Saturday, December 24, 2005
Jólaljónið
Jóla-ljónið er mætt og óskar öllum lesendum ljónsins Merry Christmas og Gleðileg Jól...
24 DEC í dag og enn óvíst hvað verður í matinn hjá mér og Lullu (ljónynjan)...hún er að vinna til 2 í dag og ég er að vinna til 5 á Christmas Eve. (helvítis barnaþrælkun hjá NIKE endalaust). (Nei annars bauðst ég til að vinna vegna þess að enginn annar vill það og það er ekki eins og ég sé með börn sem bíða eftir mér heima).
Það lýtur út fyrir að ég fari í Jólaköttinn þetta árið, ég er ekki búinn að kaupa eina jólagjöf og morgunn á 24 dec...(sem er ekkert nýtt, nokkur á í röð keypti ég bensínstöðvargjafir handa fjölskyldunni).....En öll von er ekki úti enn, ég get skotist í hádeginu og fundið kerti og spil handa Lullu til að forðast jólaköttinn......Annars er Ljónið ekki ýkja hrætt við jólaköttinn, jafnvel að ég éti jólaköttinn í ár....
Kæru Íslendingar, bræður og systur, sýnum samhug í verki þessi jól og verum góð við hvort annað....'all you need is love'
Rock n´Roll
Kveðja
Jólaljónið, verðandi jólaköttur.
24 DEC í dag og enn óvíst hvað verður í matinn hjá mér og Lullu (ljónynjan)...hún er að vinna til 2 í dag og ég er að vinna til 5 á Christmas Eve. (helvítis barnaþrælkun hjá NIKE endalaust). (Nei annars bauðst ég til að vinna vegna þess að enginn annar vill það og það er ekki eins og ég sé með börn sem bíða eftir mér heima).
Það lýtur út fyrir að ég fari í Jólaköttinn þetta árið, ég er ekki búinn að kaupa eina jólagjöf og morgunn á 24 dec...(sem er ekkert nýtt, nokkur á í röð keypti ég bensínstöðvargjafir handa fjölskyldunni).....En öll von er ekki úti enn, ég get skotist í hádeginu og fundið kerti og spil handa Lullu til að forðast jólaköttinn......Annars er Ljónið ekki ýkja hrætt við jólaköttinn, jafnvel að ég éti jólaköttinn í ár....
Kæru Íslendingar, bræður og systur, sýnum samhug í verki þessi jól og verum góð við hvort annað....'all you need is love'
Rock n´Roll
Kveðja
Jólaljónið, verðandi jólaköttur.