Monday, October 10, 2005
Stóra spurningin
Tími til að ég svari stóru spurningunni sem allir vilja vita og enginn lætur mann í friði gagnvart:
Hvaða bjór er ég að drekka þessa daganna og hvaða bjór er í uppáhaldi?
Til að svara þessari spurningu þarf ég aðeins að kafa dýpra, hugsa um fortíðina (hvaðan kem ég), nútiðina (hvar er ég) og framtíðina (hvert ætla ég).
Fyrst af öllu, ég er frá íslandi og fyrsti bjórinn sem ég drakk var TUBORG, og er hann enn minn uppáhaldsbjór á Íslandi, ekkert er betra en volgur Tuborg í rigningu og skítaveðri í útileigu á Íslandi....í öðru sæti er Víking bjór þó hann komist ekki með tærnar sem Tuborg hefur hælana (eða tappann þar sem Tuborg hefur botninn).
Ég er í USA sem hefur þá sérstöðu í heiminum að Bandaríkjamenn eiga eitthvað stærsta samansafn af ógeðslegum bjór sem til er í veröldinni....Bud, bud light, Coors, Coors light, Miller, Miller Light, Bush Light, Millwakee Best, Keystone Light ofl. ofl. ofl...Svipað drasl, ásamt öllum Forty´s bjórunum (sem eru negra bjórarnir í bíomyndunum) en það eru Sterkir, viðbjóslega vondir, ódýrir flöskubjórar sem koma í 40 ounces magni. Svo eru þeir líka með fullt af Micro brews, sem eru aðeins higher quality bjórar en flestir vondir á bragðið, alltaf beiskir og skítalykt af þeim, að vísu er Heifenweizen bjórinn góður með Sítrónu kreysta útí.
Ég hef þurft að vinna mig áfram í þessu menningarlausa bjórlandi þar sem allt snýst um að vera LIGHT svo þú getir drukkið meira og meira....
Niðurstaðan mín er sú að ég get ekki drukkið bandarískan bjór en aftur á móti er ég búinn að finna 2-3 tegundir sem eru ansi góðar og hjálpa mér mikið við að díla við að vera í burtu frá Tuborg...
Fyrst af öllu, Corona er ágætur og get ég alltaf fengiðhann, hvar sem er í USA og líka á flestum stöðum í heiminum, ef Mexícanarnir gerðu eitthvað rétt, þá var það þegar þeir duttu inná Corona blönduna, Corona er samt ekki í uppáhaldi, þetta er bara öryggisnetið mitt ef allt annað fellur (eins og t.d. á börum á íslandi þegar þeir bjóða bara upp á Carlsberg eða Thule)
Valkostur minn nr. 1 þessa dagana er ítalski bjórinn Birro Moretti http://www.sicilianculture.com/bar/moretti.htm
Bjórinn er mjög mildur, bragðgóður og eftirbragðið er snilld. Hann er líklegast um 4.5%alcahol, sem er það sama og Tuborg. Hann gerir mig ánægðan eftir erfiðan dag og hver sopi gerir mann stoltann að hafa virkilega fengið sér annan sopa.....Gallarnir eru fáir, aðalgallinn er að hann fæst á fáum veitingastöðum og er yfirleitt dýr þegar hann fæst, svo á ég líka til að geta ekki hætt að drekka hann, ég drekkann þangað til hann klárast.
Valkostur minn númer 2., þessa dagana er snilldar Japanski truntu bjórinn SAPPORO í silfurlituðu kjarnorku dósunum. http://www.sapporobeer.com/
Aðeins dýrari, dekkri og sterkari en Birro Moretti. Þesssi á það sameiginlegt með hinum að vera ekki á hvaða veitingahúsi eða bar sem er, en fæst yfirleitt á asísku stöðunum og flestum Sushi stöðum sem ég hef komið á. Fæ yfirleitt nóg eftir að hafa drukkið 3-4 þannig að það er ágætt.
Valkostur minn númer 3, þessa dagana er Pyramid Heifenweizen http://www.pyramidbrew.com/home.php
En það er einmitt fyrsti bjórinn sem ég fékk mér (ásamt Gunna markmanni) þegar ég kom til USA, sá bjór á flugvellinum í Seattle er enn í dag BESTI BJÓR SEM ÉG HEF FENGIÐ Á ÆVINNI, Gunni var sammála mér að þessu leyti og margar ástæður fyrir því af hverju hann var svona góður (búnir að vera vakandi, fljúgandi, drekkandi og hlægjandi í yfir 24 klst og alchólið farið að renna af okkur, Pyramidínn kom eins og vatn í eyðimörk fyrir okkur.....Þexx vegna er Pyramid alltaf í dálittlu uppáhaldi og nota ég hann sem spari og aldrei fleiri en 2-3 í hvert skipti. Bjórinn er rosalega smooth, hveitibjór, sítrónan gerir hann aðeins tærari og alcahól magnið er temmilegt.
