Wednesday, January 18, 2006

 

Löggumál

Eitt hérna,
Núna þegar Howard Stern er hættur í venjulega útvarpinu og farinn til Geimsins þá er ekki mikið eftir sem hægt er að hlusta á í útvarpinu (ég er að pæla í að kaupa mér gervihnattaráskrift, enda útvarpsþáttur Howards Stern sá besti í heim, og ekki í líkingu við sjónvarpsþáttinn hans á E Network þar sem eina plottið er að fá gellur úr fötunum). Howard er frumkvöðull alls nútímaútvarps í heiminum.
Allavegana, í stað howards er kominn Adam Corolla, sem er stundum dálítið sniðugur og á ég það sameiginlegt með honum að vera lítill stuðningsmaður eða aðdáandi umferðarlögga. Það er náttúrulega óþolandi að löggan setur upp gildrur, sitja svo í bílnum sínum og veiða saklausa vegfarendur í umferðinni og gefa manni mörg þúsund króna umferðarsektir....náttúrulega skandall, og líka þegar þeir fela myndavélar hér og þar og senda heim sektir....'ÆJI mér finnst þetta bara eitthvað svo aulalegt' 95% af öllum þeim sem borga umferðarsektir eru algjörlega saklaust fólk og bara fórnarlömb geðþátta ákvarðanna leiðinlegra, latra, og fýludrifna lögregluþjóna sem gætu verið að gera eitthvað nytsamlegra.

Nenni ekki að skrifa meira um það...to be continue....

Allir körfubolta-áhugamenn athugið..

Áður en ég kom til USA þá var ég NBA aðdáandi og fílaði Chicago Bulls...Fyrst þegar ég kom hingað skildi ég ekkert í háskólakörfuboltanum og fannst hálf-hálfvitalegt að fylgjast með háskólakörfubolta,,,ég meina, ekki myndi ég borga mig inná leik þar sem nemendur HÍ spila á móti HR...

En núna 6 árum seinna er svo í pottinn búið að ég fíla háskólakörfuboltann NCAA Div 1. miklu betur heldur en NBA boltann. Ég ætla gefa nokkrar ástæður:

1. Strákarnir sem eru að spila þarna eru ógeðslega góðir, (enginn Íslendingur hefur að mér aðvitandi náð að spila í einum af topp 10 háskólunum í USA.) Líklegast myndi bandarískt háskólakörfuboltalið vinna íslenska landsliðið með u.þ.b. 40 stigum (til að gera sér grein fyrir styrkleikanum)
2. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu, heiðri skólans, framtíð sinni og fá ekki krónu greidda meira en skólastyrkinn.
3. Gonzaga University er með eitt sterkasta háskólakörfuboltaprogrammið í dag (síðasti Senior leikmaður var að gera samning við LA Lakers)
4. Úrslitakeppnin er eins og bikarkeppni og aðeins einn leikur, win or die...og gengur yfir á stuttum tíma og maður getur veðjað á leikina.
5. Adam Morrison er Gonzaga Leikmaður, leiðir NCAA 1 í stigaskorun, er hvítur, mjór og aulalegur leikmaður en verður líklega einn af þeim betri í heiminum áður en langt um líður. Hér er linkur á smá Umfjöllun um hann.
http://gozags.collegesports.com/sports/m-baskbl/spec-rel/010506aaa.html


Háskólaboltinn er vinsælasta sportíð í USA, vinsælla heldur en NBA, NFL, MLB, og MLS.

Var að heyra að þeir væru byrjaðir að sýna þetta á Íslandi, þannig að endilega tékkið á þessu.

GO gonzaga,
Ljónið
Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?