Friday, November 25, 2005

 

Þakkargjörðarhátíðin

Thanksgiving var í gær og tók ég daginn mjög hátíðlega og þakkaði fyrir alla kalkúnanna sem feitu Kanarnir éta á sig gat af, og drekka sig blindfulla áður en þeir keyra allir heim og einn af hverjum 1000 lendir í drunk driving slysi... (og þetta er staðreynd)

´Sá nýju MANUDT búningana í dag, þeir verða dálítið breyttir fyrir næsta season og ætla að taka hvíta vara búninginn fram aftur...að vísu verður eitthvað annað en VODAFONE framan á búningnum þar sem þeir riftu samningum. UTD verður samt áfram í NIKE næstu árin að minnsta kosti. Ég skal póstalink á þetta fyrir þessa allra hörðustu UTD menn, eins og t.d. Óla Páls sem var með mér í 1.bekk í kvennó...Hann talaði alltaf um UTD í fyrstu persónu. 'shit við erum að fara spila við xxx um helgina, shit hvað þetta verður erfið vika hjá okkur, djöfull erum við búnir að vera góðir og '''VIÐ UNNUM'''''''''''(þetta eru setningar sem maður heyrði minnst einu sinni á dag).

Sá myndbandið með Madonnu um daginn,, Hún er í engu smá formi gellan, og hvað er hún gömul? Hún fær feitt prik í kladdann hjá mér fyrir þetta myndband og dansinn minnir dálítið á mig á dansgólfinu...kannski að dansinn minn sé að komast aftur í tísku... I´m back....Kannski miðbær og skemmtistaðir Portland fái að njóta mín um helgina...ég er samt vissum að downtown RVK saknar mín, enda hef ég oft verið kallaður Rauði Travolta...

Keypti mér bíl í fyrradag eftir mikla leit og mikil og náin samskipti við bílasalana í borginni. Fyrst ætlaði ég að kaupa mér nýjan GOLF en hætti við það vegna þess að Bílatryggingarnar mínar myndu skjótast through the roof (nokkrar sektir að koma illa inn fyrir mig, stoppmerkis-sektin, keyrði yfir á rauðu sektin, og keyrsla án skoðunar sektin), og ég hefði þurft að borga 2x meira í afborganir á tryggingum á mánuði heldur en afborganir á bílnum þannig að það gekk engann veginn upp.......Í staðinn endaði ég með að kaupa mér Toyotu og staðgreiða bílinn, þar af leiðandi þarf ég ekki að borga neitt nema smá pening á mánuði í tryggingar og bíllinn er þar af auki ógeðslega cool...ekkert smá basic, það er hraðamælir, miðstöð, hitamælir og bensínmælir........that´s it, ekkert meira, ekkert útvarp, engin klukka, ekkert.....en samt með leðursætum og beinskiptur......(Gæjinn sem átti bílinn á undan mér hefur verið ekkert smá sérstakur, keyrði um á hverjum degi í nokkur ár án þess að vera með útvarp, ég gæti það ekki, enda er ég að setja geislaspilara í hann í næstu viku).

Við ákáðum í gær að elda kalkún og rock the house, það var algjör snilld og Lulla meistari í hátíðarmat....enda er þetta orðið þannig að við eldum svo ógeðslega sjaldan að hvert einasta skipti sem við eldum þá er það hátíðarmatur......yfirleitt endar með að borða samloku á Starbucks á miðnætti, samt góðar samlokur verð ég aðsegja........Gaman að þessu.

Svo að lokum einn skemmtilegur punktur. Blockbuster´s video (stærsta video franchise i USA) hætti með 'late fee' nýlega og núna getur þú leigt mynd fyrir $3.79 og verið með myndina í viku (standard leigutími) svo ef þú gleymir að skila henni eftir viku, þá hefur þú viku í viðbót til að skila myndinni, og ef þú gerir það ekki þá, þá ertu rukkaður fyrir verð myndarinnar (um $19 - 3.79 samtals um $15) og þarft ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Ég er búinn að leigja tvær myndir nýlega, gleymt að skila þeim báðum í 14 daga og núna á ég tvær myndir sem mig langar ekkert að eiga og meira segja er ég ekki búinn að horfa á aðra þeirra. No late fee, er semsagt ekkert að koma neitt rosalega sterkt inn fyrir mig, og ekki heldur fyrir Blockbuster, en þeir eru að fara hausinn fljótlega.
ÞEtta er samt að koma sterkara inn fyrir mig heldur en á Íslandi þegar maður leigir mynd fyrir 500kr klukkan 23 og þarft að skila henni fyrir 21 næsta dag, eða þú verður rukkaður aðrar 500kr.....gleymir að skila í viku og þú ert kominn með 3500kr sekt....það er náttúrulega bara rán.

Föstudagur í kvöld og líklegast verð ég bara rólegur. Kannski ég skelli mér í bíó en ég hef ekki farið í Bíó síðan ég flutti til Portland, þannig að ég fór síðast í bíó í Júlí......Mig langar að sjá Walk the Line (Johnny cash myndin).

Peace
REd
Comments:
Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga...þá vil ég taka það fram að það er breyting á áætlun, nokkrir gamlir GU strákar í bænum í kvöld..Kvennaleikur University of Portland (besta liðið í USA þessa stundina) vs. Notre Dame (5 besta liðið) í fjórðungsúrslitum NCAA keppninar. Partý í bænum á eftir og ljónið á eftir að leika listir sýnar lausum hala.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?