Thursday, November 03, 2005

 

Kínamatur

Síðastliðin nótt er ekki merkileg fyrir margar sakir, nema það að ég svaf ekkert, og ekki fyrir neina ástæðu, ég bara gat hreinlega ekkert sofnað og samt vaknaði ég daginn áður fyrir klukkan sjö.....Ætli ég þurfi ekki lengur að sofa? Ég er ekkert búinn að vera þreyttur í allan dag. Hvað á ég þá að fara að gera á nóttinni restina af lífinu? Ætli þetta sé helvítis Ginsengið frá því í Kvennó (þegar ég át tveggja mánaðarskammt af hreinræktaðri Ginseng rót á tveimur dögum en ekki tveimur mánuðum vegna þess að ég skildi ekki orð af því sem kínverjinn á skólavörðustíg sem seldir mér Ginsengið sagði), er Ginsengið loksins að virka núna, eða flashback?

Ég eyddi samt bróðurparti næturinnar í að horfa á sjónvarpið og var það ágætis skemmtun, athyglisverðasta sem ég sá var heimildarþáttur á Animal Planet um Tígrísdýrin á Indlandi og hvernig þau eru í útrýmingarhættu og af hverju......Á byrjun 19 öld voru til tugir þúsunda Indveskra tígrisdýra, en þá ákváðu 'snillingarnir' í bresku konungsfjölskyldunni að veiða eins mörg og þau gætu sér og vinum sínum til skemmtunar á kostnað bresku verkamannsstéttarinnar (shit hvað ég er feginn að vera ekki ljótur breti). Síðan voru Tígrisdýrin friðuð og veiðarnar lagðar af en einungis opinberlega, vegna þess að það er enn þvílíkur markaður fyrir Tígrisdýr, tígrisdýrabein, skinn, kjöt ofl. í KÍNA, vegna þess að kínverjar (sem eru alltaf svo gáfaðir) trúa því að þeir öðlist kraft tígrísdýrsins með því að borða það. Tígrisdýr eru númer 2 í röð dýra samkvæmt Kínverskri trúarfræði, en Drekinn er númer eitt og þeim hefur bara ekki enn tekist að veiða neinn til að borða, þannig að Tígrisdýrin eru borðuð í staðinn...Þess má líka geta að Rottur eru þarna á listanum yfir goðsagnardýr og þykir Rottan vera hátíðarmatur í kína (shit, hverjum langar að fá rottukraft í sig, shit)

Þess vegna eru heimskir Indverjar enn að veiða og drepa Tígrisdýr og flytja þau til Kína.

Allavega, ég var ekkert smá reiður útí Kínverjana (alla, bæði þessa á skólavörðustígnum, Kínahúsinu, China Town og meira segja útí þá sem sauma alla helvítis Nike skóna) og hét því að borða aldrei aftur kínamat.
Svo þegar morguninn kom (ég vaknaði aldrei vegna þess að ég sofnaði aldrei) þá fór ég með bílinn í viðgerð í Bílaverkstæði rétt hjá heima, og viti menn, haldiði ekki að eigandinn hafi verið Kínverji sem heitir Hung Ki (en kallar sig LEE)...Og ég var næstum byrjaður að tala við hann um Tígrisdýrin og að hann gæti bara hætt að borða þau, hann verði aldrei eins og Tígrisdýr þó hann borði þau.....,svo róaði ég mig niður og fékk mér kaffi hjá honum (ekki Ginseng te) og byrjaði að spjalla dálítið við hann svo hann myndi ekki ríða mér í rassgatið eins og allir bifvélavirkjar...og til að gera langa sögu stutta þá bauð hann mér að koma með sér í fótbolta á laugardaginn, sýndi mér nýju Nike fótboltaskóna sem hann var að kaupa og vill bjóða mér í hádegismat eftir boltann...(ég sagði já)...Eins gott að við förum ekki á Kínverskan stað.

Svo að lokum vill ég kommenta á Bjartsýnis verðlaunin sem Ragga Gísla fékk um daginn og milljón kr. í verðlaun.....Er virkilega einhver dómnefnd sem vinnur allt árið við að finna þetta út? Ég er alveg 100 prósent viss á því að ég myndi ekki fá þessi verðlaun þó ég væri alltaf bjartsýnn, og er ég alltaf fremur bjartsýnn, en samt ekki jafn bjartsýnn og Ragga Gísla, nei, hún er bjarsýnari en við öll.
Annars ég ánægður með að hún vann þessi verðlaun ef einhver átti að fá þau, hún er uppáhalds íslenska söngkonan mín og hefur alltaf verið, og hefur líklega gefið mér fleiri gleðistundir (bjartsýnisstundir) heldur en einhver önnur public (fjölmiðlafárs) bjartsýnis-manneskja á Íslandi síðastliðið ár, þannig aðhún er vel að titlinum komin.

Ég er alveg viss um að ég vinn þessi verðlaun á næsta ári, enda útlitið bjart, það er alveg ljóst. (vinna mér inn prik hjá dómnefndinni already)

Kveðja
Rauður
Comments:
Les Roy Keane bloggið þitt?
 
Nákvæmlega,
Já ég er með annað blogg á ensku :) Red lion on the web...við erum miklir vinir...
Já þetta var frekar fyndið, hann hraunaði yfir nákvæmlega sömu leikmenn og ég og sagði svipaða hluti...kannski við ættum að taka við United saman...Ladies and Gentleman, may I proudly introduce, Mr. Roy Keane, and the RED LION, the new MANU managers.

Farðu svo að smella maili á kallinn, maður veit ekkert hvað er að gerast í Íslandinu.
Bið að heilsa Jöklinum og Völunni
 
Sæll Rauður

Þessar greinar þínar eru algjör snilld og alltaf getur maður hlegið af þessu rugli þínu.

kv
Bjöggi Vill
 
Blessaður Bjöggi minn,
Gott að vita að maður er að skemmta einhverjum. Smelli á þig e-maili fljótlega. Vertu í bandi
Red
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?