Friday, September 30, 2005

 

Back in Business

Maður er búinn að vera ansi lélegur undanfarið, enda ekki búinn að vera neinn tími í neitt undanfarið....
Fjölskyldan kom, heimilið var á hvolfi í 10 daga, og þau öll á íslenskum tíma fyrstu vikuna, sváfu alltaf seinnipartinn og voru svo vöknuð upp fyrir allar aldir, villtust margoft í borginni, mamma var næstum búin að hlaupa suður til San Fran, og Hans bróðir minn lenti inní fátækrahverfi, þar sem tveir kolsvartir reyndu að ræna hann. Skelltum okkur eina helgi á ströndina, fínt veður 25 stiga hiti og sól, kveiktum Bon-fire á ströndinni og meira og meira.....Svo fór fjölskyldan til San Francisco og fékk vægt taugaáfall yfir því hvernig borgin er....San Fran er eins ég hef alltaf sagt, jafn falleg og hún er ljót. Skítugir heimilislausir drykkjusjúklingar í góðu samblandi við Golden gate brúnna og Alcatraz.
Allavega, ferðin hjá þeim var mjög góð og fær fullt hús stiga.

Annars hefur lífið líka bara verið á fullu. Ég er alltaf að kynnast fleirum og fleirum skrítnum caracterum, einn sá merkilegasti heitir Cany K. (eða Cany Kay) http://www.westsidemetros.com (heimasíðaklúbbsins þar sem hann er yfirþjálfari)
eins og ég kalla hann....Hann er fótboltaþjálfari hérna og er að plata mig til að þjálfa fyrir sig í vetur. Ég fór á fund með honum til að ræða klúbbinn, laun og fleira og það eina sem hann talaði um var Bush og hversu ógeðslega mikill aumingi hann væri. Málið er það að Cany er frá Texas og er á svipuðum aldri og Bush og sér gjörsamlega í gegnum hann (eins og flestir Íslendingar) en bandaríkjamenn eru svo heilaþvegnir að þeir sjá ekki í gegnum þessa strengjabrúðu sem er stjórnað af mafíu suðursins, sem vilja að olían hækki, svo þeir græði milljónirnar sínar til baka sem þeir eyddu í kosningarbaráttunni og draslinu í kringum það...eða eins og Cany orðaði svo skemmtilega...Arnie, you know what Bush is?, He´s a fucking shit, and nothing more'.

Gaman að þessu. Ég missti af SigurRós tónleikunum hér í Portland, fékk ekki miða undir $129, þannig ég sleppti þessu bara, enda er ég ekki mesti SigurRós aðdáandinn, fór samt á Útgáfutónleikana í Íslensku Óperunni áður en Ágætis Byrjun var gefin út árið 1999. Það voru magnaðir tónleikar og ég efast um að þeir geti toppað þá, þó þeir hafi líklegast gert það.

Jæja leikur með Nike í kvöld, ég er framliggjandi miðjumaður í 3-5-2, það er bara gott mál. Búinn að skora 2 í fyrstu 2 deildarleikjunum.........Númerið mitt er 24, ágætis númer sem hefur enga meiningu nema að 2 plús 4 eru 6, og 6 á ensku þýðir kynlíf.

Kveðja
Red
Comments:
Ég var nr. 24 í Fram.
Svo er ég nr. 24 í TLC

Auk þess er 24 besti sjónvarpsþáttur sem framleiddur hefur verið.

24 er því bara fín tala, ekki satt?
 
Jú það er rétt.
En því miður verð ég að láta þig vita af því aðég hef ekki enn séð einn þátt af 24. Ég hef alltaf verið að geyma það, og bara ekki enn haft tíma til að leigja DVD...Geri það í vetur..
Kveðja
Red
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?