Monday, February 13, 2006

 

Heimiliskötturinn

Verð að blogga í tilefni dagsins....en liðið mitt, U-18 vann fyrsta leikinn sinn í dag og það 4-0 og ég fékk hvorki rautt né gult spjald....eina skiptið sem ég æsti mig í leiknum var þegar þjálfarinn hjá hinu liðinu kom hlaupandi upp hliðarlínuna og úthúðaði einn leikmanninn í mínu liði fyrir að hafa sagt eitthvað, svo byrjaði þjálfarinn eitthvað að rífa kjaft við mig og segja mér að taka leikmanninn útaf,,,,ég sagði þjálfaranum bara að fara aftur heim í sveitina (to your farm).....en annars rólegur leikur og dómarinn til fyrirmyndar...ha ha ha..

Leikur með FC Swoosh í kvöld, þannig að það er nóg fótbolti þessa helgi, og ekkert djamm (maður er að verða gamall og á enga vini lengur). Það fer að koma að því að maður fari að hringja í vinalínuna á föstudags og laugardagskvöldum til að fá einhvern með sér útað skemmta sér....Maður er byrjaður að minna á einn góðan strák sem var vinur bróður míns þegar hann var lítill, hann bauð alltaf í afmælið sitt á hverju ári, en enginn mætti. (krakkar eru skrítnir)

Næsta vika er líka skemmtileg í vinnunni, ég verð í 40 tíma námskeiði um allar vörur NIKE og próf að loknu hverju session (ef ég stenst ekki prófið þá þarf ég að taka það aftur). Ég ætla að vera sterkur í Miðsólanum á skónum (það er þar sem allt air, air zoom, shox, air max, ofl...er staðsett)......kúkur og piss...

Síðasti Skáti, bróðir minn var í Köben í síðustu viku og hann sagði að hefði séð þig blindfullan með sjónaukann á strikinu! Er það rétt?

Kveðja,
Ljónið
Comments:
Rauða perla,

thetta er harrett hja brodur thinum tho svo hann hafi gleymt ad minnast a ad eg var lika med fotbolta. Thetta geri eg fyrstu helgina i hverjum manudi, ad sameina min 3 helstu ahugamal:
bakkus, astro og tudruspark. Frekar lett ad sola folk a Strikinu en spara tho taeklingarnar thar til ofurolvi er ordinn.
 
Síðasti skáti,
Þú ert maðurinn...rokk n´roll á strikinu.

Kveðja
Ljónið
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?