Wednesday, November 16, 2005

 

Spokandiego

Maður þroskast seint, er setning vikunnar hjá mér.

Fór til Spokane um helgina að hitta gamla vini, fótboltavini og kunningja og útkoman var eins og ég bjóst við, ógeðslega fyndin.
Gamlar fótboltahetjur og vitleysingar lögðu leið sína þangað, m.a. J.Fouts (yfirvitleysingur), McCarthy, Jorba, Brad Beastmaster,....and the RED LION.....alllir áttum við það sameiginlegt að vera ekki með húsnæði eða samanstað, enginn okkar með hótelherbergi og vinurinn sem við höfðum allir ætlað okkur að gista hjá var því miður ekki í bænum þessa helgi og var með húslykilinn sinn í Seattle......þannig að þetta var dálítið ævintýri......:Ég endaði föstudagskvöldið í sófa sitjandi, þar sem ég eyddi bróðurpart næturinnar...með eitthvað helvítis sílekandi fiskabúr fyrir aftan mig, maður var varla sofnaður þegar manni var byrjað að dreyma að maður væri að míga........

Laugardeginum voru allir rifnir upp klukkan 8.00 til að fara í Karate Tíma með Jorba, en hann er víst einhver 'jihistu' meistari og við þurftum að keyra um hálfa borgina að leita af Brazilian Karate Center, leiðarvísirinn okkar var bróðir Jorba en hann var staddur í California en notaði Google til að leiðbeina okkur.....það gekk ekki betur en að við fundum ekki the Brazilian Karate Center eftir 2 klst leit, þannig að við enduðum bara í staðinn á Denni´s í skítamorgunmati dauðans.....En þeir sem hafa ekki farið til USA, þá er DENNI'S morgunverðarstaður sem er opinn allan sólarhringinn, afgreiðslukonan er yfirleitt White Trash með þvílíka whisky rödd og allur maturinn er egg, beikon og eitthvað annað....semsagt viðbjóður frá A-Ö, en samt alltaf gaman að koma þangað þegar þú ert ennþá fullur að nálgast þunnur.....

Svo klukkan 11. um morguninn lá leiðin náttúrulega á barinn, Jack n´Dan´s enda ekkert annað að gera í stöðunni,,,,svo fótboltaleikur klukkan eitt, svo aftur á barinn og þannig hélt kvöldið áfram fram að kveldi þegar stórviðburður helgarinnar átti sér stað.....THE PANDERSON, the rebirth.....en við höfðum ekki spilað frá því síðastliðinn Apríl, þegar við héldum lokatónleikana okkar......núna hafði það gerst að Panderson er orðinn svona Myth eða Goðsögn, þannig að það voru fullt af Freshman students sem höfðu bara heyrt af okkur en ekki séð okkur.....þannig að þetta kvöld var alveg magnað, allir sungu með og ég verð að segja að þetta var my best performance ever.....

Það var stanslaus bjór í æð frá og með föstudegi til sunnudagsmorgunns, 3 okkar misstum af flugvélinni heim á sunnudeginum og við tók skemmtileg sita á flugvellinum að bíða eftir næsta flugi sem væri ekki fullt, einn ældi í leigubílaferð (sem er $50 sekt)....og fleira..

En öllu gamni fylgir einhver alvara....Í þessari ferð týndi ég röddinni minni í orðsins fyllstu, á sunnudeginum kom ég ekki orði upp, ég var gjörsamlega mute....Já það tekur á að vera in the Rock n´Roll business....Í dag er miðvikudagur og ég er smátt að fá röddina aftur, en shit hvað þetta var óþolandi, ég var að tala við fólk í vinnunni á mánudaginn og ég var eins og fífl....auðvitað var útskýringin mín að ég hefði ekki hugmynd hvað væri að mér, ''''I just woke up like this, this morning, I was fine all weekend, that damn bird-flue''''''

Samt er þetta nauðsynlegt, svona ferðir þar sem það er ekkert plan, engin ábyrgð, engin hugsun, bara bjór og vitleysa.....já, maður kaupir það ekki útí búð...á meðan allir lifa enginn meiðist, þá er þetta snilld.

Kveðja
RED
Comments:
Rauða Perla: madur er ad lesa thessar svakalegu drykkjusogur af ther tharna i USA daginn inn og daginn ut. Madur hefur aldrei ordid var vid thetta a Klakanum (fyrir utan Verzlo audvitad). Thu verdur nu ad standa undir thessum sogum um Jolin; thu tekur okkur a djammid eitt kvoldid og synir okkur undirheima 101 RVK.
 
já, þessi "damn bird-flu" hahaha
 
Síðasti Skáti, ég er alltaf rólegur innan 101, en þegar kallinn kemur út fyrir bæinn er ljónið laust (ég er náttúrubarn)....Jólin??? Kem ekkert heim, ekkert frí...En ég verð í Las Vegas 31dec - 2jan, hvernig væri ef þú kæmir þangað..Laubbi er heitur...
Benzio, já fuglaflensan er ekkert grín, maður missir röddina eins og skot...svo fjaðrir, svo goggur, svo byrjar maður að narta allt uppúr jörðinni og hoppa um..no joke.

RED
 
Kallinn var allan febrúar í Kaliforniu og er a leiðinni til Washington DC i þarnæstu viku á ráðstefnu (Lubbi og Siggi Losa ætla að mæta a svæðið). Ég efast um að ég meiki USofA 3svar á sama árinu. Þú ættir að kíkja til DC (Laubbsi mætir 2.des) og leyfa Ljóninu að leika sér aðeins......
 
Febrúar í Cali er líklegra...Það er svo langt að fljúga til DC, en maður veit aldrei hvað ljónið gerir.
Red
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?