Tuesday, October 25, 2005

 

Baby see you later

Já halló,
Hvað er uppi (what´s up), hvað er títt (what´s new) og hvílíkur ríðu snilldardagur (what a great fucking day)....

Ég er enn hér í hinum hluta heimsins að rugla og rokka. Gonzaga skólinn var í heimsókn þessa helgi vegna þess að þeir voru að spila við University of Portland, leikurinn var nokkuð góður, endaði 2-2 eftir tvöfalda framlengingu og Gonzaga var einum manni færri í um 50 mínútur.

Eftir leikinn var að sjálfsögðu djamm með Gonzaga Strákunum, ég leyddi hópinn á tvo bari og var það helvíti gaman, loksins hittir maður gömlu vini sína í nýju borginni sem maður býr...svo var þetta komið í vitleysu klukkan 3.00 um nóttina og þeir þurftu að drífa sig uppá hótel vegna þess að þeir flugu klukkan 7.00 um morguninn aftur til Spokane,.....ekki ólíklegt að einhver hafi tekið 'PRICHARDINN' á þetta...(en það er í höfuðið í leikmanni sem ég spilaði með í 2 ár og Tryggvi og Gunni bjuggu með í einhvern tíma, en hann átti það til að æla mjög skemmtilega í flugélinni á heimleiðinni, ældi alltaf í helvítis bréfpokann sem er í sætinu fyrir framan þig, svo svitnaði hann alltaf eins og svín þegar hann var að æla, og svo skellti hann alltaf í sig svona fimm hnetupokum á milli ælustunda....oj ojo oj ojoojojo ojo j...djöfull var það ógeðslegt...) Ég tók alltaf mjög vel eftir þessu vegna þess að við enduðum alltaf saman í flugvélinni (prichard og pjetursson...stafrófið you know)....

Ég stefni á endurkomu til Spokane í Nóvember og er góður fjöldi fólks á leiðinni þangað í reunion partýgame, m.a. endur-reisn, upprisa eða bara framhaldstúr 'THE PANDERSON',,,að vísu er hinn helmingurinn a.k.a. Rob Anderson fótbrotinn, en hann braut löppina á sér gjörsamlega í tvennt á þessu tímabili og er víst með hálfsmeters járn í löppinni á sér...en það á ekki eftir að stoppa okkur, enda erum við eins og 50cent, það þarf meira en járnkúlu til að stoppa okkur.

Svo er þetta orðið klárt með gamlárskvöld, við förum ekki til Íslands, leiðin verður til Vegas þar sem einhver djöfullsins vitleysa verður í gangi, við eigum flug 31dec og svo heim 2 jan.,,,,þannig að þetta verður stutt en vonandi gott gaman. 2 nætur eru líka yfirdrifið nóg í Vegas, ég og Pétur vorum komnir með æluna 'a.k.a PRICHARDINN' í hálsinn síðasta vor þegar við eyddum litlum 6 dögum þar......ég var líka að taka það niður að ég er búinn að eyða 31 dag lífs míns í Las Vegas núna, og er það meira en nóg.

High School liðið mitt spilar á morgun, stelpurnar eiga líklegast eftir að standa sig eins og hetjur eins og vanalega. Allavega fæ ég e-mail frá mömmum stelpnanna eftir hvern leik....'oh wasn´t this game just fantastic, they fought to the last drop, ' the girls are warriors' ..ofl..ofl....foreldrarnir hérna eru dálítið sérstakir og hafa ekki hundsvit á fótbolta. Frekar fyndið en gaman að þessu engu að síður

Halloween næstu helgi og ég stefni á að dressa mig upp sem Bjarni Fel í KR búningnum, ég á örugglega eftir að vera eini maður sem hlær að því, en þaðer líka það skemmtilega við það, til hvers að skemmta öðrum ef maður fær ekki borgað fyrir það..., er að reyna fá Þuríði til að kaupa sér Rauða hárkollu og þykjast vera Sigga Páls.

Kveðja
Red
Comments:
Þannig að leikskólabörn geta gleymt því að sjá Hurðaskelli taka gítarsóló þetta árið?

Og hvað á ég að segja þeim?

,,jólasveinn hvar er Hurðaskellir?"

,,Jú, sjáðu til hann er í Vegas vina mín"

Í hvað ertu búin að koma mér?
 
Guðni minn,

Börnin verða að læra það að jólasveinar geta ekki endalaust verið bara á Íslandi um jólin... og þú getur sagt þeim að Hurðarskellir hafi ákveðið að vera í Vegas þessi jól til að kanna styrkleikann á hurðunum í Bandaríkjunum.
Annars er aldrei að vita hvort maður plati hreindýrin í að fljúga til Íslands eina nótt,

kveðja
Red
 
hvernig fór leikurinn???

Ég legg þá til að þú verðir Toni Páls þarft enga hárkollu, etv bara flautu og vera pínu gay á því.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?