Tuesday, December 13, 2005

 

Hello þeir sem eru þarna úti

Það er ekkert smá fyndið hvað Bandarísku jólasveinarnir eru lélegir, þeir sitja bara spikfeitir í stól í Mallinu og bíða eftir að það komi krakkar sem borga $10 fyrir að sitja í kjöltunni og láta taka mynd af sér með honum....Ég fylgdist með einum slíkum um helgina, enda er ég heimsreyndur jólasveinn og kann nú hina ýmsu jóla-brandara (að spyrja krakkana á leikskólanum hvort þeir hafi fengið táfýlu í skóinn klikkar seint)...En mér hreinlega blöskraði hversu lélegur bandaríski jólasveinninn var í Mollinu, svo þurfti ég að fara á Starbucks í mollinu og datt inná jólasveininn sem var að rölta um mollið vegna þess að það var ekkert að gera....ég spurði hann hvernig gengi, og sagði honum að ég hefði einmitt starfað sem jólasveinn á Íslandi og væri bara forvitinn að vita hvað hann segði við krakkana þegar þeir sitjast hjá honum....Hann sagði mér að það væri nú mest lítið, aðallega biðja hann um að gefa sér hitt og þetta í jólagjöf og svo einstaka spurningar um álfana á Norðupólnum og hreindýrin hans...!!!!!!!

Þetta minnti mig á myndina BAD SANTA með Billy Bob Thornton, algjör snilldarmynd og vafalaust jólamyndin í ár hjá mér......annars er Billy Bob í nýrri jólamynd þetta árið sem á víst að vera í svipuðum dúr....kannski maður skelli sér á hana, til að halda uppá aðþað eru 6mánuðir frá því ég fór síðast í bíó....(JESUS, hvernig lífi lifir maður eiginlega, ekki einu sinni farið í bíó)

Diskurinn hennar Emilíönu Torrini er kominn á markað í USA og er að gera helvíti góða hluti hér í Portland, nokkrir búnir að commenta á hann, að vísu ekkert í líkingu við Sigurrós en samt fær dálitla athygli.....

Við komum ekkert heim um jólin þetta árið.....verðum líklegast bæði að vinna öll jólin og eina fríið verður frá 31 dec til 2 Jan, þegar við heimsækjum LAS VEGAS...verðum hluti af geðveikinni þar.........Ég er orðinn þvílíkt góður í PÓKER, þannig að kannski er þetta tíminn minn....THIS IS IT, dagurinn þegar heimurinn breytist.....AIP (Arni I.P. tók upp nafnið Rest In Peace)

Rock n´Roll
YOU KNOW IT,
RED
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?