Valkostur númer 4 er að sjálfsögðu GUINNESS bjórinn sígildi www.guinness.com
og er ég farinn að drekka hann reglulega bara á þessu ári, mér fannst hann nefnilega vondur í nokkur ár, svo alltí einu var ég á Írskum pöbb að horfa á Champions League síðasta vetur þegar ég ákvað að skella mér á einn og gjörsamlega féll (með fjóra komma níu), ég reyni samt að misnota hann ekki og fæ mér hann aðeins á Írskum pöbbum núna og helst yfir Fótboltaleik. Bjórinn er náttúrulega mjög dökkur, mjúkur og rennur niður eins og silki, einhver sagði við mig að hann væri ógeðslega fitandi en ég held að það sé rugl, allavega verð ég ekki þyngri á að drekka hann, bara hressari.
Já og hvert ætla ég í framtíðinni með þessa bjóra? Ég stefni leynt og ljóst að því að stofna bjórklúbb, þar sem bjórarnir verða skoðaðir betur, drukknir betur, og þynnkustaðall verður settur á hverja tegund (t.d. 10 af þessum gefa þér líklegast smá hausverk en enga ælu..o.s.f.v.)...Þetta er eitthvað sem hefur alveg vantað í bjórheiminn og ég sem einn af keppundum í TOUR DE BEER síðastliðið sumar og ætla að stofnsetja deild í bjórdrykkju sem snýst um meira en að verða fullur.
Mér finnst bjór góður, cool og skemmtilegur, því miður hef ég ekki sömu taugar til Léttvíns enda er léttvín bara viss tegund af vínberum og mér hefur aldrei líkað vel við vínber (fæ alltaf magaverk við að borða vínber). Vodka og Gin eru ágætisdrykkir en Romm, Southern Comfort og fleiri sykraða brennda drykki læt ég ekki lengur inn fyrir minn munn nema í mjög sérstökum aðstæðum, reynslan hefur nefnilega ekkert alltof góð með þessa drykki.
Jæja, back to business
Be Nice,
Mr. Ice
Hvaða bjór er ég að drekka þessa daganna og hvaða bjór er í uppáhaldi?
Til að svara þessari spurningu þarf ég aðeins að kafa dýpra, hugsa um fortíðina (hvaðan kem ég), nútiðina (hvar er ég) og framtíðina (hvert ætla ég).
Fyrst af öllu, ég er frá íslandi og fyrsti bjórinn sem ég drakk var TUBORG, og er hann enn minn uppáhaldsbjór á Íslandi, ekkert er betra en volgur Tuborg í rigningu og skítaveðri í útileigu á Íslandi....í öðru sæti er Víking bjór þó hann komist ekki með tærnar sem Tuborg hefur hælana (eða tappann þar sem Tuborg hefur botninn).
Ég er í USA sem hefur þá sérstöðu í heiminum að Bandaríkjamenn eiga eitthvað stærsta samansafn af ógeðslegum bjór sem til er í veröldinni....Bud, bud light, Coors, Coors light, Miller, Miller Light, Bush Light, Millwakee Best, Keystone Light ofl. ofl. ofl...Svipað drasl, ásamt öllum Forty´s bjórunum (sem eru negra bjórarnir í bíomyndunum) en það eru Sterkir, viðbjóslega vondir, ódýrir flöskubjórar sem koma í 40 ounces magni. Svo eru þeir líka með fullt af Micro brews, sem eru aðeins higher quality bjórar en flestir vondir á bragðið, alltaf beiskir og skítalykt af þeim, að vísu er Heifenweizen bjórinn góður með Sítrónu kreysta útí.
Ég hef þurft að vinna mig áfram í þessu menningarlausa bjórlandi þar sem allt snýst um að vera LIGHT svo þú getir drukkið meira og meira....
Niðurstaðan mín er sú að ég get ekki drukkið bandarískan bjór en aftur á móti er ég búinn að finna 2-3 tegundir sem eru ansi góðar og hjálpa mér mikið við að díla við að vera í burtu frá Tuborg...
