Wednesday, October 12, 2005

 

Ísland ólé, ólé..

Sá á netinu að við töpuðum fyrir Svíþjóð í kvöld, 3-1 og að Kári hefði náð að setja´nn og er ég mjög ánægður með það...

Eina sem ég skil ekki eru Íslenskir íþróttafjölmiðlar og hvernig þeir fjalla um landsliðið undanfarið. 'Íslenska liðið spilaði undravel, en tapaði samt', Börðust eins og hetjur en töpuðu samt'......o.s.f.v.

Er þetta orðið málið, erum við búnir að sætta okkur við að vera lélegir? Ég meina ef við erum að tapa öllum leikjunum sem við spilum frábærlega, hvenær í andskotanum eigum við að vinna leiki? Við getum varla farið að vinna þegar við spilum illa?

Ég er þeirrar skoðunar varðandi fótbolta að það eina sem gildir, telur og er mikilvægt er sigur. Jú, það er öðruvísi með yngriflokkana U-10 ára kannski, ég viðurkenni það.
En atvinnumenn, hálfatvinnumenn og landsliðsmenn eru dæmdir og borgað fyrir það hversu marga leiki þeir vinna. Sigur er bottom-line í Fótbolta, allir sem eru í fótbolta að alvöru stefna á að sigra, ef þeir gera það ekki, þá eru þeir í rangri íþrótt.

Ég er ánægður að það eru nýjir og ungir menn að komast inní landsliðið en ég er ekki sammála því að það eigi að fyrirgefa ósigur á móti þjóð eins og Svíþjóð. Við eigum markahæsta leikmanninn í Svíþjóð, og tvo menn í efsta liðinu í deildinni þar í landi...er eitthvað sem segir að við eigum að tapa fyrir þeim í landsleik?

Fótbolti er jafn-mikið hugarfarið og það er líkamleg geta, og þegar íslenskir fjölmiðlar eru byrjaðir að verðlauna og hrósa fyrir ósigur í landsleik í knattspyrnu þá er það áskrift á færri úrvalsíþróttamenn í knattspyrnu á íslandi. Sama hvað KSÍ kvartar þá er það hlutverk fjölmiðla að segja sannleikann og birta fréttir af raunveruleikanum. Ef Íslendingar eru bara sáttir við að tapa landsleik í knattspyrnu af því að allir gerðu sitt besta og börðust, þá hefur eitthvað mikið breyst frá þeim hugsunarhátti sem landsliðið náði og landsmenn náðu á tímabilinu 199x-2000, þegar landsliðið var í blóma og vexti.

Því segi ég. Fuck this aumingjapólitík sem er í gangi með umfjöllun um landsliðið, gagnrýnið þjálfarana, leikmennina, án þess þó að leggja einhvern í einelti og eða fara í einhvern norna-veiði pakka....Fjölmiðlar gerið vinnuna ykkar eða steinhaldið kjafti.

Kveðja
Ragnar Reikhás
Comments:
Nákvæmlega! Gæti ekki verið meira sammála.
 
Árni sem næsti landsliðsþjálfari...
 
Ég verð að sækja um næst, Jolli tók starfið í dag. Er hann einhver þjálfari? Ég veit ekkert um það, enda hefur hann bara þjálfað U-21 árs landsliðið með slökum árangri...við sjáum hvað gerist, hann er samt líklegast betri en Logi og Ásgeir.

Kveðja
 
Hjartanlega sammála.

Þessi fréttaflutningur er eins og spaugstofuatriði. Við spilluðum frábærlega, það eina sem klikaði var að mótherjinn skoraði fleiri mörk en við. ÚT Á HVAÐ GENGUR FÓTBOLTI EIGINLEGA??????
 
Nei Ediljóni, blessaður Ediljón. Hvað er e-mailið þitt? Þarf að ná í þig vegna þess að það styttist í Þorrablót í Seattle og ég var að pæla hvort þú ætlaðir að skella þér....þarft ekki að koma með neitt nema smjör, við rænum bara harðfisknum...ha ha ha..

kveðja
Red
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?