Thursday, September 01, 2005

 

Holy, moly, shit

Já blessaður Árni og velkominn aftur á bloggið, já þakka þér fyrir.

Nóg búið að gerast á íslandi hef ég heyrt, FH meistari og Valur í 2 sæti,,,og svo Breiðablik búið að rúlla kvennaboltanum upp.....þá er haustmótið bara eftir...

Það er nóg að gerast og langt síðan ég hef bloggað.
Fyrst er það að nefna að ég er orðinn Head Coach hjá High School hjá Womens liði!!! Hvernig fékk ég þá vinnu?....Jú með því að bulla og bulla og bulla mig inní starfið. Fór í gegnum intense viðtala process sem samanstóð af skólastjóranum, Yfirmanni íþróttanna hjá skólanum og svo auðvitað foreldraráðinu...og fékk starfið...þurfti að hagræða ýmsum sannleika til að vera hæfur....en eins og ég lærði í MBA náminu, hvað gerir maður ef maður hefur ekki eitthvað, jú maður hagræðir sannleikanum þannig að maður hafi það.....First Aid licence,..........Ég þurfti meira segja að fara í fingrafara test, sem ég skil alveg, til að koma í veg fyrir að ég sé ekki einhver geðsjúklingur að fara þjálfa....

Allavega, training camp er búið að vera þessa viku og þetta er búið að vera ein fyndnasta vika ævi minnar...Ég byrjaði á að hafa 2mile run, þar sem ég tók tímann á stelpunum og heldurðu ekki að Tvær stelpurnar hafi fallið í yfirlið, og ég með 'skyndihjálparprófið' mitt alveg á hreinu nátturulega ætlaði að fara beint í hjartahnoð....sem betur fer komust þær aftur til meðvitundar eftir skamma stund og ég þurfti ekki að beita skyndihjálpartækninni sem ég hef lært í gegnum árin frá ER og 911 Rescue sjónvarpsþáttunum,,Ef ég hefði það, þá hefði ég líklegast farið beint í hjartahnoð og svo hefði ég örugglega sett á mig gúmmíhanskana úr sjúkratöskunni og náð í insúlín sprautuna og skellt insúlín-skoti beint í hálsinn....en sem betur fer gerði ég það ekki...Stelpurnar tvær jöfnuðu sig fljótlega og það besta var að allar hinar hættu að hlaupa til að meðhöndla hinar, þannig að ég varð að láta allar hlaupa daginn eftir...

Daginn eftir var rigning, þá var ein sem gat ekki æft vegna þess að það var rigning úti..Mamma hennar kom með regnhlíf að tala við mig og sagði mér að það væri best að láta stelpurnar ekki æfa, það er nefnilega svo rosalega mikil eldingarhætta!!!! Ég hélt hún væri að djóka í mér, en gellan var ekki að grínast, hún bað mig líka að hvetja allar stelpurnar til að nota Protective Head Band svo þær verði ekki allar skaddaðar í hausnum eftir nokkur ár eftir að skalla boltann!!!!!! SUMT FÓLK:::::)

Ég er samt að skemmta mér konunglega, liðið er ekki það besta, en mér líður svona eins og í öllum bíómyndunum, byrja með lélegt lið, svo eigum við eftir að þjappast saman og vinna í lokin, þrátt fyrir að aðalhetjan okkar hafi meiðst í næstsíðasta leiknum á tímabilinu...ha ha ha..

Peace out,
Red
Comments:
Hehehe, þú tekur þetta bara eins og Gene Hackman í Best Shot (Hoosiers í USA), já eða Denzel í þeirri ágætu mynd "Remember the Titans", eða Gummi Torfa með ÍR...
Hef tröllatrú á þér í þessu starfi, mundu bara að hafa nokkra móralska yfir tímabilið og þá verður þetta fínt.
Kv.
Lúka
 
Ja eg stefni a ad vera svona blanda af Gene Hackman og Gumma Torfa...."Simon, tu att ekki sens i tetta, tetta eru HOGG" (skotaefing hja IR, Gummi ad skjota a Simon, hann stillti 10 boltum upp a vitateignum, negldi teim ollum i skeytin og sagdi svo Simoni ad fara hlaupa hringi vegna tess ad hann vardi engann teirra...ha ha ha...)
 
Hehehe, eða þegar G&T kom með frægu peppræðuna fyrir leik á móti Fjölni í Reykjavíkurmótinu:
"Strákar, við getum unnið alla, Val, KR, Þrótt, Barcelona, Leikni, ehhh, kannski ekki Barcelona."
Gaman að þessu...
Kv.
DB

PS. Byrjar vel hjá Gonzaga, nýtt gullaldartímabil í aðsigi??
 
Já endalausar sögur af manninum...'Strákar, við látum engann helvítis Pétur Kristjánsson (Leikmaður hjá Þór Akureyri) komast framhjá okkur, ég meina Pétur Kristjánsson, HVAÐA HELVíTIS POPPARI ER ÞAÐ?' ..........Þetta var ræða fyrir stórleik IR og Þór A. sumarið 2001.

Já GU er vonandi eitthvað að sækja í sig veðrið, samt mikið um meiðsli og Loyola er víst ekki sterkur skóli....University of Portland eru þokkalegir, ég spilaði æfingaleik á móti þeim um daginn með Nike liðinu og þeir verða erfiðir fyrir GU...
 
Sælir

ÞEtta er nátturulega RUGLIÐ EINAR.
ERtu kominn með nýtt númer þarna ??
 
Nei blessaður Binnster,
Yes, kominn með nýtt númer. Frá íslandi 001-503-816-1976..Velkomið að hringja hvenær sem er, mundu bara að ég er 8klst á eftir þér. Þannig að ég er aldrei vaknaður fyrr en um 16.00 á þínum tíma..Skrítið hvernig heimsklukkan virkar????? Hvern hefði grunað þetta.

Kveðja
Red
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?