Fyrst af öllu, Corona er ágætur og get ég alltaf fengiðhann, hvar sem er í USA og líka á flestum stöðum í heiminum, ef Mexícanarnir gerðu eitthvað rétt, þá var það þegar þeir duttu inná Corona blönduna, Corona er samt ekki í uppáhaldi, þetta er bara öryggisnetið mitt ef allt annað fellur (eins og t.d. á börum á íslandi þegar þeir bjóða bara upp á Carlsberg eða Thule)
Valkostur minn nr. 1 þessa dagana er ítalski bjórinn Birro Moretti http://www.sicilianculture.com/bar/moretti.htm
Bjórinn er mjög mildur, bragðgóður og eftirbragðið er snilld. Hann er líklegast um 4.5%alcahol, sem er það sama og Tuborg. Hann gerir mig ánægðan eftir erfiðan dag og hver sopi gerir mann stoltann að hafa virkilega fengið sér annan sopa.....Gallarnir eru fáir, aðalgallinn er að hann fæst á fáum veitingastöðum og er yfirleitt dýr þegar hann fæst, svo á ég líka til að geta ekki hætt að drekka hann, ég drekkann þangað til hann klárast.
Valkostur minn númer 2., þessa dagana er snilldar Japanski truntu bjórinn SAPPORO í silfurlituðu kjarnorku dósunum. http://www.sapporobeer.com/
Aðeins dýrari, dekkri og sterkari en Birro Moretti. Þesssi á það sameiginlegt með hinum að vera ekki á hvaða veitingahúsi eða bar sem er, en fæst yfirleitt á asísku stöðunum og flestum Sushi stöðum sem ég hef komið á. Fæ yfirleitt nóg eftir að hafa drukkið 3-4 þannig að það er ágætt.
Valkostur minn númer 3, þessa dagana er Pyramid Heifenweizen http://www.pyramidbrew.com/home.php
En það er einmitt fyrsti bjórinn sem ég fékk mér (ásamt Gunna markmanni) þegar ég kom til USA, sá bjór á flugvellinum í Seattle er enn í dag BESTI BJÓR SEM ÉG HEF FENGIÐ Á ÆVINNI, Gunni var sammála mér að þessu leyti og margar ástæður fyrir því af hverju hann var svona góður (búnir að vera vakandi, fljúgandi, drekkandi og hlægjandi í yfir 24 klst og alchólið farið að renna af okkur, Pyramidínn kom eins og vatn í eyðimörk fyrir okkur.....Þexx vegna er Pyramid alltaf í dálittlu uppáhaldi og nota ég hann sem spari og aldrei fleiri en 2-3 í hvert skipti. Bjórinn er rosalega smooth, hveitibjór, sítrónan gerir hann aðeins tærari og alcahól magnið er temmilegt.
Valkostur númer 4 er að sjálfsögðu GUINNESS bjórinn sígildi www.guinness.com
og er ég farinn að drekka hann reglulega bara á þessu ári, mér fannst hann nefnilega vondur í nokkur ár, svo alltí einu var ég á Írskum pöbb að horfa á Champions League síðasta vetur þegar ég ákvað að skella mér á einn og gjörsamlega féll (með fjóra komma níu), ég reyni samt að misnota hann ekki og fæ mér hann aðeins á Írskum pöbbum núna og helst yfir Fótboltaleik. Bjórinn er náttúrulega mjög dökkur, mjúkur og rennur niður eins og silki, einhver sagði við mig að hann væri ógeðslega fitandi en ég held að það sé rugl, allavega verð ég ekki þyngri á að drekka hann, bara hressari.
Já og hvert ætla ég í framtíðinni með þessa bjóra? Ég stefni leynt og ljóst að því að stofna bjórklúbb, þar sem bjórarnir verða skoðaðir betur, drukknir betur, og þynnkustaðall verður settur á hverja tegund (t.d. 10 af þessum gefa þér líklegast smá hausverk en enga ælu..o.s.f.v.)...Þetta er eitthvað sem hefur alveg vantað í bjórheiminn og ég sem einn af keppundum í TOUR DE BEER síðastliðið sumar og ætla að stofnsetja deild í bjórdrykkju sem snýst um meira en að verða fullur.
Mér finnst bjór góður, cool og skemmtilegur, því miður hef ég ekki sömu taugar til Léttvíns enda er léttvín bara viss tegund af vínberum og mér hefur aldrei líkað vel við vínber (fæ alltaf magaverk við að borða vínber). Vodka og Gin eru ágætisdrykkir en Romm, Southern Comfort og fleiri sykraða brennda drykki læt ég ekki lengur inn fyrir minn munn nema í mjög sérstökum aðstæðum, reynslan hefur nefnilega ekkert alltof góð með þessa drykki.
Jæja, back to business
Be Nice,
Mr. Ice