Monday, October 17, 2005

 

Mánudags-sagan

Þannig dagur.

Í dag fór ég á fund í hádeginu á kaffihúsi niðrí bæ. Ég var aðeins of seinn á fundinn vegna þess að ég fann ekkert bílastæði í tíma. Þegar ég loksins kom þá var ég alveg að míga í mig og kallinn farinn að bíða eftir mér. ‘Eg afsakaði mig og hljóp á klósettið um leið og ég kom á fundinn....Klósettið var dálítið óhuggulegt og klósettskálin full af hlandi, ég var byrjaður að hristast vegna þess að mér var svo mál að míga og ætlaði að drífa mig að sturta niður áður en ég pissaði og viti menn!!!! ÉG MISSTI HELVÍTIS BÍLLYKLANA ONÍ KlóSETTIÐ!!!! Ógeðslega hressandi.......Ég pældi mikið í því hvort ég ætti að sturta bara helvítis lyklunum niður, eða kafa oní skálina fulla af annarra manna hlandi (guð sé lof að það var ekki kúkur þarna oní)...Ég ákvað að kafa eftir lyklunum og ekki laust við að mér hafi orðið smá flökurt enda finnst mér ekkert sérstaklega huggulegt að baða mig í annarra manna hlandi, náði lyklunum, pissaði svo og þvoði mér vel og fór svo fram og pantaði mér kaffi og kleinu...Ég sagði manninum ekki frá þessu.

En djöfull var þetta pirrandi, af hverju sturtar fólk ekki niður eftir sig????

Kveðja
Klósettkafarinn,
Comments:
Helvíti huggulegt!!! Tókstu ekki örugglega í höndina á manninum?

Mailið mitt er edilon@hi.is. Ég læt mig ný ekki vanta á þorrablótið í Sjatlanum ef the famous band Sýn mun troða upp.
 
Já ég á diskinn ennþá. Söngsveitin Sýn. Það er ekkert toppa það, flutt alla leið frá Íslandi til að spila á Þorrablót. Það er sönnun þess að allt er hægt í tónlistinni. ÉG MEINA ÞAU FEÐGININ KOMU MEÐ SKEMMTARA PROGRAM MEÐ SER FRÁ ÍSLANDI, shit hvað það var fyndið.
Skilaðu kveðju
Red
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?