Thursday, October 06, 2005
Uptekinn af dýrum
Hvað er að gerast...
Hér er haustið að koma og laufblöðin byrjuð að falla allsvakalega útum allt, ég gleymdi glugganum á bílnum mínum galopnum síðasliðna nótt og lagði honum beint undir einhverju milljón ára risatré.....Þannig að þegar ég fór út í morgun þá var sætið kúfullt af laufblöðum og einhverjum helvítis pöddum sem því fylgja....Af hverju gleymdi ég glugganum gal-opnum? Vegna þess að miðstöðin í bílnum mínum bilaði skyndilega, og ég var aðkoma af æfingu um kvöldið, allur blautur og sveittur, sá ekkert útum framrúðuna vegna móðu, þannig að ég opnaði gluggann alveg niður....Svo var ég að drífa mig inní íbúð og bara steingleymdi að loka bílnum.....Það er líka samkvæmt nýju heimsspekinni minni, að aldrei að læsa bílnum.
Til hvers að læsa bílnum? Ef einhverjum langar að stela bílnum þá er ekki flókið að komast inn þó hann sé læstur. Þexx vegna læsi ég ekki bílnum og kem þar af leiðandi í veg fyrir að einhver brjóti gluggann til að komast inní bílinn..Þuríður er ekki alveg sammála heimsspekinni og þexx vegna læsir hún alltaf farþega megin...
Hitti Franz Ferdinand því miður ekki, nennti ekki að dresssa mig upp í blaðamannadressinu og þaraf leiðandi gerði ég ekkert í því..
High School krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig af hverju ég sé með tígrisdýra og ljóna tattoo, ég segi þeim alltaf að það sé engin saga á bakvið það...Þau segja samt alltaf að ég hafi verið WASTED one night, og einn strákurinn orðaði það skemmtilega í gær, 'he´s just obsessed with African Animals'...mér fannst það dálítið fyndið en benti honum réttilega á að Tígrisdýr séu ekki frá Afríku og hann skyldi aðeins kafa betur í dýrafræðinni sinni...
Ekki meira að sinni, enda orðið frekar leiðinlegt.
Kveðja
RED
Hér er haustið að koma og laufblöðin byrjuð að falla allsvakalega útum allt, ég gleymdi glugganum á bílnum mínum galopnum síðasliðna nótt og lagði honum beint undir einhverju milljón ára risatré.....Þannig að þegar ég fór út í morgun þá var sætið kúfullt af laufblöðum og einhverjum helvítis pöddum sem því fylgja....Af hverju gleymdi ég glugganum gal-opnum? Vegna þess að miðstöðin í bílnum mínum bilaði skyndilega, og ég var aðkoma af æfingu um kvöldið, allur blautur og sveittur, sá ekkert útum framrúðuna vegna móðu, þannig að ég opnaði gluggann alveg niður....Svo var ég að drífa mig inní íbúð og bara steingleymdi að loka bílnum.....Það er líka samkvæmt nýju heimsspekinni minni, að aldrei að læsa bílnum.
Til hvers að læsa bílnum? Ef einhverjum langar að stela bílnum þá er ekki flókið að komast inn þó hann sé læstur. Þexx vegna læsi ég ekki bílnum og kem þar af leiðandi í veg fyrir að einhver brjóti gluggann til að komast inní bílinn..Þuríður er ekki alveg sammála heimsspekinni og þexx vegna læsir hún alltaf farþega megin...
Hitti Franz Ferdinand því miður ekki, nennti ekki að dresssa mig upp í blaðamannadressinu og þaraf leiðandi gerði ég ekkert í því..
High School krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig af hverju ég sé með tígrisdýra og ljóna tattoo, ég segi þeim alltaf að það sé engin saga á bakvið það...Þau segja samt alltaf að ég hafi verið WASTED one night, og einn strákurinn orðaði það skemmtilega í gær, 'he´s just obsessed with African Animals'...mér fannst það dálítið fyndið en benti honum réttilega á að Tígrisdýr séu ekki frá Afríku og hann skyldi aðeins kafa betur í dýrafræðinni sinni...
Ekki meira að sinni, enda orðið frekar leiðinlegt.
Kveðja
RED