Sunday, October 16, 2005

 

Í vikulok

Gleymdi alltaf að minnast á að ég fór á skyndihjálparnámskeið um daginn. Sofnaði ekki í þetta skiptið eins í vatnsveitunni þegar ég og Búi mættum dauðþreyttir í skyndihjálparnamskeið uppí heiðmörk. Við vorum ekki fyrr sestir en að við báðir steinsofnuðum og skyndihjálpar kallinn var ekki beint ánægður....Hann vakti mig og bað mig að þylja upp hvað hann hefði verið að tala um ' uh uh þú varst að tala um að blása í dúkkuna', svaraði ég til að vera sniðugur...þá ákvað hann að taka mig fyrir framann bekkinn og bjarga brúðunni....setti upp eitthvað dæmi um að brúðan væri manneskja og væri meðvitundarlaus og ég væri fyrstur á staðinn.....'ég auðvitað byrjaði strax í hjartahnoði' (þá varð hann ekkert smá fúll og sagði, jæja þarna drapstu hana) þá fór ég í að blása í hana (jæja, þarna drapstu hana aftur, he he he ).......ég endaði með að ná ekki að lífga hana við og kennarinn var ánægður.

Allavega, skyndihjálp hefur aldrei verið eitt af uppáhaldshlutunum mínum að gera og skyndihjálparnámskeið í USA er engin undantekning...En ég stóðst prófið og er núna fullhæfur í að veita hverjum sem er hjálp skyndilega.

Sá Chelsea spila áðan á móti Bolton og var ánægður með hvað Eiður var góður. Hann hlýtur að fara detta inní byrjunarliðið. Ég held að ManU sé eina liðið sem á breik í þetta Chelsea lið.

Já og annað, ég fór á NBA leik í vikunni. Fór á Blazers á móti Seattle Supersonics. Þuríður fékk gefins tvo miða í bestu sæti, 3 röð fyrir aftan bekkinn og var það ágætt. Að vísu fannst mér leikurinn ekki betri en það að við fórum útúr höllinni þegar hálfleiksskemmtiatriðin voru búin, við nenntum ekki að eyða tímanum í að horfa á einhverja of-vaxna svertingja í körfubolta. Ég bara hef ekki áhuga á NBA lengur (eins og ég var meðfylgjandi NBA áður en ég fór í Háskóla) núna hef ég miklu meira gaman af Háskóla-körfuboltanum og Gonzaga er að sjálfsögðu mitt lið, þeir eru rankaðir sem 7.besta liðið í USA núna áður en seasonið byrjar. 'Eg býst við stórum hlutum í ár frá þeim...

Svo verðum við líklegast í Las Vegas á gamlárskvöld, vinir okkar eru að skipuleggja ferð þangað, þannig að það verður eitthvað partý.

Vertu svalur,
Red
Comments:
Má ég koma með maður.
Kv.Þorbjörn
 
Má ég koma með maður.
Kv.Þorbjörn
 
Já allir er velkomnir, væri ekki verra að fá Íslending í hópinn. Kanarnir kunna nefnilega ekki að djamma rétt, þeir eru alltaf dauðir fyrir skaup.

Roger
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?