Saturday, January 07, 2006

 

Galdrakjúllinn bjargaði kvöldinu

Las Vegas var snilld eins og endranær.

Ég tók þetta dálítið eins og verslunarmannahelgi (enda missti ég af síðustu heima á Íslandi), sleppti ekki bjórnum allan tímann og nóg af vitleysu...

Laugardeginum eftir 5tíma ferðalag fundum við alla vini okkar í Sport-veðmálasalnum á Hilton hótelinu, þar voru þeir búnir að hertaka 10 leðurstóla og setja þá saman í hring, og allir búnir að veðja á mismunandi leiki (einhver veðjaði á Chicago Bulls vs.....einhver veðjaði á Gonzaga vs ....einhver veðjaði á einhvern, einhver veðjaði á World Cup næsta sumar að USA myndi lenda í 6.sæti.) Allavega samtals veðjuðum við um $60 dollurum og fengum í staðinn fría drykki í um 6klst, þjónustukonan hélt áfram að koma til okka með fría drykki vegna þess að hún fékk alltaf 1 dollara í þjórfé frá öllum okkar, þannig að hún var að meika $12 á 20 mínútna fresti (ekki slæmur díll fyrir hana heldur)......Ég veðjaði á að Gonzaga myndi vinna með 12 stigum, en vann ekki vegna þess að Gonzaga vann bara með 9 stigum (tapaði 10, en hefði unnið 8 ef Gonzaga hefði unnið með 12)....Allavega, bottom line,,,,ég drakk örugglega 12 Corona á þessum sextímum og var kominn í Gamlársstuð....ha ha ha...

Kvöldið var svo allt mjög RANDOM og skemmtilegt, við fundum eitthvað veitingahús sem hleypti okkur inná staðinn þrátt fyrir að við værum ekki með Reservations, tókum Íslenska trikkið á þetta og sögðumst hafa hringt og pantað borð og sögðumst ekkert skilja í þessu...Lulla var forsprakkinn, enda ég ekki beint alvarlegasti maðurinn á þessum tímapunkti, var kominn á trúnó með einhverjum Rússneskum (frá úkraníu) píanóspilara, og aðalumræðuefnið var hversu erfitt það væri að lifa eingöngu á tónlistinni í nútímasamfélagi, 'THE OPPORTUNITIES ARE ENDLESS, BUT STILL THERE´S SO LITTLE LOVE'. (ein af setningunum sem ég notaði óspart þetta kvöld)...

Svo eftir kvöldið kom annað skrítið fyrir, við vorum að labba sem mjög dreifður hópur og á móti okkur kemur einhver klæddur í Kjúklingabúning með kælibox á maganum...hann kemur uppað okkur og gefur okkur öllum Budweiser bjór með Kjúklingahaldara utaná. Við spurðum hann hvað kjúklingahaldarinn gerði, hann sagði okkur að að hann gerði bara magic; hvernig magic spurðum við; 'IT KEEPS YOUR HANDS WARM and YOUR BEER COLD'.....við sögðum öll, 'WOAH'....svo spurðum við hann hver hann væri, þá svaraði hann; 'OF COURSE I'M THE MAGIC CHICKEN' (þetta átti eftir að verða setning helgarinnar og í hvert skipti sem við þökkuðum fyrir eitthvað, þá þökkuðum við líka alltaf The magic chicken)

Svo kom miðnætti, flugeldasýning, geðveiki, rugl, fear and loathing og áður en ég vissi af var ég steindauður inná hóteli...
Ég spilaði aðeins TEXAS HOLD'EM póker, og var tvisvar búinn að fimmfalda upphæðina sem ég byrjaði með en tókst að tapa því í bæði skiptin (bæði skiptin var ég sigraður á lucky flop)...Svo vann ég stóran hluta til baka síðasta daginn þegar ég ákvað að spila edrú, í stað þess að spila eftir 15 bjóra (athyglin ekki alveg sem best)...endaði í mínus $60 eftir helgina sem er ekki slæmt (ég drakk örugglega fyrir 60 á meðan ég spilaði póker þarna í tvö skipti)

Sunnudagurinn var svipaður frá A-Ö.....eina breytingin var að þetta kvöld hittum við Elvis og ég endaði í Kareokee með brjóstahaldara að syngja Frank Sinatra lög...

Gleðilegt ár, og takk fyrir mig,,,
Rauða Ljónið
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?