Thursday, December 08, 2005

 

Double life (Nike vs. Adidas)

Svona first, ég fekk enginn svör...án gríns, þá þori ég ekki lengur að opna hurðir, kveikja á tölvunni, setja CD í tækið eða neitt vegna þess að ég fæ alltaf þvílíkt raflost....hvað er málið? Hvað get ég gert......er ég að breytast í vélmenni????????

Ég lifi tvöföldu lífi þessa dagana. Á morgnana og allan daginn vinnég fyrir Nike og klæðist Nike frá A-Ö,,,,en svo á kvöldin þjálfa ég og þá þarf ég að klæðast öllu Adidas........Málið er það að Höfuðstöðvar Nike í heiminum eru hér og líka höfuðstöðvar Adidas í USA. Þannig að það er þvílík samkeppni þarna á milli. Ég sem starfsmaður Nike á að sjálfsögðu að vera tryggur stuðningsmaður og brand-beri fyrirtækisins hvort sem ég er í vinnunni eða ekki (það er meira segja í atvinnusamningnum).....en svo er klúbburinn sem ég er að þjálfa fyrir styrktur af Adidas og þ.a.l. verð ég að klæðast Adidas meðan ég þjálfa.....

Yfirleitt lýður mér eins og Superman, ég hleyp úr höfuðstöðvum Nike, klæddur Nike skyrtu, buxum og skóm inní bíl, keyri að æfingasvæðinu og skipti um föt í aftursætinu og er skyndilega orðinn Adidas maðurinn frá A-Ö, með 16 Adidas bolta, Copa Mundial Skó og í Adidas Galla....Þetta er ekki ólöglegt en mjög illa séð af fyrirtækinu ef þeir vissu af þessu...Kannski siðlaust......

Fyrst þegar ég kom hingað til Oregon þá skildi ég ekki hvað fuzzið var um, Nike vs. Adidas, hélt að þetta væri bara eins og kók og pepsi, skipti varla miklu máli hvað þú gerðir eða drakkst.....En eftir að hafa verið hérna í um hálft ár þá er ég að kynnast þessu betur og sumt fólk í þessum fyrirtækjum heldur virkilega að allir íþróttamenn séu uppteknari af hvort búningurinn sinn sé NIke eða Adidas heldur en hvernig leikurinn fer.....

Fyrir 6 mánuðum síðan var ég heldur hliðhollari Adidas varðandi fótboltaskó en hliðhollari Nike varðandi fatnað og hlaupaskó.
Í dag hefur þetta breyst dálítið með nokkrum undantekningum. Ég er orðinn meiri Nike maður (heilaþveginn), sérstaklega eftir að maður er búinn að kynnast fleiri típum af hlaupaskóm, fótboltaskóm (nýji Ronaldinho skórinn er geðveikur með ekta gulli í SWOOSH merkinu) og tækninni á baki þeim, fatnaðurinn hjá Nike er að mínu mati enn betri en ég gerði mér grein fyrir áður en ég kom hingað,,,,,, en aftur á móti finnst mér Copa Mundial enn besti fótboltaskór sem búinn hefur verið til (fer aftur til unglingsárana) og mér finnst Adidas Retro (undir gamla adidas merkinu) dótið sumt ógeðslega flott en aftur á móti finnst mér Performance (nýja Adidas merkið) línan hjá Adidas ekki cool og einhvernveginn oversized (allt virðist of stórt og klaufalega hannað). Nike er búið að ná Adidas í boltatækninni, nýju boltarnir hjá Nike eru sama quality og standard og bestu hjá Adidas, þannig að jafntefli þar á bæ.

Niðurstaðan er þessi að í dag er:
1. NIKE (Nike segir að Prefontaine sé Nike´s SPIRIT (dó ungur í bílslysi) og John McEnroy sé Nike´s FIRE og þeir séu innblásturinn af því hvað Nike er í dag. Jordan, LeBrown, Ronaldo, Ronaldinho, Lance Amstrong, Michael Johnson, Maldini, ofl..ofl...eru íþróttamenn sem hafa ýtt oná þennan anda og þexx vegna er NIKE #1 í heiminum.

2. ADIDAS (veit ekki mikið um þá annað en það að mér er ekkert sérlega hlýtt til þjóðverja sem þjóðar, hef ekki enn hitt þjóðverja sem mér finnst skemmtilegur (Númi er nú undantekning, enda hálfu Íslendingur).
Comments:
Varðandi rafmagnið. Þú þarft að ganga um berfættur í smá stund. Bara fara út í garð og ganga um í nokkrar mín. Þú ert væntanlega allt of mikið í skóm eða sokkum sem ná ekki að leiða rafmangið niður í jörð.
Jarðtengjum Rauða ljónið
 
Þakka þér fyrir,
Ég ætla að vona að þú sért ekki að fokka í mér. Því ég ætla að gera þetta....ég er orðinn hræddur að snerta allt járn...negative reenforement....(sálfræði 101)...

Kveðja
 
Ég þakka herra anonymous fyrir þessar upplýsingar. Hef nefnilega lengi reynt að lifa með þessu vandamáli. Reyndar er þetta árstíðarbundið hjá mér, blossar upp á vorin en hverfur síðsumars. Þannig að ég er alltaf í stuði á sumrin hahahahahahaha...
 
Góður hjalti,,þessi kom sterkur inn svona í morgunsárið...yfir morgunkorninu..kaffinu og leiðinlega morgunsjónvarpinu...keep it up..

kveðja,
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?