Thursday, January 12, 2006

 

Stormurinn mikli

Já halló,

Shitturinn, það er búið að rigna stanzlaust hérna núna Síðan 1.janúar og það er farið að fara dálítið í mig...Alltaf blautur og alltaf bleyta á jörðinni og alltaf rigning, rigning, rigning..Tala alltaf um einhvern storm í fréttunum sem er varla meiri en smá gola á isl. mælikvarða....

Allavega á mér aldrei eftir að líða aftur illa yfir því að fá mér vatn úr krananum, nóg er guð búinn að eyða vatninu í rigningu hér.....

Það fauk tré niður fyrir utan hjá okkur í gær og lenti oná tveimur bílum sem þar voru og þeir eru í maski, gjörsamlega ónýtir, svo lenti tréð líka oná rafmagnsstaur þannig að rafmagnið fór af húsinu okkar,,,,og auðvitað afstilltist vekjaraklukkan og ég mætti alltof seint í vinnuna...Ekki í fyrsta skipti sem ég verð fórnarlamb náttúruhamfara...var hálfhissa á því að tréið lenti ekki á mínum bíl... Ég pósta myndir af þessu fljótlega

Annars hef ég ekkert verið í því að gagnrýna plötur eða bíómyndir undanfarna mánuði...það er kannski vegna þess að ég hef ekki enn farið í Bíó síðan ég flutti til Portland, og hef ég enga almennilega útskýringu fyrir því nema að yfirleitt erum við komin alltof seint heim á virkum dögum og frekar eyðum við Föstud.og laugard. í eitthvað annað og svo finnst mér alltof þunglyndislegt að fara í Bíó á sunnudegi,,það einhvern veginn eyðileggur dálítið mánudaginn fyrir mér ef ég fer í bíó á sunnudagskvöldi......Frekar vill ég gera eitthvað annað.....

Sá að vísu snilldarmynd á DVD sem fær hæstu einkunn hjá mér um daginn...Broken Flowers með Bill Murray...ógeðslega góð og 3 og hálfur Árni.

Til hamingju með afmælið allir vinir mínir sem eiga afmæli í Janúar, þetta bjargar mér frá því að hafa ekki sent kveðju á þá sem eiga afmæli í Janúar....(ég man aldrei afmælisdaga)
Talandi um það, þá er ég að pæla í því að skrifa og senda jólakort um helgina,,,,við keyptum heilan bunka af kortum en skrifuðum ekki né sendum eitt einasta fyrir jólin, þannig að núna get ég sent jólakort bæði fyrir þetta og næsta ár, slegið tvær flugur í einu höggi...(al mister MIAGI)

Svona í lokin ætla ég að setja link inná heimasíðu síðasta skátans, en hann var að klára bloggið sitt um síðustu versló, sem ég missti því miður af en mun 100% vera heima næstu versló til að slást í fjörið, enda skemmtilegasta helgi ársins....(og sammála Síðasta Skátanum, þeir sem halda að þeir séu of gamlir fyrir svona helgar eru að missa af miklu) http://astro.hi.is/~pallja/
Kveðja
Ljónið
Comments:
Sælir
hvaða linkur er þetta eiginlega??!!
 
Sæll binnster,
Þetta er á Síðasta Skátann, a.k.a. (Palli Stjörnueðlisfræðingur)..farðu í bla bla bla...þá sérðu bloggið.

Ég er búinn að senda skóna af stað til Íslands, þannig að þetta ætti að koma í þessari eða næstu viku.
kveðja
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?