Tuesday, October 18, 2005
Á ekki að hleypa inn..
Er að pæla mikið í að fara á Paul McCartney tónleikana hér í Nóvember, ég verð eiginlega að sjá hann live, þó mér dauðleiðist sumt af sóló-draslinu hans...mér finnst fyndnast að Paul McCartney verður 64 ára á næsta ári og verður frekar fyndið að heyra hann syngja ´When I´m 64'.....will you still need me, will you still feed me....Ætli honum hafi grunað að hann væri enn að spila þegar hann yrði 64.
Annars langar mig einhverra hluta vegna meira á Madonnu tónleika, þó ég hafi aldrei fílað Madonnu neitt sérstaklega. Ég held að tónleikar með henni séu snilld.
Hér er smá Nike scoop, nýjasti fótboltaskórinn sem kemur út á næsta ári heitir 'Nike SuperLegend' og verður Nike´s Copa Mundial skór. Það er allavega hugmyndin. Þeir eru að átta sig á að þetta gervi-leður kjaftaæði er ekkert að virka í fótboltaskóm. Það þarf að vera leður, eins og KÁ sagði alltaf 'alltaf veður fyrir leður'.
ManU gerði jafntefli áðan og Scholes rekinn útaf. Ég skil ekki af hverju Ferguson tók ekki Ronaldo útaf í hálfleik og setti Ping Pong Kong inná. Ronaldo er bara alltof mikill dúllari með boltann, gæjinn tekur aldrei færri en fimm snertingar og hægir ótrúlega á leiknum. ÉG held að Ferguson sé orðinn of gamall í þetta, hann er hættur að sjá þessa einföldu hluti sem hann var snillingur að sjá. Núna er hann orðinn enn þrjóskari og skiptir alltof seint,.....Ég vil Keane í brúnna á næsta ári, selja Ronaldo, lemja Rooney, gera Scholes að Supersub, skipta Smith og Fletcher í annað lið (alltof mikið Low Quality leikmenn til að spila með ManU), kaupa Makalele og Eið frá Chelsea.
bara hugmynd
Roy Roger
Annars langar mig einhverra hluta vegna meira á Madonnu tónleika, þó ég hafi aldrei fílað Madonnu neitt sérstaklega. Ég held að tónleikar með henni séu snilld.
Hér er smá Nike scoop, nýjasti fótboltaskórinn sem kemur út á næsta ári heitir 'Nike SuperLegend' og verður Nike´s Copa Mundial skór. Það er allavega hugmyndin. Þeir eru að átta sig á að þetta gervi-leður kjaftaæði er ekkert að virka í fótboltaskóm. Það þarf að vera leður, eins og KÁ sagði alltaf 'alltaf veður fyrir leður'.
ManU gerði jafntefli áðan og Scholes rekinn útaf. Ég skil ekki af hverju Ferguson tók ekki Ronaldo útaf í hálfleik og setti Ping Pong Kong inná. Ronaldo er bara alltof mikill dúllari með boltann, gæjinn tekur aldrei færri en fimm snertingar og hægir ótrúlega á leiknum. ÉG held að Ferguson sé orðinn of gamall í þetta, hann er hættur að sjá þessa einföldu hluti sem hann var snillingur að sjá. Núna er hann orðinn enn þrjóskari og skiptir alltof seint,.....Ég vil Keane í brúnna á næsta ári, selja Ronaldo, lemja Rooney, gera Scholes að Supersub, skipta Smith og Fletcher í annað lið (alltof mikið Low Quality leikmenn til að spila með ManU), kaupa Makalele og Eið frá Chelsea.
bara hugmynd
Roy Roger