tónleikum hérna í hverri viku, Paul McCartney spilar hérna í Nóv., Gwen Stefani í Sept eða Oct. og fullt af fleirum rokk rugli....
Við erum búin að kynnast nokkrum á þessum stutta tíma sem við höfum verið hérna, og margt skemmtilegt fólk......Ein stelpa Jenny sem við kynntumst, afrekaði það að týna Sigur-Rós geisladisknum sínum í Kambódíu, og það gerðist þannig að hún var ásamt einhverjum ferðamönnum búin að leigja 15 manna bát til að komast yfir einhverja ógeðslega risa fljót, en svo gerist það um nóttina að báturinn siglir á eitthvað tré og báturinn sekkur og hún ásamt hinu fólkinu og mönnunum sem leigðu henni bátinn voru öll fljótandi í skítugu fljótinu sem var uppfullt af Crókódílum, snákum, pýranafiskum og öllum viðbjóði sem þú getur ímyndað þér í fleiri klukktíma, eða þangað til birti og leitarflokkarnir fundu þau, þá var búið að bíta þrjú þeirra, ekkert alvarlegt þeim batnaði eftir viku á sjúkrahúsi en samt....ógeðslegt....Allavega, Jenny missti allt sem hún ferðaðist með í fljótið og þar á meðal Sigur´Rós disknum sínum........Mér fannst þetta allavega góð saga, ég er viss um að það hafa ekki margir týnt geisladisknum sínum á þennan hátt.....
PEace
RED
Mér er búið að takast að villast á hverjum degi, keyri alltaf eitthvað vitlaust útaf hraðbrautinni og oftar en ekki þá er ég líka að keyra í vitlausa átt, villist í annað hvert skipti sem ég fer á Nike campus-inn..
Spilaði fyrsta leikinn með Nike liðinu í síðustu viku, ég var frekar spenntur fyrir leikinn og hlakkaði mikið til, svo skoraði ég fyrsta markið í leiknum, lagði upp annað markið og svo á 40 mínútu var ég rekinn útaf fyrir að sparka einhvern hálfvita niður þegar boltinn var í burtu vegna þess að hann hafði gefið mér olgnboga skot í andlitið fimm mínútum áður....Þjálfarinn var ekkert alltof ánægður með þetta, en skildi mig mjög vel, og eftir leikinn var gert grín að þessu.........Þetta kallar maður að byrja með stæl, að vísu ekki sambærilegt miðað við byrjunina hans Kára hjá Landsliðinu, en samt ágætis byrjun.
Þegar maður er svona nýr í nýrri borg þá er oft best að nálgast svona 'UNDIRTÓNA TÍMARIT', þau eru til í hverri borg og Portland er enginn undantekning....allavega ég fann mér eitt slíkt sem heitir 'JUST OUT' og byrjaði að lesa það, hélt ég myndi finna út hvar tónleikar væru, hvaða barir eru nálægt og svo framvegis.....ég las blaðið í góðan klukkutíma og svo fór ég svona að undrast á því hversu voðalega gay friendly þessi borg er, hver einasta auglýsing í blaðinu var um homma og lesbíur og allt greinar um bi-sexual fólk og eitthvað þannig........Ég var farinn að óttast að þetta yrði eins og í San Francisco, þar sem fótboltastrákar eru bara kjötstykki, þegar ég fór út á djammið í fyrra með Krissu og vinum hennar þar þá voru um 5 náungar sem klipu í rassinn á mér....(það var ekkert smá creepy og ekki góð lífsreynsla)...
En ég rannsakaði málið betur og komst að því að þetta blað Just OUt er homma og lesbíu blað en ekki 'Unditónablað' Portland, og varð ég frekar feginn....Annars eru nóg af tónleikum hérna í hverri viku, Paul McCartney spilar hérna í Nóv., Gwen Stefani í Sept eða Oct. og fullt af fleirum rokk rugli....
Við erum búin að kynnast nokkrum á þessum stutta tíma sem við höfum verið hérna, og margt skemmtilegt fólk......Ein stelpa Jenny sem við kynntumst, afrekaði það að týna Sigur-Rós geisladisknum sínum í Kambódíu, og það gerðist þannig að hún var ásamt einhverjum ferðamönnum búin að leigja 15 manna bát til að komast yfir einhverja ógeðslega risa fljót, en svo gerist það um nóttina að báturinn siglir á eitthvað tré og báturinn sekkur og hún ásamt hinu fólkinu og mönnunum sem leigðu henni bátinn voru öll fljótandi í skítugu fljótinu sem var uppfullt af Crókódílum, snákum, pýranafiskum og öllum viðbjóði sem þú getur ímyndað þér í fleiri klukktíma, eða þangað til birti og leitarflokkarnir fundu þau, þá var búið að bíta þrjú þeirra, ekkert alvarlegt þeim batnaði eftir viku á sjúkrahúsi en samt....ógeðslegt....Allavega, Jenny missti allt sem hún ferðaðist með í fljótið og þar á meðal Sigur´Rós disknum sínum........Mér fannst þetta allavega góð saga, ég er viss um að það hafa ekki margir týnt geisladisknum sínum á þennan hátt.....
PEace
RED