Monday, October 31, 2005
Mánudagspósturinn
Ljónið bítur sjaldan en fast...haltu Þér því hér kemur Hemmi Gunn..
Helgin var merkileg fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta skipti sem við höldum eftirpartý hjá okkur hér í Portland...og það stóð til 7.00 sem er mjög langt á Amerískan mælikvarða..Brennivín og íslenskt vodka á boðstólunum ásamt gítarnum, tennisspöðum og fleiri vitleysu..
Einn gesturinn í Partýinu er gamall Gonzaga leikmaður. J-Mac (Jeff McAllister) og hann á öll markaskorarmet hjá Gonzaga enn í dag, hann er að spila með mér í Nike liðinu (vinnur samt hjá fótboltadeildinni hjá Adidas) og þvílíkt góður fótboltamaður enn í dag, með þeim betri sem ég hef spilað með. Og eins og með svo marga góða fótbolta menn þá er hann líka mjög góður partý maður.......Hann var þvílíkt ánægður með Íslenska Brennivínið og þegar ég sofnaði um 6.00 leytið þá sat hann inní stofu með einhvern nornahatt (Halloween kvöld), með Brennivín blandað í klaka og rífandi kjaft yfir því að vinur hans væri að reyna við stelpuna sem hann ætlaði að ná í um kvöldið.......Allavega, var smá íslendinga thema yfir þessu, eða kannski gerir Brennivínið bara gæfumuninn.....
Þess má geta að ég var double xx á einum næturklúbbnum, en það þýðir að ég var cuttaður af, 'no more beer for you', ég lét það samt ekki stoppa mig frekar en fyrri daginn og fór bara á annan klúbb, enda aldrei verið þekktur fyrir að gefast upp. (AA fundur?, orðinn hálfþrítugur og enn snarruglaður)....Annars er það bara þannig hérna í USA, að maður má varla finna á sér án þess að lenda í veseni með barþjónana (þeir eru ábyrgir fyrir mér ef eitthvað kemur fyrir mig inná staðnum og þeir hafa afgreitt áfengi til mín, fáránlegt), ef sömu reglurnar væru á íslandi þá væri líklegast enginn inná neinum stað eftir 2.00 hverja einustu helgi....Ef lögreglan hérna kæmi inná stað sem svipuð stemning væri og á Hverfis (eða whatever) þá myndu þeir handjárna alla, staðnum væri lokað og allir færu í mál við hvorn annan....Já Ameríka er skrítin og þetta er samt ekki algilt.
Gleymdi aftur glugganum opnum á bílnum mínum í nótt og geðveik rigning gerði það að verkum að sætið er á fokking floti og ég er búinn að vera blautur á rassinum í allan dag....Já, ég er að reyna læra þetta, 'ÞEGAR MAÐUR FER ÚTÚR BÍLNUM Á MAÐUR AÐ LOKA GLUGGANUM', þetta kemur vonandi með tímanum.
Friðurinn er úti
AI (Allen Iverson eða ÁI)
Helgin var merkileg fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta skipti sem við höldum eftirpartý hjá okkur hér í Portland...og það stóð til 7.00 sem er mjög langt á Amerískan mælikvarða..Brennivín og íslenskt vodka á boðstólunum ásamt gítarnum, tennisspöðum og fleiri vitleysu..
Einn gesturinn í Partýinu er gamall Gonzaga leikmaður. J-Mac (Jeff McAllister) og hann á öll markaskorarmet hjá Gonzaga enn í dag, hann er að spila með mér í Nike liðinu (vinnur samt hjá fótboltadeildinni hjá Adidas) og þvílíkt góður fótboltamaður enn í dag, með þeim betri sem ég hef spilað með. Og eins og með svo marga góða fótbolta menn þá er hann líka mjög góður partý maður.......Hann var þvílíkt ánægður með Íslenska Brennivínið og þegar ég sofnaði um 6.00 leytið þá sat hann inní stofu með einhvern nornahatt (Halloween kvöld), með Brennivín blandað í klaka og rífandi kjaft yfir því að vinur hans væri að reyna við stelpuna sem hann ætlaði að ná í um kvöldið.......Allavega, var smá íslendinga thema yfir þessu, eða kannski gerir Brennivínið bara gæfumuninn.....
Þess má geta að ég var double xx á einum næturklúbbnum, en það þýðir að ég var cuttaður af, 'no more beer for you', ég lét það samt ekki stoppa mig frekar en fyrri daginn og fór bara á annan klúbb, enda aldrei verið þekktur fyrir að gefast upp. (AA fundur?, orðinn hálfþrítugur og enn snarruglaður)....Annars er það bara þannig hérna í USA, að maður má varla finna á sér án þess að lenda í veseni með barþjónana (þeir eru ábyrgir fyrir mér ef eitthvað kemur fyrir mig inná staðnum og þeir hafa afgreitt áfengi til mín, fáránlegt), ef sömu reglurnar væru á íslandi þá væri líklegast enginn inná neinum stað eftir 2.00 hverja einustu helgi....Ef lögreglan hérna kæmi inná stað sem svipuð stemning væri og á Hverfis (eða whatever) þá myndu þeir handjárna alla, staðnum væri lokað og allir færu í mál við hvorn annan....Já Ameríka er skrítin og þetta er samt ekki algilt.
Gleymdi aftur glugganum opnum á bílnum mínum í nótt og geðveik rigning gerði það að verkum að sætið er á fokking floti og ég er búinn að vera blautur á rassinum í allan dag....Já, ég er að reyna læra þetta, 'ÞEGAR MAÐUR FER ÚTÚR BÍLNUM Á MAÐUR AÐ LOKA GLUGGANUM', þetta kemur vonandi með tímanum.
Friðurinn er úti
AI (Allen Iverson eða ÁI)